Ég fagna þessari tillögu.

Jón Magnússon, Guðjón Arnar og Grétar Mar úr Frjálslyndaflokknum leggja fram tillögu um að tengja okkur við norsku krónuna.

Við hljótum að eiga það inni hjá stjórnvöldum að þeir leiti allra leiða til að tengja okkur við aðra mynt. Flest allir hagfræðingar seigja þessa tilraunir að setja krónuna á flot sé happadrætti, og ekki megum við við meiri áföllum.

Ég held að það sé rétt munað að Þórólfur Matthíasson Prófessor hafi bent á að norska krónan væri góður kostur Noregur gott bakland fyrir utan að þeir hafa reynst okkur hvað best ásamt Færeyingum.


mbl.is Vilja tengja íslensku krónuna við þá norsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rannveig.

Ef aðstæðna vegna þetta er hægt

og Norðmenn tilbúnir,

þá er það vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

 Noregur gott bakland fyrir utan að þeir hafa reynst okkur hvað vel ásamt Færeyingum.Ekkert vesen inn með krónuna aftur þó svo hún sé innflutt.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 27.11.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: Skattborgari

Mér finnst þetta góð hugmynd því að það sem heimilin og fyrirtækin þurfa er stöðuleiki.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 27.11.2008 kl. 09:20

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

líst vel á þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 10:49

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ánægð með þetta framtak og líka ánægð með að menn skuli vera að gera eitthvað í þinginu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 13:05

6 Smámynd: Rannveig H

Ríkisstjórnin sýnir stjórnarandstöðu yfirleitt svo fádæma lítilsvirðingu (eins og fólkinu í landinu) að hún varla les yfir tillögur, Það er bara nei og stundum án rökstuðnings. Ég er ekki bjartsýn. En ég tek viljann fyrir verkið svo sannarlega.

Rannveig H, 27.11.2008 kl. 13:49

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Þjóð sem borgar hæðstu vexti í heimi.Þjóð sem verður að hafa verðtryggð lán.Þjóð sem ekki treyst til að borga sínar skuldir. Þjóð sem allir vissu að krónan var ekki tryggÞjóð sem varð að láta vini og ættingja   skrifa upp á  lán til að tryggja að bankinn fengi sitt.Þjóð sem hefur bankaleynd.Þjóð sem er í greypum bankanna.Þjóð sem á ekkert heimili lengur því það eiga bankarnir. Þjóð sem  báðir foreldrar vinna úti til að ná endum saman. þjóð sem hefur unnið hvað lengstan vinnudag.Þjóð sem á ónýtan gjaldmiðill eða ofnýttan .Þjóð sem afnam verðtryggingu launa með einu pennastriki.Þjóð sem gat ekki  lifað á dagvinnu einni saman.Þjóð sem er svo lítill að hún verður að hafa sendiráð út um allan heim.Þjóð sem embætti bruðlar með peninga þjóðarinnar.Þjóð sem gaf nokkrum útvöldum kvótann.Þjóð sem má þola vinavæðingu.Þjóð sem verður að hafa háskóla út um allar sveitir.Þjóð sem getur ekki nýtt sér sína menntunnar vegna vinarvæðingu.Þjóð sem gat ekki fengið fyrirgreiðslu nema að þekkja mann í einhverju embætti. Þjóð sem er hunsuð þegar ráðamenn eru spurðir. Þjóð sem miljónir hverfa og þú kæra þjóð borgar.Þjóð sem torfbæjar löginn eru enn í gildi.Þjóð  sem hefur alla þessa þingmenn. Góðærið er búið hjá stjórnmálamönnum. En nú stöndum við upp og viljum  uppgjör. 

Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.11.2008 kl. 03:59

8 identicon

Þakka þér fyrir þetta gómsæta copypasta Anna Ragna, það var mjög málefnalegt og gómsætt.

Davíð Breki (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:13

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki sammála.  Tenging við aðra mynt kemur ekki til greina fyrr en krónan hefur hefur hækkað aftur og ef ekki tekst að hífa hana upp þá erum við endanlega "farin í vaskinn".  Svo okkur er eins gott að standa saman um að styðja við krónuræfilinn okkar!

Kolbrún Hilmars, 28.11.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband