Biskup í auðsæld.

Það var þá aldrei að ég fengi ekki bloggmálið aftur, takk fyrir það Hr. biskup.

Að þú skulir geta talað svona! Maður með þreföld ef ekki fjórföld verkamannalaun búandi við öll þau fríðindi sem þú hefur á okkar kostnað er alveg úr takt við þann raunveruleika sem fólk er að upplifa núna. Forsetinn getur eflaust mært þessa ræðu þína enda ekki von að þið skiljið almenning með þessa stóru gullskeið í munni.

Eitt af stóru sparnaðarráðum sem þjóðin þarf að hugsa um núna, er aðskilnaður ríkis og kirkju. Það þarf að gera úttekt á öllu sem varðar kirkjuna eignum hennar og þeim hundruð milljóna sem fer í hana á ári hverju. Þar eru stórar upphæðir sem gætu sparast án þess að það kæmi nokkuð við almenning. Þetta á við margar stofnanir á okkar góða landi sem eru handónýtar og mættu gera miklu betur.

Ég hef sveiflast nokkuð síðan skriðan fór á stað, bjartsýn að morgni og svo komin á skjön að kveldi. Einn daginn alveg vitlaus út í stjórnvöld og hinn daginn við útrásavíkinga. Afhverju skyldi ég þurfa að fá timburmenn þegar ég var ekki á fylleríi.


mbl.is Aldrei verið auðugri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rannveig.

Ég er ekki mikið fyrir að tala til yfirmanna Kirkna,en þjófélags umræðan og mín eigin samviska sem er síkvik,veltir því fyrir sér hvort Háttvirtur Biskup Íslensku þjóðarinnar sé tilbúinn að skera niður laun sín og fríðindi og um leið vera sjálfum sér samkvæmur. GUÐ VILL ÞAÐ.

Hann gæti gefið þetta til Hjálparstofnunar Kirkjunnar,Fátækrarhjálparinnar,Mæðrastyrksnefndar eða til Kongo eða hvar sem er í heiminum. Þörfin er gífurleg um allan HEIM, og um leið reynst Guðsmaður Góður.

Kærleikskveðjur

Í jesús nafni. amen,

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þér Rannveig

Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 19:42

3 Smámynd: Skattborgari

Ég segi það sama. Það er mjög auðvelt fyrir þessa menn að tala sem eru á góðum launum og geta alltaf tekið meira fé úr ríkiskassanum ef þeir þurfa á því að halda.

Ekki get ég farið í ríkisjóð og fengið pening þar til að lifa góðu lífi.

Kveðja Skattborgari.

Gaman að þú ert byrjuð að blogga aftur.

Skattborgari, 25.10.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Rétt, þetta er ótrúleg hræsni, tilgerðarleg helgislepja og sjálfsskipaður heilagleiki.

Haraldur Davíðsson, 25.10.2008 kl. 20:57

5 Smámynd: Rannveig H

Þói sé nú ekki fyrir mér að hann gefi tíund,ég verð alveg ótrúlega reið yfir svona klikki,hefði hann haldið yfir þjóðinni almennileg eldmessu og stappað í hana stálinu það hefði verið betra. Þetta var bara væll hjá honum.

Hólmdís. Þú ert alltaf svo skynsöm, er löngu búin að sjá það.

Rannveig H, 25.10.2008 kl. 21:21

6 Smámynd: Rannveig H

Skatti minn. Það á ekki að vera svona auðvelt fyrir þessa menn frekar en aðra þegna. Helgislepja. Skatti takk strákur minn nú ætla ég að ver duglegri í að blogga.

Haraldur. Þú ert með réttu lýsingaorðin, nú sem endranær.

Rannveig H, 25.10.2008 kl. 21:28

7 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Alveg er þetta ótrúlegt hvað hægt er aðsegja úr predikunnarstólnum.

Prestar vorir sem gera fá viðvik nema þeir fái aukagreiðslu fyrir.

"Skylduverkin" þeirra eins og skírn og ferming kostar drjúgan skilding þó nauðsynleg sé til að halda í "kúnnana" .

Rannveig mikið er ég fegin a þú ert komin aftur, orð þín þurfa að heyrast.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.10.2008 kl. 23:38

8 Smámynd: Jens Guð

  Þér tekst að orða hlutina þannig að skiljist.  Eftirfarandi er ein snjallasta greining sem ég hef heyrt á því hvernig bankahrunið snýr að almenningi:

 "Afhverju skyldi ég þurfa að fá timburmenn þegar ég var ekki á fylleríi?"

Jens Guð, 25.10.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Rannveig H

Guðrún Þóra: Þetta er bara eitt alherjar lýðskrum hjá þessu fólki.Og takk fyrir ég held að ég sé komin í gírinn aftur.

Jens. Mér var sko aldrei boðið í þetta partý, og fjandinn fjarri mér að mig langi í leifarnar.

Rannveig H, 26.10.2008 kl. 00:26

10 Smámynd: Halla Rut

Svo segir hann fólki að hafa ekki áhyggjur og halda bara utan um hvert annað þegar fólkið heyrir að lífeyrissjóður þeirra verði mögulega skertur. Þetta segir hann sem er með ríkistryggðan lífeyrisjóð og sem mun ekkert skerðast. Hvað varð um; ef þú átt tvo kyrtla gefðu þá þeim sem engan á annan, eða einhvern veginn svoleiðis. Hann lifir ekki eftir eigin boðskap og hefur, eins og svo margir aðrir trúarbrjálæðingar, sett sig hærra en allir aðrir í samfélaginu.

Halla Rut , 26.10.2008 kl. 12:22

11 Smámynd: Rannveig H

Halla: Þetta eru menn sem sjaldan eða aldrei hafa þurft að hafa fyrir sínu  og búa ekki við sömu kjör og almenningur,ef það er lausnin að halda utan um hvert annað þá stæði ég í faðmlögum allan daginn ekki málið. Ég held að við þurfum aðrar lausnir og þær eru ekki að finna hjá biskupnum sýnist mér.

Rannveig H, 26.10.2008 kl. 15:22

12 Smámynd: Skattborgari

Faðmlag getur valdið því að maður ofkælist ef maður þarf að sofa úti um miðjan vetur. En ég vona innilega að ástandið verði ekki það slæmt en það gætu einhverjir lent í því en þessir menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 26.10.2008 kl. 15:29

13 Smámynd: Rannveig H

Skatti: Það þyrfti allavega að vera kröftug faðmlög

Rannveig H, 26.10.2008 kl. 16:30

14 Smámynd: Skattborgari

Það er rétt en þegar að fólk faðmast í miklum kulda þá minnkar hitatapið sem þýðir meiri lífslíkur í miklum kulda en ég held að maður muni ekki þurfa á þessu að halda nema mjög fáir að minnsta kosti.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 26.10.2008 kl. 22:45

15 Smámynd: Rannveig H

Skatti: Þetta heitir að kryfja málin og hafa þau á hreinu.

Rannveig H, 26.10.2008 kl. 23:30

16 Smámynd: Skattborgari

Rannveig ég held að þetta sé ástæða þess að kirkjan segi að fólk eigi að faðmast því að það getur bjargað lífi manns ef maður þarf að sofa úti en ég held að þeir ættu frekar að lækka launin sín og selja kirkjunar til að gefa fólki húsaskjól.

Kveðja Hinn ljóti.

Skattborgari, 26.10.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband