Kreppumæli! Endilega leggið í púkkið.
22.11.2008 | 23:28
Ég verð alltaf meira undrandi, reiðari og sorgmæddari eftir því sem lengri tími líður frá hruninu og ekkert gerist, sem kemur okkur til góða. Allskonar ummæli hafa fallið, sem eru algjör firring.
Þorgerður Katrín: Það eru spennandi og skemmtilegir tímar framundan hjá okkur Sjálfstæðisfólki.
Hannes Hólmsteinn: Við Sjálfstæðismenn erum ekki svo pólitískir, við græðum á daginn og grillum á kvöldin.
Ingibjörg Sólrún: Fyrst fólkið í landinu svo flokkurinn.
Þessi eru orðin klassík. Við verðum auðvita að læra af reynslunni. Auðvita axla ég ábyrgð EN
Jónas Fr: Við verðum að skoða það að endurskoða
Ég man ekki meira í augnablikinu enda hálf dofin á þessu helv ástandi. En endilega leggið í púkkið nóg er að veruleikafirrtum umælum sem fólk hefur látið frá sér fara undanfarnar vikur.
Athugasemdir
Þessi góður og kemur frá Geir:
"þarna var einhver undanþága sem menn nýttu sér ekki"
Um ekki að voru nýttar undanþágur EBB sem hefðu getað dregið úr ábyrgð á Icesave reikningum en málið var búið að velkjast í nefnd í eitt ár.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 23:56
strútar
Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 01:47
Ingibjörg sló öll met í gær
Hún sagði að fólk, sem mætti á útifundi og borgarafundi til að mótmæla ástandinu ætti hrós skilið fyrir málefnalega baráttu. „Ef ég væri ekki í ríkisstjórn væri ég þar," sagði Ingibjörg Sólrún.
Er hægt að kveða slappari dóm yfir eigin verkum.
Víðir Benediktsson, 23.11.2008 kl. 11:09
Kreppa: Þessu þarf að halda til haga.
Hólmdís: Pakk.
Rannveig H, 23.11.2008 kl. 11:33
Víðir: Ég las einhverstaðar að Vilmundur heitinn hefði skypt Alþýðuflokknum upp í eðalkrata og skítapakk.
Ég held að það sé enn svona hjá SF bara spurning hver er hvað.
Rannveig H, 23.11.2008 kl. 11:37
Kreppumæli - þvílíkur aragrúi að velja úr en minnistæðast mér er þó það sem einn útrásarsnillinga viðhafði í útvarpsviðtali - orðrétt:
"Það á enginn að vasast í mitt veski".
Kolbrún Hilmars, 23.11.2008 kl. 17:15
Kolla svo er það Halldór bakastjóri sem sagði " Ég er stoltur a Icesave"
Rannveig H, 23.11.2008 kl. 20:10
Held nú að Ingibjörg verði ekki toppuð í ummælum?
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 08:25
Ég væri ekki góð í pólitíkinni, myndi mismæla mig út í eitt! Sagði við krakkana mína um daginn að ég ætlaði að elda spakk og hagetti ! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 17:12
Einar Kárason:
,,I aint gonna work on Maggies farm no more"
algjör snilld
Húmoristaflokkurinn, 24.11.2008 kl. 22:54
Allir:
,,til stendur að skipa nefnd..."
Húmoristaflokkurinn, 24.11.2008 kl. 22:55
"Ég er ekki sammála að fólki hafi verið heitt í hamsi en það var mikil stemming"
ISG eftir fundinn í Háskólabíó.
Víðir Benediktsson, 25.11.2008 kl. 06:58
Þórunn Sveinbjarnardóttir ráðherra sagði í ræðu á Alþingi í gær þau óvæntu tíðindi að þingmenn Frjálslynda flokksins væru 4 og allir karlmenn.
Heidi Strand, 25.11.2008 kl. 19:24
Sæl Rannveig.
Ég er sammála Hallgerði um að Ingibjörg verði ekki toppuð í yfirlýsingum og svo hefur hún 200% sjálfstraust ! ?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 04:30
Éttan sjálfur: Steingrímur J
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 16:23
Geir: Það er betra að gera ekki neitt frekar en að gera einhverja vitleysu.
Þorgerður: ...allt uppá borðið...(einmitt, ætli hennar lið þoli það?)
Svo sagði Ingibjörg að borgarafundurinn væri ekki rödd fólksins í landinu. Aumingja konan að vera svona veruleikafirrt.
Halla Rut , 26.11.2008 kl. 16:25
Þessi kemur frá almenningi: Við erum þjóðin.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:46
Og þessi frá stjórnarráðinu:
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:47
Og Geir kallar þær þjóðir, er kúguðu okkur og brugðust á ögurstundu, okkar miklu vina þjóðir í gríð og erg. En eins og ég segi þá hefur ekkert farið eins í mig eins og þegar Ingibjörg Sólrún sagði að borgarafundurinn talaði ekki fyrir fólkið í landinu. Hvað heldur hún eiginlega að fólkið í landinu hafi annað að segja. Heldur hún virkilega að þetta fólk sem þarna var endurspegli ekki OKKUR?
Halla Rut , 26.11.2008 kl. 18:14
Öll þessi ummæli eru uppfull að hroka, eitt er að biðja þjóðina að fá að tala til hendinni, og/eða biðjast afsökunar að svona hefði farið.
Ráðamenn hafa tekið þann kost að fara gegn þeim sem ekki mæra þau með frekjugangi og hroka.
Ég tek undir með Einar Má! Ég hef aldrei ætlast til neins af Sjálfstæðisflokki,hann er og verður auðmannaflokkur, en ég get ekki sætt mig við að formaður jafnaðarmannaflokks, komi svona fram eins og mér finnst hún hafa gert við fólkið í landinu.
Rannveig H, 27.11.2008 kl. 08:38
"Þetta var viðskiptahugmynd ársins" forstjóri FME í kastljósi
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 20:34
"eftur á að hyggja" forstjóri FME
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.