Afhverju heyri ég engvar raddir hrópa.

Að við séum að niðurlægja fólk með því að geta ekki búið þeim þær aðstæður að það þurfi að fá matargjafir. Við mismunum börnum þau geti ekki tekið þátt í tómstundastarfi.

Mér finnst endilega að ég þurfi að heyra frá þeim röddum sem sterkast hljóma hvað réttlæti sé. Það fólk sem þarf að fara þessa leið að biðja sér matar fyrir sig og sína og aðstoð við börnin sín á alla mína samúð.

Ég þakka þessu fólki sem leitar allra ráða til að hjálpa fólki, að vísu fannst mér gleymast að taka fram í fréttinni hvað Hjálpræðisherinn er að gera í þessum málum.

En skoðun mín er sú að við eigum ekki að niðurlægja fólk með þessum hætti, við eigum að hafa þá samfélagslegu þjónustu að fólk þurfi ekki að betla sér mat.


mbl.is Yfir 300 fjölskyldur fá vikulega matargjafir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mér hefur líka alltaf þótt það hræðilega sárt að sjá hvernig er farið með þá sem neyðast til að leita sér hjálpar. Þeir eru látnir standa í röð, oft út á götu, þar sem jafnvel ljósmyndarar koma og gera neyð þeirra ennþá ömurlegri með því að mynda þá sem þar standa og bíða eftir ölmusu.

Ég verð bara fjúkandi reið þegar ég hugsa um þetta!

Knúzáðig, Rannsan mín!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.10.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það eru því miður erfiðar tímar framundan ef fram heldur sem horfir og hætt er við að hópurinn stækki.

Sigurjón Þórðarson, 2.10.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Rannveig H

Hólmdís og ditta: Þetta eru ömurlegar aðstæður vægast satt.

Helga Guðrún: Það er málið hvernig niðurlægingin er algjör,og hvar eru þeir sem hrópa hæðst vegna  mannréttindabrota og aðbúnaðar fólks. Afhverju ekki mótmælaaðgerðir?

Rannveig H, 2.10.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Rannveig H

Sigurjón: Það er víst fátt sem kemur í veg fyrir það að hann stækki,nema að við öflum meiri gjaldeyris. Vill ekki Guðni ganga til liðs við þá hugmynd að fá hlutlausa aðila til að meta hvort við meigum veiða meira og gefa Hafró frí..

Rannveig H, 2.10.2008 kl. 14:49

6 Smámynd: Rannveig H

Hippó 700 miljónum í laun presta,ertu þá bara að tala um launin? Hvað kostar þá kirkjubatteríið allt? Ég vill allavega gera innlendum sem eru hjálparþurfi jafn hátt undir höfði er það ekki bara sanngjarnt?

Rannveig H, 2.10.2008 kl. 18:34

7 Smámynd: Rannveig H

Takk Hippó ég kann að meta þig strákur

Rannveig H, 2.10.2008 kl. 18:43

8 Smámynd: Skattborgari

Þetta er örugglega mög ervitt skref að stíga að þurfa að þiggja svona aðstoð og fólk gerir það alveg örugglega ekki nema þegar ekkert annað er hægt að gera.

Það sem þarf að gera er að hækka persónuafslátinn sem er ástæða þess að margt fólk er í þessum vandamálum.

Þetta með prestana og flóttamannaaðstoð er komið út í vitleysu. En það er fínna að hjálpa útlendingum en hjálpa Íslendingum.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.10.2008 kl. 19:40

9 Smámynd: Rannveig H

Skatti tek heilshugar undir það að það á að hækka persónuafsláttinn. Ég veit ekki hvort fólk er í afneitun á það að það eru margir sem berjast við fátækt,

Rannveig H, 2.10.2008 kl. 22:19

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Við erum nú á leið í Öryggisráðið, óþarfi að hafa áhyggjur af sveltandi fólki. Svona er Jafnaðarmennskan í hnotskurn.

Víðir Benediktsson, 2.10.2008 kl. 22:52

11 Smámynd: Jens Guð

  Var ekki verið að samþykkja að setja 1500.000.000 kall í nýstofnaða varnarskrifstofu landsins?  Til viðbótar þeim rúmlega 1000.000.000 krónum sem reiknað hefur verið út að kosningabaráttan fyrir sæti í Öryggisráðinu kostar þegar allt er með talið.

  Það vantar aldrei pening þegar fólki í utanríkisráðuneytinu dettur í hug að henda peningum út um gluggann í einhver svona delluverkefni.  Svo ekki sé talað um að reisa ný og flottari ráðuneyti undir gamla stjórnmálamenn.

  En það er eins og verið sé að biðja ráðamenn um að gefa úr sér nýra þegar setja á pening í eitthvað sem snýr að fátækum.   

Jens Guð, 2.10.2008 kl. 23:17

12 Smámynd: Skattborgari

Jens. Þetta er aalveg hárétt hjá þér. Það er alltaf til nægur peningur til að senda í eitthvað sem skiiptir allmening eingu máli. En þegar það á að gera eitthvað sem kemur fólki vel þá er hann ekki til.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.10.2008 kl. 23:37

13 Smámynd: Halla Rut

Auka á núna fjárlög til þróunarhjálpar um 1,5 milljarða.

Hvar ætla þeir að fá gjaldeyririnn fyrir þessu.

Halla Rut , 3.10.2008 kl. 13:39

14 Smámynd: Rannveig H

Víðir og Jens. Ég hef verulega spáð í það hvort svona væri komið fyrir okkur ef Ingibjörg hefði verið viðskiptaráðherra eða forsætisráðherra hún allavega kemur öllu fram í sínu ráðuneyti.

Rannveig H, 3.10.2008 kl. 20:56

15 Smámynd: Rannveig H

Halla Rut: Það var það sem VG og Frjálslyndir voru að benda á að fjárlagafrumvarpið er alveg úr takt við það sem er að gerast hjá okkur.

Rannveig H, 3.10.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband