Færsluflokkur: Bloggar

Og nú skal Jens Guð þakkað.

Nú er ég stödd á Arnastapa í sól og blíðu.

Ég varð fyrir því óhappi í gærkvöldi að brenna mig þegar ég var að hella upp á kaffi. Kaffikorkurinn og sjóðandi heitt kaffið helltist yfir mig, mikið svakalega var það vont. 'Eg kældi brunasvæðið og allt horfði í vont sár. En þá mundi ég eftir Alovera geli sem hann Jens gaf mér og viti menn, ég bar það nokkrum sinnum á mig og nú er bara smá roði eftir þetta óhapp.

 

ps.  Mamma þarna er Ísbjörn fyrir framan kirkjuna.  Nei Gulla mín þetta er hún Hanna frænka þín. Hún er að fara gifta sig. LoL


Afneitunarpakk.

Það er ég og Geir forsætisraðherra.

Enn erum við Geir Harði í sömu krísunni bæði í bullandi afneitun. Ég held áfram að keyra um landið eins og það kosti lítið sem ekkert og skemmti mér konunglega. Nú er ég komin með vildarkort hjá Skeljungi, viðskiptakort hjá N1 svo fæ ég örugglega mega-vildarkort hjá Einari Ben í Olís. Gott ef ég geti ekki talið mér trú um að ég endi þetta í gróða.

Geir forsætis er eða var í London steig í pontu og sagði að ástandið væri bara nokkuð gott á Íslandi. Það kannski vottaði fyrir smá efnahagslegri lægð að utanaðkomandi ástæðum en það tæki mjög fljótt af.

Afneitun getur gert fólk kjánalegt og í versta falli heimskulegt.

Shocking


Forréttindapakk.

ÞAÐ ER ÉG.......  

Ég svo heppin að eiga tveggja mánaða sumarfrí og ég veit fátt skemmtilegra en að ferðast. Geir forsætis er líka fáréttindapakk og nú eyðum við og bruðlum bæði í bensín á minn kostað. Geir á flottum BMV og ég á Pík(c)unni (húsbílnum) og mótorhjólinu.

ForsætisGeir sagði í fyrra að ég mætti fjárfesta og allt væri í gúddí leiktu þér bara því allt gengur svo vel hjá okkur. Ég tók Geir á orðinu en OMG þau er sko dýr þessi orð. En ég læt mig hafa það, nenni ekki að dvelja í þessari eymd sem þessi stjórn er að skapa okkur, enda má ég engan tíma missa til að láta mér líða vel og hafa það gaman.

Ég kom heim í gær, var norður í landi, góð ferð og skemmtileg og morgun er það Snæfellsnesið.

Á Mánudagsmorgun kl 8 verð ég í spjalli já Markúsi á útvarp Sögu.W00t


Skandall og ekkert minna.

Hver tekur svona ákvarðanir? Samþykkir yfirlæknir geðdeildar þetta vitandi að það er verið að sýna geðsjúkum þvíumlíka óvirðingu.Meðal minna bestu vina eiga við  geðsjúkdóm að stríða og ég vil sjá þeim borgið í höndum fagmanna.Allir sjúklingar eiga rétt á faglegri umönnun og ekkert minna.

Hvað verður það næst "píparar á Fæðingadeild" rafyrkjar á hjartadeild." 


mbl.is „Fráleitt“ að öryggisverðir sitji yfir geðsjúkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Píkunni með punginn í fríið.

Þetta er ekki klámfærsla.

 

Nú er komið að því ég er að flytja að heiman, fara í fríið. Hér í háskólasamfélaginu er allt að lognast útaf svona yfir sumarið svo að ég byrja ekki aftur fyrr en upp úr miðjum ágúst og ætla sko að nota tíman vel.

Ég fékk mér húsbíl í fyrra (þegar allt var hægt að kaupa)og nú verður hann heimili mitt næstu 2 mán. Og skrifandi um húsbílinn þá voru margir sem spurðu hvað á hann að heita en mér finnst ekkert eins hællærislegt eins og að nefna bíla einhvað t.d Krúttmoli, Gullmoli eða Blátindur. Það kom ekki til mála neitt af þessu. En minnug þess þegar ég fór á Píkusögur, þar sem alþingiskonur fóru með hlutverkin,   þær voru mjög flottar og soldið ýktar,  spíttu út úr sér orðinu PÍKAN með miklu k hljóði, og  þá fæddist nafnið.

Bíllinn skyldi heita Píkan en þá var komin annar vandi.  T.d  ef dóttir mín er spurð „ Hvar er mamma þín?“ Svarið yrði „Hún er á Píkunni norður á Akureyri“ eða þegar ömmubörnin tala um að fara eitthvað með ömmu á Píkunni. Nei ég er tepra og finnst þetta ekki alveg vera að gera sig. Jenný vinkona mín kom þá með snildarlausn PICAN þá hefur þú val.

Það er tvennt sem ég á erfitt með að vera án í þessari útlegð minni. Nýja lappan minn (dóttirin og tengdasonurinn gáfu mér) og mótórhjólið mitt. En ég lifi í lausninni. Ég fékk mér pung frá Nova og svo er yndislegur maður fyrir norðan að smíða kerru undir hjólið mitt. Draumurinn er svona apparat eins og er á myndinni.

 hjól eða ?

Svo kæru vinir ef þú er á ferðinni um landið og finnur grill-lykt og sérð Pí(c)una þá endilega heilsaðu upp á mig. Rannveig á Píkunni með pung og yamma 1100cc í ....

Ég er farin.


Matthildur flott.

Matthildur er bara flott og með góðan húmor,hagsmunasamtök ólofaðra kvenna afhverju ætli þau séu ekki til Tounge
mbl.is Ísfirskar konur fá erlent vinnuafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dramabiskup.

Ertu ekki full dramatískur Hr biskup?Ertu að seiga satt Hr biskup?Það er engin sátt nema kannski hjá ykkur svartstökkum.og það er ekki nóg.Eru þetta ekki mannréttindabrot að mismuna fólki svona? Hvað skyldi þetta ríkisrekna steingelda kirkjubatterí kosta okkur.Ég er oft hissa hvað það fer lítið fyrir umræðunni um aðskilnað ríkis og kirkju,ég er ein að þeim sem vil þennan aðskilnað helst í gær.'Eg vil kirkjur sem á umburðarlyndi og kærleik gagnvart fólki.'Eg vil kirkju þar sem ég get verið í stuði með Guði.
mbl.is Eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags til lykta leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammir til ykkar.

Einar þú og þínir fylkifiskar eigið að skammast ykkar að virða ekki lög og mannréttindi.Hvað er náin framtíð er það 1,2, eða3 ár.Þetta eru fjári loðin svör sem þið sendið til SÞ og vona ég að þið komist ekki upp með þetta.Einar Guðfinnsson þú sem ert alin upp á bryggjupollanum fyrir vestan og vitandi hvernig þetta kerfi er búið að fara með byggðir landsins,ásamt öllu því sukki og svínarí sem það hefur leitt af sér,þér hefði átt að renna blóðið til skyldunnar og ganga betur til verks.
mbl.is Svar sent til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þetta mark eða skot í stöng.

Ég veit ekki Sturla minn held að þú verðir að fá alvöru lið með þér ef þetta á að takast. Menn úr öllum stéttum segir þú, en ég segi það gengur engin flokkur í dag sem ekki hafa konur. En konur eru líka menn Wink.

Gamall foringi sagði eitt sinn "mínir bestu menn eru konur" hafðu það í huga Sturla. Og eitt enn það er ekki nóg að mótmæla og gagnrýna, það verður að koma með lausnirnar líka og það trúverðugar.


mbl.is Sturla stofnar nýjan stjórnmálaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki húmorslaus ..en...

Komon Jón Gnarr!!!

Ég er ekki húmorslaus ekki frekar en ég er rasisti þó ég sé með islamfóbíu og ekki frekar en ég sé femínisti þó ég sé jafnréttissinni.

En ég sé bara engan húmor í þessar auglýsingu og kýs að horfa ekki á hana. Einu sinn er nóg en gaman væri að vita hvað svona auglýsing kostar og miðað við viðbrögð við henni hvort hún skilaði árangri eða öfugt.


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband