Tala hagfræðingar ekki sama tungumál?

Nú skal skjóta sendiboðann!  Það má ekki segja þetta upphátt.  Hverjum á að trúa?  Eru það Geir og Davíð sem eru búnir að segja okkur að það sé allt í lagi í marga mánuði?

Trúum við græðgisvæðingadrengjunum sem eru búnir að mala gull undir sig og sína, en fóru fram úr sér núna og almenningur fær að blæða.

Gylfi Magnússon, Ólafur Ísleifsson, Guðmundur Ólafsson og Þorvaldur Gylfason allir hagfræðingar úr akademíunni eru búnir að vara við því að þetta myndi enda bara á einn veg (illa) ef ekkert yrði að gert.  Þeir greinilega tala sama tungumál. Hagfræðingar seðlabankans og atvinnulífsins hafa verið með önnur fræði.  Skyldu stjórnvöld læra af þessari stöðu sem er komin upp núna, ætli verði hlustað á hagfræðingana sem eru ekki að þjóna neinum sérhagsmunum nema almennings í framtíðinni.

Hlustuðu þið á Hannes Hólmstein í Kastljósi kvöldsins?  Hannes var hneykslaður að Gylfi sem dósent í HÍ skyldi tala svona óvarlega.  Það held ég að Jón Ólafsson hefði hlegið dátt vitandi að prófessor Hannes væri að víta aðra vegna óvarlegra umæla.


mbl.is Fjármálakerfið í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það eru mjög margir sem heyra bara það sjónarmið sem þeir vilja heyra og loka á önnur. Þetta á vel við stjórnmálamenn heyra bara það sem þeim hentar.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 4.10.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

En Hannes var ekki sáttur við gjörðir DO. Hvað segir það okkur?

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 01:11

3 identicon

Já það kannast enginn við að vera sekur! Þessir ofurlaunafjármálasnillingar voru svo æstir í að græða fleyri milljarða að þeir gleymdu lögmálinu sem öll börn þekkja, allt sem fer upp kemur niður aftur! En skaðinn er skeður og hvað sagði Forsetinn okkar í sjónvarpinu í kvöld? "við höfum 2 kosti, gera eins og Glitnir, fara í alþjóðagjaldeyrissjóðinn og biðja um hjálp eða við björgum okkur á þeim auðæfum sem við eigum" sem sagt gerum eins og þjóðverjarnir gerðu eftir seinni heimsstyrjöld, byrjum frá grunni að safna gjaldeyri fyrir auðlyndir okkar: hugvit, ferðamennsku, ál og fisk. Sveltum og svíðum í nokkur ár! Auðvitað tekur þjóðin þetta á sig dööööööhh!

Heimir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 01:51

4 Smámynd: Rannveig H

Skatti: Það er mikil sjálfhverfa í þessu öllu.

Hólmdís: Hannes gat bara ekki varið hann þó hann væri allur að vilja gerður.

Rannveig H, 4.10.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Rannveig H

Heimir: Þetta er satt og rétt hjá þér,vonum að það komi einkvað að viti út úr þessu öllu svo við getum haldið okkar áætlun

Rannveig H, 4.10.2008 kl. 15:20

6 Smámynd: Jens Guð

  Ég minnist þess að Guðmundur Ólafsson lýsti því fyrir mörgum árum í viðtali hjá Sigurði G.  Tómassyni hvað myndi gerast:  Nákvæmlega það sem hefur gerst í dag.

  Ingvi Hrafn hló að kenningu hagfræðingsins.  Honum þótti kenningin svo fráleit. 

Jens Guð, 5.10.2008 kl. 01:51

7 identicon

Hæ Rannveig.

Þetta er eins og í laginu hans Bubba "EKKI BENDA Á MIG".

það er með ólíkindum hvað sérfræðingar ríkisstjórnarinnar eru"VITGRANNIR". Og alltaf dúkkar HANNES HÓLMSTEINN upp þegar enginn á von á honum........orðið nokkuð rýrt haldreipi!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 09:47

8 Smámynd: Rannveig H

Jens: Guðmundur og Sigurður hafa verið nokkuð sannspáir og þótt í gegnum tíðina,vera að boða alveg galin boðskap,en hvað kom svo á daginn. Jónína Ben hefur líka verið dæmd galin og geðveik, en allt sem hún hefur sagt er að koma upp á yfirborðið.

Rannveig H, 5.10.2008 kl. 19:33

9 Smámynd: Rannveig H

þói: Kenningar Hannesar eru ekki snærisspotta virði.

Rannveig H, 5.10.2008 kl. 19:36

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Burt með DO og pólitískar ráðningar í lykilstöður, það er blátt áfram hlægilegt að ráða ekki í svona stöður á forsendum atvinnulífsins en ekki stjórnmálaflokka. Flokka sem eru löngu úreltir og eru ófærir um að sinna neinu nema sjálfum sér.

Afdankaðir pólitíkskussar eru endalaust að fá þessar stöður sem einhversskonar sporslur og það er óþolandi.

Verðbréfaeftirlit, fjármálaeftirlit, Seðlabankinn, Alþingi, skattstjóri, allir brugðust og allir bera þeir ábyrgð, en við eigum að redda málunum eins og venjulega.

Haraldur Davíðsson, 5.10.2008 kl. 21:39

11 Smámynd: Halla Rut

Hannes fer fyrr í gröfina en að svíkja DO enda skuldar hann honum líf sitt.

Halla Rut , 7.10.2008 kl. 16:04

12 identicon

Auðvita er sauðsvörtum almenningi vorkunn þegar hámenntaðir hagfræðingar tala sitthvort tungumálið. 

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 16:56

13 identicon

Sæl Rannveig mín.

"Þrumugóð" færsla. Hvað varð um greiningardeildir Bankanna,þeir eru greinilega ekki við sem stendur!

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 02:15

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég myndi vilja fá Eddu Rós og Þorvald Gylfason í Seðlabankann.

Marta B Helgadóttir, 14.10.2008 kl. 22:42

15 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta eru nú misáreiðanleg fræði s.s. þegar Hagfræðistofnun lagði til fyrir um ári síðan að nú væri ástandið svo gott á Íslandi að upplagt væri að hætta þorskveiðum í nokkur ár - til þess að byggja upp stofninn.

Þessi var ráðleggingin þrátt fyrir að uppbyggingarstefnan sem rekin hefur verið hafi hvergi í heiminum gengið upp og gangi þvert á viðteka vistfræði sem kennd er í HÍ:

Sigurjón Þórðarson, 17.10.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband