Rannveig spyr, Jens Guð svarar

  Þetta er nýtt form á blogginu.  Ég varpa fram spurningu og Jens Guð svarar.  Á morgun varpar hann fram spurningu til mín á sínu bloggi,  www.jensgud.blog.is,  og ég svara í sömu bloggfærslu.

  Spurningin til Jens er þessi: 

  ISG var að að skera niður útgjöld um 20%.  Finnst þér að hún hefði getað gert betur og ef svo er í hverju helst?  Bendi á að mest af þessum sparnaði var ekki komið til framkvæmda heldur var á fjárlögum næsta árs. Einnig skipaði ISG samstarfskonu sína til margra ára sendiherra í dag.

  Jens svarar: 

  Ég hef aldrei verið sérlegur aðdáandi ISG.  Þó hélt ég hana vera mun merkilegri pólitíkus en stutt vera hennar í starfi utanríkisráðherra hefur leitt í ljós.  Hún hefur valið sér hlutverk þess sem bugtar sig og beygir og gengur með betlistaf á milli þjóða að snapa atkvæði fyrir vonlausa baráttu fyrir sæti í Öryggisráði SÞ.  Svo bláeyg og ólæs á diplómatísk samskipti að hún hélt sig vera með sætið nokkuð víst í hendi og gífurleg afföll loforða komu henni í opna skjöldu.  Hlutverk Íslands í þetta vonlausa sæti var aldrei skilgreint.  Þetta var löngun í sæti án markmiðs og gerði Ísland bara kjánalegt.  Hvort að kosningabaráttan kostaði mörg hundruð milljónir eða yfir 1000 milljónir er ekki heila málið.  Góð landkynning er afsökunin í dag.  Það var þá landkynning!

  Niðurskurður á útgjöldum utanríkisráðuneytisins eru lítið meira en sýndarmennska.  Þar þarf róttækan niðurskurð.  Það er algjörlega ástæðulaust að halda úti öllum þessa fjölda sendiráða þvers og kruss um heiminn.  Það er bara flottræfilsháttur.  Tölvusamskipti á milli landa og heimsálfa eru orðin svo einföld og auðveld í dag að hlutverk sendiráða eru að mestu óþörf.  Ekki síst þegar horft er til þess gífurlega fjármagns sem þau soga í sig í formi húsnæðiskostnaðar,  launakostnaðar og þess sem íslensk sendiráð snúast um í dag:  Kokkteilboð í útlöndum fyrir íslenska embættismenn og einskonar félagsmiðstöðvar fyrir afdankaða stjórnmálamenn.

  Fátt jákvætt get ég sagt um Valgerði Sverrisdóttur.  Hún má þó eiga það að hafa staðið gegn öflugum þrýstingi um að fjölga íslenskum sendiherrum.  Það eru vonbrigði að ISG skuli nú bæta í sendiherrastóðið með því að "aðla" vinkonu sína í þannig embætti.  Svei!

  Ég verð að bæta við að ISG er á jaðri þess að fremja landráð með því að fá Breta nú til landrýmiseftirlits í landhelgi þjóðar sem þeir hafa skilgreint sem óvinveitta hryðjuverkaþjóð.  Með tilheyrandi kostnaði og ölmusubeiðni um að Bretar taki þátt í þeim kostnaði.  Svei!    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hún hefur ekkert skorið niður annað en fyrirhugaða aukningu.

En mikið svakalega er hún aum sjáðu bloggið mitt.

Sigurður Þórðarson, 12.11.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Það er svo sem fáu við þetta að bæta annað en þetta er þó skref í rétta átt hjá ISG.  Hvað veldur svo þessari hugarfarsbreytingu hjá frúnni, ef þetta er afleiðing þess að eitthvað var fjarlægt úr kollinum á henni blessaðri, þá hafa þeir ekki tekið nóg. hehe

Róbert Tómasson, 12.11.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Skattborgari

Gott svar og skemmtileg grein. Ég hef ekki mikla trú á henni ISG og tel hana vera manneskju sem hugsa númer eitt um sjálfa sig og tel að það komi alltaf betur og betur í ljós.

Það er alveg hárétt með að sendiráðin séu óþörf. Af hverju eru sendiherrarnir ekki búnir að vera að vinna í því að afla þjóðinni stuðnings og skrifa greinar um allt til að afla okkur stuðnings?

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 12.11.2008 kl. 23:43

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við verðum allaf að spyrja okkur hvað við erum að fá fyrir þá fjármuni sem að við erum að leggja í starfsemi. Það fór ekkert á milli mála þegar deilan komu upp við Breta að sendiráðið í London var handónýtt. Það að raða afdönkuðum pólitíkusum og handónýtum vildarvinum í störf er hættulegt þjóðinni. Það er betra að vera ekki með þessi embætti en að halda uppi ónýtum embættum því að í því liggur viss blekking. Menn halda að til staðar sé kerfi sem heldur utan um hlutina og sofa því á verðinum.

Þessir tíu milljarðar sem eytt er í utanríkisráðuneytið á ári eru ekki að skila neinu. Þessa fjármuni er verið að taka frá heilbrigðis-, félagsmála- og menntakerfi.

Þessar gríðalegu fjárhæðir sem eru settar í þennan leikaraskap spegla vel virðingarleysi stjórnvalda við almenning.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 23:43

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég óttast mjög að topparnir í Samfylkingunni séu ekki að lesa rétt í stöðuna í samfélaginu og þessar fréttir af blekkingum og ráðningu ISG staðfesta að sá ótti er á rökum reistur.

Sigurjón Þórðarson, 12.11.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Get tekið undir að niðurskurður er nauðsynlegur að líkum í utanríkisþjónustunni, en legg ekki dóm á hversu mikið eða lítið er hér um að ræða, þekki það ekki. Þær persónulegu skoðanir sem hér koma hins vegar fram um ráðherran og gjörðir hennar er ég ekki svo viss um að hún eigi skilið, en hver og einn verður bara að hafa slíkt fyrir sig. VArðandi framboðið til Öryggisráðsins var ég sem þið lítt hrifin, en held samt að of seint hafi verið að nsúa við, við upppskorið miklar óvinsældir og tortryggni ef hætt hefði verið við í miðri baráttunni. Hvernig svo fór þekkjum við og þarf ekki að fjölyrða um.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég verð að segja að niðurskurður upp á 2.3 milljarða er talsvert góður árangur. Hún ætlar að fækka um 6 sendiherra og selja byggingar og ég er sátt við þetta.  En bretunum á hún að hafna.  Svo þarf að skera niður í öðrum ráðuneytum.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.11.2008 kl. 01:01

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég get nú ekki annað en verið sammála Jens.

Haraldur Davíðsson, 13.11.2008 kl. 01:01

9 identicon

Komið þið sæl.

Eitthvað er krankleiki að hrjá mig og ofan á það þá er mér hreinlega illa fökurt af öllum þessum vanmætti stjórnarliðanna.Hvers konar stjórnmálafólki erum við að flagga frammi fyrir alheimi,ég spyr?

Við fáum örugglega meiri og betri snillinga sen eru niður á jörðunni en þetta fók er. Ingibjörg ! það eru fleiri illa veikir en hún og eru í miklu verri stöðu fjárhagslega og félagslega. Hún á að segja af sér,og það strax,að segja það að Bretar ráði hvort þeir komi eða ekki. Og líka þessi stöðuveiting.

 Burt af fróninu okkar og það strax!

Vonandi get ég tjáð mig almennilega um þessi mál á morgunn. Gott í bili.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 04:22

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hef því miður ekki tíma til að taka þátt í neinni umræðu í dag, en tek undir það sem Jakobína segir. Sendiráðið í London var furðulega máttlaust þegar moldviðrið stóð sem hæst.

ISG hefur alltaf virst vera stjórnmálamaður í versta skilningi þess orðs, tækifærissinnuð og í framapoti. Hef ekki kynnt mér niðurskurðinn, en ég gef henni séns á að sanna sig á meðan hún er í stjórn.

Villi Asgeirsson, 13.11.2008 kl. 07:58

11 Smámynd: Rannveig H

'Eg get ekki séð neinn verulegan sparnað seigi eins og Sigurjón þetta eru meira klókindi. Stærstur hluti þessarar upphæðar var fjárlagaukning fyrir næsta ár Það er eins og að ég ákveð að kaupa mér úlpu en hætti svo við og þá er ég búin að spara.

Ég seigi líka eins og vinur utanríkisráðherra Illugi Jökulsson. Við núverandi aðstæður hækkar maður ekki vinkonu sína í tign,launum og / eða hlunnindum.

Rannveig H, 13.11.2008 kl. 08:16

12 Smámynd: Rannveig H

Þegar moldviðrið var sem mest í London voru megnið að starfsliði sendiráðsins að störfum í usa við öryggisframboð og kosningarnar. Svo lítið gagn var af þeim. Það hefði kannski verið ráð fyrir ráðherranna að notast við allt þetta starfslið í London til að koma okkar hlið málsins á framfæri.En í staðin eru ráðamenn þjóðanna að talast við í síma og allt misskilst.

Rannveig H, 13.11.2008 kl. 08:33

13 Smámynd:

Jens Guð svarar vel.

, 13.11.2008 kl. 10:52

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur Jens Guð, og þið eruð sniðug að hitta á svona samvinnufyrirkomulag.  Getur orðið áhugavert að fylgjast með.  Ég er innilega sammála því sem hér hefur komið fram, þvílíkur luðrugangur og rolluháttur, segi nú ekki margt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2008 kl. 11:40

15 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur er með bestu lýsinguna á framgöngu ISG:  "Luðrugangur og rolluháttur".

Jens Guð, 13.11.2008 kl. 14:44

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ætti ég þá að spyrja Sigga Þórðar, hvers vegna borgar sig að gefa konunni rautt eðalginseng?  ..

(sbr. auglýsingar á Útvarpi Sögu)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.11.2008 kl. 17:25

17 Smámynd: Rannveig H

Jóhanna: Ég hef ætlað að spyrja Sigga að þessu lengi og alltaf gleymt.

Siggi afhverju borgar það sig ?

Rannveig H, 13.11.2008 kl. 20:49

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

EZ...

Það borgar Sig. Þórðar.

Steingrímur Helgason, 13.11.2008 kl. 23:07

19 Smámynd: Jens Guð

  Af hverju fáum við ekki Jóhönnu til að taka sæti á framboðslista hjá okkur í borginni?

Jens Guð, 14.11.2008 kl. 00:39

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Þessi ákvörðun var rétt, miðað við aðstæður þegar hún var tekin!" Þetta svar þeirra þjáningarbræðra Davíðs og Halldórs sem þeir kölluðu á hlaupunum eftir að hafa yfirgefið Alþingi með hettuna yfir andlitinu og fórur sínar dinglandi í Bónuspoka verður mér lengi minnisstætt. Ég tel að þotumaraþon IGS hafi verið hárrétt miðað við aðstæður þegar flugið hófst og gef engan afslátt að þeirri skoðun. Og gleymið ekki hversu mikið konan lagði þarna í sölurnar fyrir kynningu á landi og þjóð! Enda man ég ekki betur en að þegar allir voru búnir að jafna sig eftir að hafa séð 17 atkvæði koma upp úr kjörkassanum í stað þeirra 200 sem hún var búin að tryggja þjóð sinni með sexxhundruð faðmlögum á erlendri grund- að þá töldu íhugandi menn í pólitík að þetta hefði nú allt saman verið fyrirhafnarinnar virði og auranna. 

Vegna þeirrar ómetanlegu landkynningar sem þarna hefði verið framin!

Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 00:51

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jens Guð, þakka traustið, en ég segi eins og nafna mín; "Minn tími mun koma" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband