Ný ríkisstjórn hér. Gerið svo vel.

Er mér að verða að ósk minni, Vantraust á ríkisstjórn. Ég varla þori að trúa. Hér er uppkast af minni óska þjóðstjórn. Hvað með ykkur eigið þið óskastjórn?

Heilbrigðisráðherra Hulda Guðmundsdóttir.Forstjóri Háskólasjúkrahús.

Landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra Guðrún Pétursdóttir. Fyrrum forsetaframbjóðandi.

Menntamálaráðherra.Jón Torfi Jónasson Prófessor HI

Iðnaðar og umhverfismálaráðherra Guðmundur Gunnarsson.Formaður rafiðnaðarsambandsins.

Félagsmálaráðherra Margrét Pála Ólafsdóttir. Fóstra og höfundur Hjallastefnunnar.

Dóms og kirkjumálaráðherra Björk Thorarensen. Prófessor í lögfræði.

Samgöngumálaráðherra vil ég sameina öðru ráðuneyti veit bara ekki hverju. (erum að spara)

Viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon dósent í hagfræði.

Fjármálaráðherra Þorvaldur Gylfason. Prófessor í hagfræði.

Forsætisráðherra. Páll Skúlason. Fyrrverandi rektor og heimspekingur. Er samt ekki örugg.

Svo vantar mig utanríkisráðherra sem þarf samt að vera að hálfu innanríkisráðherra.

Komið með tillögur.

 


mbl.is Undirbúa vantrauststillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Jóhanna má vera áfram félagsmálaráðherra.

Heidi Strand, 21.11.2008 kl. 11:20

2 identicon

Sæl Rannveig.

Já, hún er ekki alveg mönnuð þessi,

kem með betrumbætta einhvern tíman á eftir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Rannveig H

Heidi: Ég vil líka hafa Jóhönnu en þetta er þjóðstjórn en ekki pólitísk svo það er ekki hægt að taka einn ráðherra úr  Anna Pála væri örugglega frábær í þetta hún hefur allt til að skipuleggja félagsmálin.

Þói gott! Gaman að fá tillögur.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Viðskiptaráðherraembættið á að sameina fjármálaráðherraembættinu og Þorvaldur Gylfason stjórnar því.  Gylfi Magnússon sem seðlabankastjóra, samt finnst mér spurning hvort það ætti að víxla þessum mönnum og Þorvaldur Gylfason verði seðlabankastjóri.  Dóms og kirkjumálaráðherra má skera niður og hafa bara Dómsmálaráðherra og aðskilja kirkjuna frá ríkinu. Jóhanna áfram sem Félagsmálaráðherra, Samgöngumálaráðherra sameinað iðnaðar og umhverfismálaráðherra og Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnaðarsambandsins stjórnar því.

Sævar Einarsson, 21.11.2008 kl. 11:55

5 Smámynd: Rannveig H

Sæfarinn: Gylfi vill ekki fjármálaráðherrann hann er hér hjá mér í þessum skrifuðu orðum Ég er sammála með kirkju g ríki ætla að skrifa færslu um það.

Jóhanna verður að vera úti ef þetta á að vera þjóðstjórn.En hvernig lýst þér á Þórólf Árnason í forsætisráðherrann.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 12:26

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Hmmm ertu að tala um Þórólf Árnason son séra Árna Pálssonar og Rósu ?

Sævar Einarsson, 21.11.2008 kl. 12:47

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þetta er mergjað lið. Er þó ekki alveg að kaupa Möggu Pálu.

hilmar jónsson, 21.11.2008 kl. 12:47

8 Smámynd: Rannveig H

Snjólfur :Hver á að vera í félagsmálum hvernig lýst þér á varaformann ASI ég man ekki hvað hún heitir.

Sæfarinn: Ég er að meina Þórólf fyrrverandi borgarstjóra einn að örfáum sem hefur axlað ábyrgð.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 12:53

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nei  kaupi ekki heldur Möggu Pálu.

ég vil Harald veðurfræðing sem menntamálaráðherra!

Stefán Ólafsson sem félagsmálráðherra.

Legg svo höfuðið í bleyti.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 12:54

10 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Góð Rannveig.

Mér líst vel á Þórólf, er hann ekki hin vænsti og umfram allt talin heiðarlegur maður.

Þetta fer jafnvel alveg að skella á.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.11.2008 kl. 12:55

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rannveig hópurinn er of einsleitur. Þarna eru of margir prófessorar. Það má líka ekki alveg tæma háskólann. Get bara sagt þetta svona almennt því hver og einn þessara einstaklinga er gull að manni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 12:57

12 identicon

Heyrðu þetta steinliggur! Hvenær verður kosið. Og ég meina þetta. Er búin að hlakka lengi til þess að Hulda Guðmundsdóttir kæmi til starfa hef fulla trú á að hún gerir fyrir okkur góða hluti.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:59

13 Smámynd: Sævar Einarsson

Þá erum við að tala um sama manninn Forsætisráðherra þarf að uppfylla ýmis skilyrði að mínu mati, eins og hafa lært almenna samfélagsfræði með grunnþekkingu á tölfræði, hagfræði og lögfræði, og ekki væri verra að viðkomandi sé menntaður stjórnmála og stjórnunarfræðingur og hafi sérfræðiþekkingu á sviði stjórnunar í mannlegum samskiptum.

Sævar Einarsson, 21.11.2008 kl. 13:02

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Og þó ég sé fyrrum sjómaður heiti ég Sævar, ekki Sæfar !

Sævar Einarsson, 21.11.2008 kl. 13:03

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, það er til hellingur af vel menntuðu fólki, að taka frá 5 - 10 þaðan tæmir vonandi ekki háskólann !

Sævar Einarsson, 21.11.2008 kl. 13:05

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert með eintóma kvótasinna sem ráðherra Úff!!!

Ertu ekki með pláss fyrir Hannes Hólmstein í sjávarútvegsráðuneytinu, til aðstoðar Guðrúnu? Hann er búinn að ferðast um allan heim að  kynna besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi.

Mér líst alveg hörmulega á þennan lista.

Sigurður Þórðarson, 21.11.2008 kl. 13:06

17 Smámynd: Sævar Einarsson

LOL

Hannes Hólmstein í sjávarútvegsráðuneytið ?, frá hvaða stjörnukerfi kemur þú Sigurður Þórðarson ?

Sævar Einarsson, 21.11.2008 kl. 13:08

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með Hólmdísi - (ekkert nýtt í því).  Magga Pála, þótt góð sé, er of höll undir einkaframtakið til að funkera sem félagsmálaráðherra og Stefán Ólafsson er rétti maðurinn í það ráðuneyti.

Annars eru margar af þínum tillögum góðar og ég get vel fallist á mannvalið að mestu leyti....þ.e. fagfólk í ráðuneytin.  Utanríkisráðherra mætti koma úr ferðamanna "iðnaðinum" og Lára Hanna væri þar góður kostur.

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:23

19 Smámynd: Rannveig H

Siggi þarna fórstu alveg með það,hver á að fara í sjávarútvegsmálinn.Það má ekki vera neinn merktur pólitík.

Hólmfríður: Við verðum að fara eftir jafnræðisreglunni það verður að vera helmingur konur.

Jakobína: Þetta á bara að vera fagleg stjórn þangað til við höfum efni á pólitík. En það verður að viðurkennast að þetta er kannski full akademískt.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 13:31

20 Smámynd: Rannveig H

Sigrún: Ég kem ekki fyrir mig hver Stefán Ólafsson er  Auðvita Lára Hanna og setjum umhverfismálin í hennar hendur líka.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 13:34

21 Smámynd: Rannveig H

Guðrún: Mikið verð ég feginn þegar þessi óstjórn fer, svo verðum við að finna Seðlabankastjóra og þá er fyrst  hægt að fara í björgunaraðgerðir.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 13:36

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég mæli með Jóni Kristjánssyni fiskifræðing hann reddaði Færeyjum í bankakreppunni og fiskileysinu og afnam kvótakerfið.

Núna eru Færeyingar aflögufærir.

Af hverju ekki að reyna eitthvað nýtt, sem það að auki hefur gefist vel annarstaðar.

Sigurður Þórðarson, 21.11.2008 kl. 13:36

23 Smámynd: Rannveig H

Hallgerður við skipum þessa stjórn .

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 13:39

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

ps. annars er þetta góð hugmynd Rannveig að setja utaþingsstjórn, það getur ekki versnað miðað við þá skussa sem sitja núna. Ég las ekki alla færsluna.

Sigurður Þórðarson, 21.11.2008 kl. 13:39

25 Smámynd: Rannveig H

Siggi: Jón er góður en er hann ekki í pólitík? Ef ekki þá tökum við hann sammála þér.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 13:40

26 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Stefán Ólafsson er proffi við HÍ í félagsvísindum.  Hann er sá einstaklingur, sem hamrað hefur hvað mest á því að við þurfum opinberan, viðurkenndan framfærslugrunn!

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:44

27 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Margrét Pála á auðvitað að fara í Menntamálin. Annars er ég sammála að því að það má ekki tæma háskólana. 

Ég sé að sumir vilja halda Jóhönnu áfram. Þeim bendi ég á "hjálparpakkann" sem hún er nýkomin með.  

Þóra Guðmundsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:50

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nei, Jón er ekki í pólitík, þó hann kjósi F, en mig grunar að bæði Björk (D) og Þorvaldur (S) séu eitthvað í pólitík án þess að ég viti það.

 (Björk var fyrir ríkið á móti Lúðvík Kaaber fyrir Mannréttindanefndinni)

Svo við myndum frekar velja mannréttindasinna.

Sigurður Þórðarson, 21.11.2008 kl. 13:50

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Jakobínu

Sigurður Þórðarson, 21.11.2008 kl. 13:52

30 Smámynd: Rannveig H

Björgk er mannréttindasinni Siggi hún er ekki skráð í flokk og hún var skipuð af ríki til varnar.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 13:56

31 Smámynd: Rannveig H

Sigrún Um leið og þú skrifar þetta þá kviknaði á perunni hjá mér. Þegar ég var að hugsa um Margréti Pálu var ég með í huga það útpælda skipulag sem hún býr yfir og röggsemi . En ég er sátt við Stefán Ólafsson.

Þóra: Jamm ég er fullgráðug hér ,Tek ekki meir úr skólanum

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 14:03

32 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér líst vel á Huldu sem heilbrigðisráðherra. Láru Hönnu sem umhverfisráðherra.  Líst held ég vel á þennan Jón fiskifræðing sem hjálpaði Færeyingum upp úr kreppunni.

Aðskiljum svo ríki og kirkju og spörum helling.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 14:29

33 Smámynd: Rannveig H

Hólmdís Gerum Hönnu Láru að samgöngu og umhverfisráðherra.

Ég ætla að gera færslu um hvað við getum sparað á aðskilnaði ríkis og kirkju og hvað kirkjan er að gera fyrir fólkið í kreppu. Ég sé ekkert frá þeim.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 14:39

34 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svona stjórn er fyrst og fremst starfsstjórn. Hún á að vera til þess fallinn að glíma við vandamál dagsins. Þegar búið er að kjósa kemur að varanlegri stefnumörkun. Sennilega er því mikilvægt að fá fólk með góða málefnaþekkingu í hvert sæti og auðvitað helminginn konur!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 14:52

35 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gott mál

Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 14:52

36 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já gott hjá þér þetta með kirkjuna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 14:53

37 Smámynd: Rannveig H

Jakobína: Ég hafði það einmitt í huga að þetta yrði starfsstjórn og leit til míns nánasta umhverfis. Hefði til dæmis sett þig á ráðherralistann nema að ég vonast til að þú farir í pólitík fyrir næstu kosningar.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 15:08

38 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta með málefnaþekkingu átti að vera meðmæli með listanum þínum Veit ekki hvernig mínir eiginleikar myndu rekast í pólitík. Er ekki mikil rolla og dáist alltaf að sjálfstæðri hugsun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 15:15

39 identicon

Líst vel á þessar hugmyndir, einmitt í grundvallaratriðum það sem ég var búinn að óska þess að tæki við.

Er samt með eina tillögu:  ég legg til að orðið "ráðherra" verði lagt af, það er búið að draga þetta orð algjörlega niður í drulluna, nú vil ég stokka algjörlega upp, líka breyta hugtökum.

Enginn treystir lengur ráðherra....

Mundi (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 15:19

40 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisverður listi, Rannveig, en ég hef þó ýmislegt við hann að athuga

Aðallega þó vegna stöðnunarlögmálsins;  að "stöðuhækka" fólk vegna þess að það stendur sig frábærlega á sínu sérsviði þar til það lendir í hlutverki sem það ræður ekki við.   Hrædd um að Guðmundur rafiðnaðar falli í þann hóp, mögulega fleiri. 
Líka vegna þess ekki eru allir vinir í akademíunni og alveg óvíst hvort allir þessir háskólaprófessorar geta yfir höfuð unnið saman.  Auk þess ef til vill of mikil teoría?

Mér líst vel á Þórólf Árnason í forsætið, þennan Jón í land-og-sjó, Björk í dóms, Pál Skúlason í utanríkis (þar yrði heimspekingur í essinu sínu), M.Pálu í félags, en get ekki dæmt um hina. 

Þér hefur ekki dottið í hug fjármálaráðherrann fyrir sjálfa þig?  Það vilja margir meina að hin hagsýna húsmóðir eigi meira erindi í það embætti en dýralæknar...

Kolbrún Hilmars, 21.11.2008 kl. 15:40

41 Smámynd: Rannveig H

Jakobína við stokkum hann lítillega upp þennan lista

Mundi:Stjórnmálin hafa sett niður,og við erum að uppkvöta að við búum í spilltasta landi í heimi. Ég veit ekki hvort það breytir að leggja ráðherraheitið niður en hugarfarsbreytingin verður að vera.

Ég var að tala við mikinn sjálfstæðismann rétt í þessu,og auðvita urðum við ekki sammála en trúboðið var svo mikið hjá honum að í restina sagði hann þó að ég væri sammála þér myndi ég aldrei viðurkenna það. Ég ætla sko ekki að fara tala minn flokk niður í þessum erfiðleikum. Ég sit hér gáttuð er hægt að vera svona flokkshollur ?

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 16:18

42 Smámynd: Rannveig H

Kolla mín ég sem rétt næ utan um mín eigin fjármál. Góð hugmynd með Pál í utanríkismálin. veit að þessir menn úr akademiunni geta unnið saman. Ég leifði Gylfa Magnússyni að ráða   En það hafa komið fram frábær nöfn,verð að skoða það og breyta kannski einhvað.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 16:29

43 Smámynd: Rannveig H

Búkolla Er Stefán Haukur sendiherra núna?

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 16:30

44 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef ég fengi að vera einræðisherra myndi ég bara kollvarpa kerfinu. Reyna fá með mér klára einstaklinga sem gætu hjálpað mér að hugsa upp kerfi sem héldi auðvaldinu utan við stjórnmáli.

Rannveig getur þú ekki bætt mér á listann sem einræðisráðherra?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 16:35

45 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sting upp á sjálfum mér í utanríkisráðuneytið, enda tala ég ensku vel og líka norðurlandamálin.. ég uni mér líka betur á erlendri grundu og þykir sopinn góður af og til í góðra vina hópi :)

Óskar Þorkelsson, 21.11.2008 kl. 16:43

46 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

En Lilja Mósesdóttir?

Svo er ég hrifin af málflutingi Gunnlaugs Sigmundssonar skipulagsfræðings...var reyndar búin að hugsa mér hann í borgamálin.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 16:47

47 Smámynd: Rannveig H

Jakobína ekki málið en getur þú ráðið mig sem ráðuneytisstjóra. Spilling.

Skari:Mér sýnist að þú smellpassir í sendiherrastöðu

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 16:51

48 Smámynd: Rannveig H

Lilja fer í fjármálin og Þorvaldur í Seðlabankann en samt ekki sem seðlabankastjóri. Gunnlaugur er sérfræðingur í  í borgum eigum við ekki að geima hann til borgarmálanna Dísin mín. ,ætlum við verðum ekki að taka þau að okkur líka.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 17:02

49 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég býð mig fram sem ráðherra án ráðuneytis. Það hefur gerst áður. Ástæðan er  sú að ég vil ná mér í góð  eftirlaunaréttindi auk þess sem mér þykir yfirleitt bölvað að þurfa að vinna. Mæli með Ólafi Stefánssyni handboltakappa í utanríkisráðuneytið,verður ekki lengi að rugla liðið upp úr skónum og Jesú Kristi í sjávarútvegsráðuneytið. hann gat mettað 5000 með tveimur fiskum svo hann ætti að geta gert eitthvað við 130.000 tonn.

Víðir Benediktsson, 21.11.2008 kl. 17:04

50 Smámynd: Rannveig H

Hippó þetta á að vera fagleg starfsstjórn sem ég þarf samt að breyta lítillega.Burt með alla pólitík í hálft til eitt ár við höfum ekki efni á henni akkúrat núna.

Víðir:  Þú ert spilltur  hugsar eins og hitt liðið. Það hefði verið gott að senda Ólaf á Bretana þeir hefðu gefið okkur upp alla skuld og jafnvel borgað með.

 Jón Kristjánsson fær Jesús sem aðstoðarmann og við verðum farin að lána IMF eftir ár.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 17:19

51 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Smá hártoganir af minni hálfu: þetta myndi kallast utanþingsstjórn en ekki þjóðstjórn. En það er aukaatriði. Ég hef heyrt skemmtilega tillögu um að forsætisráðherra yrði kosinn sérkosningu og hann veldi sitt ráðuneyti úr hópi hæfustu manna sem þyrftu ekki endilega að vera þingmenn. Mig minnir að þessi hugmynd, sem minnir um margt á aðferð Bandaríkjamanna við að velja sér ríkisstjórn, komi frá Vilmundi heitnum Gylfasyni. Landið yrði að verða eitt kjördæmi og fólk ætti að fá að kjósa manneskjur, einstaklinga en ekki flokka. Það er löngu kominn tími á endrreisn lýðræðis og brottfall ráðherraræðis á Íslandi!

Markús frá Djúpalæk, 21.11.2008 kl. 17:51

52 Smámynd: Yngvi Högnason

Rannveig,ég held að ég fari bara á fund.

Yngvi Högnason, 21.11.2008 kl. 18:53

53 Smámynd: Skattborgari

Það sem við þurfum er fólk sem kemur víða að úr þjóðfélaginu og að allir séu fullkomlega hæfir og vinni við sitt sérsvið og alls ekki pólitíkusa nema Jóhönnu en hún kemur ekki til greina af því að hún er pólitíkus.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 21.11.2008 kl. 19:08

54 Smámynd: Rannveig H

Markús: Utanþingssjórn  skal hún heita . Hvar er hægt að nálgast þessar tilögur Vilmundar,ég var einmitt að hafa það á orði í fyrra bloggi mínu að við ættum að dusta rykið af þeim til að skoða hvort ekki mætti nýta einkvað til að koma í veg fyrir þessa gengdalausu spillingu. En Markús þessi hugmynd sem þú setur fram er þarf að ræðast. Er ekki málið að kalla einhvern Þátt hjá þér og viðra þetta?

Yngvi: Hélt að það væri bara á laugardögum sem þú færir, en við þurfum að fara að hittast.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 20:27

55 Smámynd: Rannveig H

Skatti mér brá þegar ég sá myndina, ég þarf að endurskoða þennan ráðherralista á eftir.

Búkolla: Gott þetta með Hannes.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 20:30

56 Smámynd: Skattborgari

Rannveig H Þessi listi er góður staður til að byrja á.

Ekki er ég hissa á því að þér hafi brugðið við að sjá þessa mynd.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 21.11.2008 kl. 20:56

57 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bæði Víðir sjóari og Gunnlaugur S. eru nú gegnheilir B menn. Þú ert annars með marga úr háskólanum Rannveig. En talandi um Vilmund heitin og bandalag Jafnaðarmanna, þá var nú maður hér nefndur til hugsanlegs ráðherraembættis, einmitt framarlega, Stefán Ólafsson prófessor!Með vilmundi fóru svo inn á þing minnir mig m.a. Guðmundur Einarsson, Kolbrún Jónsdóttir og Kristín Kvaran. Þetta sem Markús nefndi voru jú einhverjar af hugmyndum Vilmundar (sem vel að merkja og ef einhverjir skildu ekki vita,af yngra fólkinu allavega, var einmitt bróðir Þorvalds sem hér er nefndur til sögu og þeir synir Gylfa Þorsteinssonar Gíslasonar, fv. ráðherra, tónska´lds og fræðimanns!) og BJ og ég kynntist nú vel í gegnum einn minn besta vin er var virkur í flokknum á sínum tíma.Á stefnuskrána alla einhvers staðar, en veit ekki hvar í geymslu hún leynist, Rannveig mín!

Hef annars engar sérstakar hugmyndir um fulltrúa í stjórnina þína, nema hvað henni til ráðgjafar væriu menn á borð við Jón Orm Halldórsson og Helga Jóhannson mjög heppiilegir. Þeir báðir mjög reynslumiklir á sviði alþjóða- og ferðamála, sem án efa mun skipta okkur gríðarmiklu máli í endurreisn efnahagsins meðal annars.

Svo gæti ég nefnt fullt af konum í þessum efnum líka og sem gætu jú komið inn í þessa stjórn, nafn Höllu tómasdóttur t.d. sem mikið hefur verið hampað reyndar að undanförnu og ekki að ósekju, því sjóðurinn sem hún er stjórnarmaður í, Auður Capital, er einn fárra sem rekin hefur verið nep afburða hagsýni og skynsemi og engu tapað skilst manni í ólgusjónum sem gengið hefur yfir. Bryndís torfadóttir framkvæmdastjóri SAS á Íslandi er önnur afburðakona sem ég get svo nefnt líka, hefur gríðarlega góða og mikla reynslu af margvíslegum malefnum, m.a. ferða- og viðskiptatengdum!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.11.2008 kl. 22:04

58 Smámynd: Rannveig H

Magnús: Ertu ekki að grínast með hann Víðir,hann er þá fyrsti Framsóknamaðurinn sem mér finnst skemmtilegur. Magnús ég veit að ég er með of mikið af HÍ fólki en ég þekkti best þar til og vildi setja faglega stjórn.En þú kemur með fullt að góðum nöfnum, svo ég ætla að endurskoða þennan lista. Ég hef mikinn áhuga að sjá þessa tillögu frá Vilmundi. Mér finnst skrítið af því að þessi flokksbákn og klíkur eru gamalkunn vandamál hjá okkur hvað lítið hefur verið gert í því að breyta til batnaðar.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 22:40

59 Smámynd: Rannveig H

I Skúlason. Aðrir sokkar sama táfýlan

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 22:43

60 Smámynd: Skattborgari

Ég held að það væri gott að fá inn eitthvað af fólki sem hefur aldrei stigið fæti í Háskóla til að fá inn aðra reynslu því að því breiðari sem hópurinn er því betri.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 21.11.2008 kl. 22:46

61 Smámynd: Jens Guð

  Hér er fjörið!  Ég kannast einungis við 4 af þeim nöfnum sem nefnd eru í færslunni.  En það er ekkert að marka.  Ég kannast við svo fátt fólk.  Eflaust flest af þessu fólki prýðisfólk - nema ef rétt er að einhverjir séu framsóknarmenn.

Jens Guð, 21.11.2008 kl. 23:05

62 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já Jens, það er líf og fjör hjá vinkonu okkar.

Sigurður Þórðarson, 21.11.2008 kl. 23:42

63 Smámynd: Rannveig H

Jens: Engir Framsóknamenn en Siggi vinur minn fékk áfall þegar hann sá sjávarútvegsráðherrann minn, talaði um að ekkert gæti toppað það nema fá Hannes Hólmstein fyrir aðstoðarmann hennar.

Jón Kristjánsson fær embættið svo á ég eftir að breyta öðru. Magnús Geir kom með flott nöfn og aðrir líka.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 23:55

64 identicon

SEgi nú ekki að of margir séu úr H.Í, bara að þú teldir fram eftirtektarvert marga þaðan og hið ágætasta fólk hygg ég! Víðir á jú rætur í Framsókn, en í bæjarpólitíkinni hérna fylgdi hann gömlum vini og félaga Oddi skó, Oddi Helga Halldórssyni, í hið ágæta sérframboð, Lista fólksins, árið 1998! Fyrir sl. ingkosningar brá hins vegar svo við, að Víðir var snúin aftur og ætlaði sér stóra hluti, stefndi á ekkert minna en 2-5 sæti á lista flokksins í NA-jördæmi, sem hefði þýtt varaþingsæti hið minnsta!En kappin hafði ekki erindi sem erfiði. Hef aftur á móti ekkert slæmt um hann að segja persónulega, enda þekki ég ahnn ekki þó ég viti sitthvað um hann og hann verið á sjó með allavega einum bróður mínum. Eitt get ég þó lastað hann fyrir, að halda með leiðinlegu ensku fótboltaliði, en það er nú önnur saga! En Rannveig mín, oft er þörf, en nú er nauðsyn, þröngva Jens karlinum beinlínis í góðan og næringarríkan málsverð til þín og hressa þannig upp á "minniskubbana" í honum!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 02:08

65 Smámynd: Rannveig H

I Skúlason.

Magnús: Ég verð að fara manna mig upp í að elda Framsóknarkjötsúpu og bjóða honum Jens Guð í hana.

Rannveig H, 22.11.2008 kl. 23:46

66 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, gerðu það alveg endilega og hlustaðu ekki á neinar mótbárur ef hann segist ekki geta komið eða eitthvað, bara feimni eða leti þá í spilinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 00:35

67 Smámynd: Húmoristaflokkurinn

Það er nú algjört lágmark að fá einn fulltrúa úr húmoristaflokknum

Húmoristaflokkurinn, 23.11.2008 kl. 11:12

68 Smámynd: Rannveig H

Fólk með óskaddaðan húmor í dag ætti að hafa tvöfalt vægi

Rannveig H, 23.11.2008 kl. 11:30

69 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fádæma afleitt val í stól félagsmálaráðherra. Þangað á enginn hægri sinnaður einkavæðingarsinni að fara, hvað þá að koma í stað Jóhönnu Sigurðardóttur. Að láta sér detta þetta í hug!!

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 19:43

70 Smámynd: Rannveig H

Friðrik: Ég veit að erfitt er að fá einhvern í stað Jóhönnu . Þar sem ég hélt mér of mikið við akademíuna var þetta tilraun hjá mér að setja Margréti Pálu þarna . Ég er á því að Stefán Ólafson eigi að taka félagsmálin. Ég á eftir að uppfæra þessa stjórn og komdu endilega með tillögur

Rannveig H, 23.11.2008 kl. 20:06

71 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Margrét Pála hægrisinnuð ?? Þótt hún sé í einkarekstri þá þýðir það ekki sjálfkrafa að hún sé hægrisinnuð.. annars mundi ég styðja hana í ríkisstjórn hvort sem er.. því hún er frábær.

Óskar Þorkelsson, 23.11.2008 kl. 20:42

72 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gott framtak að taka til við að skipa nýja ríkisstjórn og mátti ekki seinna vera. Mér líst heldur vel á margar þessar uppástungur og styð Jón Kristjánsson í sjávarútvegsráðherrann. Má ég svo minna á Katrínu Fjeldsted sem sjálfsagðan valkost í ráðherraembætti. Katrín býr að góðri pólitískri reynslu og hefur það sér til ágætis meðal annars að hafa verið sett út í kuldann af eigin flokki vegna sjálfstæðra skoðana.

Árni Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 08:40

73 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þar kom góð uppástunga um heilbrigðisráðherrann þinn, Rannveig,  Katrín Fjeldsted!

Kolbrún Hilmars, 24.11.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband