Æskuheimili mitt brann í dag.

Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Ég sit og hugsa, ætlaði að skrifa svo mikið um þetta gamla hús. Hús með sál. Hús sem var einu sinni skóli svo tvíbýli endaði sem einbýli. Húsið er með þeim elstu í Hnífsdal kannski elst.

Húsið sem ég bjó í með foreldrum mínum og systrum.

Ég vona að það verði gert við húsið þó það sé orðið meira en 100 ára.

 

 

hnífsdalur

 


mbl.is Eldur kviknaði út frá rafmagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rannveig mín.

Já,eldurinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Vonandi byggja þeir æskuheimili þitt upp. Það væri gaman fyrir þig.

Farðu vel með þig Rannveig mín.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 03:58

2 identicon

æj það er erfitt að sjá þessa mynd af ,,húsinu mínu", ég  kem alltaf til með að líta á það sem mitt held ég. Það verður fróðlegt að vita hvað verður um húsið. Þetta hús er eitt af elstu húsum í sýslunni, synd ef það verður bara rifið en þetta verður örugglega bara spurning um peninga, hver vill borga viðgerð, býður einhver sig fram

Kveðja Hrefna

Hrefna ,,litla systir" (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 07:18

3 Smámynd: Halla Rut

æj en leiðinlegt.

Þú getur kannski beðið Óla F að hjálpa þér að endurreisa aftur. hahah

Kannski ekki fyndið á slíkri stundu...

Halla Rut , 25.9.2008 kl. 10:19

4 identicon

Já það er erfitt að vita til þess að húsið okkar hafi brunnið, og ekki i fyrsta skiptið. En sem betur fer varð ekki slys á fólki, þó að litlu hafi mátt muna i fyrra skiptið.

Stóra systaaaaaa takk fyrir síðast þó að stutt hafi verið heimsóknin i þetta skipti en við sjáumst fljótlega aftur

Kveðja úr sól og sælu i Danaveldi Brynja

brynja (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:06

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2008 kl. 15:08

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

ÆÆÆ auðvitað fara margar minningar um hungann við slíka frétt.

Þú verður að láta í þér heyra vegna endurbyggingu á húsinu Rannveig.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 26.9.2008 kl. 12:37

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það er alltaf sárt á sjá á eftir æskuheimili sínu. Það sem áður var til er nú orðin minningin ein.Átt þú góða helgi Rannveig mín og verðum í sambandi.

Þín vinkona.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.9.2008 kl. 16:28

8 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Æjjj mikið er leiðinlegt að lesa þetta. Ég ólst að miklu leyti upp hjá ömmu minni í Hlíðunum og þegar hún seldi íbúðina sína fannst mér eins og botninn hefði dottið úr tilveru minni. Þú færð alla mína samúð elsku Rannveig ég veit þetta getur verið mjög tilfinningalegt og erfitt.

Hildur Sif

Hildur Sif Thorarensen, 26.9.2008 kl. 19:18

9 identicon

Tek undir með Höllu. Ertu þú ekki stuðningsmaður Ólafs F. Afhverju réttir þú honum ekki eldspíturnar svo hann geti kveikt almennilega í frjálslyndaflokknum....Ekki margir sem myndu sýta það. En leiðinlegt þetta með æsku húsið.

Baldvin (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 09:58

10 Smámynd: Rannveig H

Hrefna og Brynja systur mínar.Þetta var verulega sárt þarna eigum við svo góðar minningar.

Þakka öllum athugasemdir og innlit kæru bloggvinir.

Rannveig H, 28.9.2008 kl. 19:25

11 Smámynd: Rannveig H

Helgi Helgason.(Baldvin) Ég skil ekki þína athugasemd.en þér til upplýsingar hef ég aldrei stutt Ólaf f.

Rannveig H, 28.9.2008 kl. 19:27

12 Smámynd: Halla Rut

Helgi (Baldvin, samkvæmt IP tölu) þú át bágt.

Halla Rut , 28.9.2008 kl. 22:40

13 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þú átt alla mína samúð. Ég efast ekki um að þetta hefur verið sárt.

Víðir Benediktsson, 28.9.2008 kl. 23:08

14 Smámynd: Jens Guð

  Ég votta samúð.  Æskuheimili mitt brann þegar ég var rúmlega tvítugur.  Það er dapurleg minning.  Í þeim bruna fuðruðu jafnframt upp persónulegir munir á borð við ljósmyndir,  gömul skólaverkefni,  bækur og þess háttar.

Jens Guð, 30.9.2008 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband