Frjálslyndi flokkurinn. Froðusnakk / Ofbeldi.

Ég fór á auglýstan fund hjá Helga Helgasyni formanni Frjálslyndra í Kóp. Bæði vildi ég ræða við hann misskilning okkar á milli og lýsa vanþóknun minni á grein sem hann lét birta í 24 stundum og BB. Þar sem þessi grein var hreint slúður og ómerkileg í allastaði. ('O) Merkileg skrif hjá stjórnmálafræðingi og launuðum starfmanni hjá flokknum. Þar sem Helgi sér um heimasíðu flokksins og birti hluta af þessum ásökunum sínum vil ég lýsa yfir vantrausti mínu á ritnefnd viðkomandi heimasíðu að leifa svona skrif.

Þegar ég kom á þennan fund voru þrír menn fyrir einn fór mjög fljótlega.

Tekið var upp ágætis spjall  þar sem Eiríkur Stefánsson sýndi fram á það í vönduðum pappírum hversu fráleitt valdarán þetta væri sem Helgi skrifaði um. Enn fráleitara er það hjá Kristni að segja þetta aðför að formanninum það dytti mér ekki í hug að halda. En spuninn hjá Kristni er búin að valda misskilningi hjá mörgum ,enda örugglega til þerss ætlaður.

Að áliðnu spjalli kemur miðstjórnarmaður inn á fundinn ekki hafði hann fyrir því að heilsa, heldur hellti hann úr sér orðaflaumi þar sem aðalinnihaldið var andskotans, djöfulsins, heitustu helvítis asnar.  Ég er mörgu vön enda alin upp á bryggjupollanum vestur i Ísafjarðardjúpi, en mér varð orðavant. Eiríkur sem kallar nú ekki allt ömmu sína sagði það sem ég hugsaði. "Ég vona að þú eigir aldrei eftir að hafa einhver völd yfir fólki" Þetta var ofbeldi.  Þar sem ég líð engum að beita mig andlegu ofbeldi þakkaði ég fyrir mig og fór. Ef þetta er forsmekkur af því sem fer fram á miðstjórnarfundum þá fordæmi ég það.

Ég tek það fram að það fólk sem Helgi skrifar um hef ég unnið með í nefndum og get ekkert annað en borið þeim gott orð. Þess vegna verð ég verulega reið vitandi að það hefur oftar en ekki verið valtað yfir þau af hroka yfirgangi og frekju.

Ég býð hér með forystu Frjálslynda flokksins að láta kynna þeim á faglegan hátt hvað ANDLEGT OFBELDI, EINELTI OG LÝÐRÆÐI ER.  Pólitík snýst um fólk.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég fékk nú hár á tunguna við lezturinn, því orðalagið er í loðnari kantinum.

Væri mázke skár að nefna nöfn þeirra sem ræddir eru, benda á víza slúðurgreinina, & taka upp þarfa umræðu ?

Bara mín bjánaskoðun, ~zgo~ ...

Gæzkan...

Steingrímur Helgason, 21.9.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vá! Ég vissi að Kristni myndi takast að koma af stað óeirðum. Hann gerir það hvar sem hann kemur. Hann er upphafsmaðurinn að öllum þessum skít. Svo þurfa ekki nema nokkrir að ganga um til að gólfið þarfnist skúringar. Og það þarf þess vissulega núna.

Ég lýsi vantrausti á þennan mann og allt hans bandalag!

Stuðnings og baráttukveðjur til þín, Rannveig mín.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.9.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl,

þú ert hugrökk kona Rannveig, stingur höfðinu inn í gin ljónsins. 

Ég er sammála þér að það er ofbeldi að koma þannig fram við fólk eins og þú lýsir. Auk þess er heimasíða okkar mjög hlutdræg og er eins og einkamálgagn KHG.

Í raun er maður miður sín yfir þessari áköfu sókn KHG gegn sínum eigin flokksmönnum. Það er greinilega mikið í húfi. Maður situr eftir hálf ruglaður og skilur ekki í öllum þessum látum. Sjálfsagt erum við bara boðflennur á Sólarkaffinu þeirra félaganna.

Sjáumst.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.9.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sæl Rannveig mín !

Takk fyrir þetta, ég fór ekki á fundinn í Kópavogi þar sem ég var á fundi Neutendasamtakanna með góðu fóli...djók.

Það sem ég hef séð á heimasíðu flokksins eftir umræddan mann Helga er til skammar af manni sem telur sig STÓRAN og í stjórnmálanámi. Ég vona að námið kenni þeim að meta hlutina betur en það sem hann gerir í umræddri grein. Þessi grein sem er í 24stundum á laugardaginn Steingrímur og á heimasíðu Bæjarins besta á Ísafirði er meira lýsandi fyrir sérkennileg vinnubrögð en það sem ég þekki í félagsstarfi.

Það sem mér finnst mjög sláandi í greinni er að hann kallar einhvern draug í rykfrakka, ég hef engan séð í rykfrakka á hverjum fundi nema Magnús Reyni og harma ég ef Helgi er að draga hann inn í skítinn, því ég er alveg viss um að það á Magnús Reynir engan þátt í.

Auðvitað kemur að leiðarlokum einhverra manna, trúlega ekki óumflýjanlegt.

Það sem mér finnst hörmulegast í þessu er að stilla Guðjóni Arnari upp sem einhverju skotmarki okkar er svo ósmekklegt að það hálfa væri meira en nóg. Guðjón Arnar á þetta ekki skilið og sýst af öllu af Kristni H. Gunnarssyni sem að Guðjón hefur haldið uppi málsvörn fyrir. Úff, ég vona svo sannanlega að þeir sofi vel blessaðir.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.9.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Jens Guð

  Níðgrein Helga Helgasonar í Tvídægri (24 stundum) í gær um félaga í Frjálslynda flokknum ber kennslu í stjórnmálafræði dapurlegt vitni.  Hún vekur einnig upp áleitnar spurningar varðandi atvinnubótavinnu á vegum flokksins.  Það er sérkennileg ráðstöfun fjármuna flokksins að vera með mann á launum við það að níða niður flokksmenn,  allt frá óbreyttum úr grasrótinni upp í núverandi og fyrrverandi þingmenn,  varaformann og fleiri;  falsa atburðarrás og breiða út slúður og róg með smjörklípuaðferð.  Allt til þess eins ætlað að beina athygli frá gagnrýni á Kristinn H.  Gunnarsson.

Jens Guð, 21.9.2008 kl. 23:12

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágætis ádrepa hjá þér Rannveig og góð lýsing. Þessi grein hans Helga Helgasonar var jafn fráleit  og árás úti á túni í miðjum heyönnum. Helgi er samt þægilegur og dagfarsprúður maður en hann er starfsmaður flokksins og skrifar það sem fyrir hann er lagt. Mig grunar hver þessi miðstjórnarmaður er og ef ágiskun mín er rétt þá er þetta ágætis kall sem býr fjarri mannabyggðum  og hefur verið spanaður upp af flokksforystunni sem telur sig vera frábæra en allir hinir séu vandræðamenn.

Sigurður Þórðarson, 21.9.2008 kl. 23:15

7 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sigurður, mér finnst svona gátusnakk frekar lélegt. Ég sem þekki marga, átta mig alls ekki á um hvern þú ert að tala.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.9.2008 kl. 23:21

8 Smámynd: Rannveig H

Steingrímur minn greinin var í myndmáli að sögn höfundar og varð ég að leita skýringa hjá honum. En rætin var hún með eindæmum.

Takk Helga Guðrún

Guðrún Þóra  Miðstjórnamaðurinn sem kom á fundinn heitir Pétur.Ég er sammála þini samantekt´á málinu.

Rannveig H, 21.9.2008 kl. 23:41

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðrún, ég er ekki viss, þú verður að spyrja Rannveigu hún veit hver þetta er.

 Eiginleg var ég að spyrja eins og þú.

Sigurður Þórðarson, 21.9.2008 kl. 23:41

10 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Sæl Rannveig mín,

Ég var að enda við að renna yfir þessa grein í 24 stundum og ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finnst svona skrif ekki styrkja stöðu flokksins út á við. Helgi verður að passa sig að fara ekki út í opinberar klögur því það eru fleiri en bara hliðhollir Frjálslyndra sem lesa þessar greinar og þetta er að mínu mati engum til hagsbóta. Hvorki rykfrakkavinum né "góða liðinu".

Ég þekki Kristinn H afar lítið og get því ekkert slæmt sagt um þann mann. Ég hins vegar treysti því að þær ákvarðanir sem teknar eru í miðstjórn séu teknar að vel ígrunduðu máli. Þessi ákvörðun var tekin með 9 atkvæðum gegn 5 svo það hlýtur því að vera meira en bara einhver klíka sem hefur staðið á bak við hana.

Mér þótti leitt að sjá þessa grein eftir hann Helga og ég vona að í framtíðinni hringi hann frekar nokkur símtöl og ræði málin heldur en að sjá 24 stundum fyrir ódýru slúðri.

Yfir og út

Hildur Sif

Hildur Sif Thorarensen, 21.9.2008 kl. 23:45

11 Smámynd: Rannveig H

Gunnar Skúli: Ég er fegin að þú sjáir þetta með sömu augum og ég. Gott með boðflennuna

Jens: Kennaranum hans fannst að bera sér dapurlegt vitni.en nú er bara að vita hvort þeir hyggja þá aðstoð sem ég býð þeim,oft hefur verið þörf en úr er nauðsýn.

Siggi Það er ekkert sem afsakar þennan Pétur,yfirgangur og hroki og valdníðsla er ofbeldi og það er ekki hægt að láta  það líðast.

Rannveig H, 21.9.2008 kl. 23:54

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðrún, þú skammar mig fyrir "gátusnakk".  Greinarhöfundur lagði fyrir okkur gátu, sem fólst í ítarlegri mannlýsingu á ónafngreindum miðstjórnarmanni.  Þú situr sjálf í miðstjórn og hlýtur að átta þig á því að þessi mannlýsing getur ekki átt við marga menn.  Og eiginlega ekki nema einn og ég var hálfpartinn að afsaka hann.

Sigurður Þórðarson, 21.9.2008 kl. 23:55

13 Smámynd: Rannveig H

Jens þetta átti að vera að kennaranum hans fannst hann bera sér dapurlegt vitni.

Rannveig H, 21.9.2008 kl. 23:56

14 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Siggi, þekki ekki alla í miðstjórn, en hef séð þennan Pétur.

Mér skildist á einhverjum að Helgi hinn umtalaði hefði hringt í hann til að koma nú og styðja sig. Þannig að hann getur ekki alveg verið í Afdölum, eða hvað ?

Fólk er greinilega ekki félagsvant þarna í miðstjórn.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.9.2008 kl. 00:02

15 Smámynd: Rannveig H

Hildur Sif: Þetta er hárrétt hjá þér,og hann hefur engum gert gott með þessum skrifum

Rannveig H, 22.9.2008 kl. 00:03

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðrún Þóra, ég sagði aldrei afdölum. Ég sagði aftur á móti fjarri mannabyggðum. Maðurinn býr einn lungan  úr árinu í  Ófeigsfirði sem er lang nyrsti fjörður í byggð í Strandasýslu. Hann er frændi Guðjón og honum hafði verið sagt að hann þyrfti að koma og verja frænda sinn.

Hildur Sif Þetta er hárrétt greining hjá þér. En það er ekki við Helga Helgason, starfsmann flokksins að sakast. Það er varla við öðru að búast en að hann geri það sem  fyir hann er lagt.

Sigurður Þórðarson, 22.9.2008 kl. 00:18

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það á að segja hlutina hreint út, um menn eða málefni, þú þekkir það vel til minna að gruna hvaðann ég lærði þann sóma, Rannveig.

Ef moka þarf flórinn, þá er bara bezt að drífa það af & snúa sér að uppbyggilegri hlutum en hanga undir skítkasti 'Zleggjunnar' eða hans ~skriflera~.  Fullt af honum betra fólki til innann flokkz sem utan.

Enn & aftur, bara mín Frjálzlynda skoðun ...

Steingrímur Helgason, 22.9.2008 kl. 00:23

18 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er ægileg hneisa fyrir kennarann og skólann.

Jens Guð, 22.9.2008 kl. 00:26

19 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Siggi minn fyrirgefðu, hugurinn fór eitthvað á flakk. Heyrðu er þetta hinn margumtalaði Pétur í Ófeigsfirði, hélt eftir sögum að hann væri sllt, sllt öðruvísi

Siggi hvaða misskliningur er það að halda að einhver sé á móti Guðjóni, þannig er það alls ekki. Það standa allir við bakið á Guðjóni, en sama gildir ekki um KHG.

Rétt hjá þér Jens, hvaða skóli er þetta ??? vonandi ekki Háskóli Íslands.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.9.2008 kl. 00:31

20 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Siggi: Ég er nú svo skrítin að ég stend í þeirri trú að allt sem maður gerir sé manni sjálfum að kenna. Mér þykir nú ólíklegt að einhver hafi staðið með byssuhlaupið við höfuðið á Helga á meðan hann skrifaði þessa grein  Ef honum er annt um flokkinn sinn hefði hann betur átt að standa á móti yfirboðara sínum í þetta skiptið (ef hann á einhvern).

Hildur Sif Thorarensen, 22.9.2008 kl. 00:44

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hildur Sif,  það er langur vegur frá því að ég haldi að Helgi sé pískaður þræll og ég ætla rétt að vona að ég hafi nú ekki gefið það í skyn. Það er þó mjög umdeilanlegt hvort starfsmenn beri ábyrgð á verkum sínum, sem unnin eru í þágu vinnuveitandans. Þannig er skilgrein í lögum svokölluð húsbóndaábyrgð. 

Sigurður Þórðarson, 22.9.2008 kl. 01:12

22 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Kannski er ég að misskilja eitthvað en ég stóð í þeirri meiningu að Frjálslyndi flokkurinn borgaði Helga laun og því hefði ég haldið að hans húsbóndaábyrgð lagi þeim megin.

Hildur Sif Thorarensen, 22.9.2008 kl. 01:16

23 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Rannveig.

Hvort sem um er að ræða þessi greinarskrif eða annað sem viðkemur Frjálslynda flokknum, og leysa skyldi þar innan félaga og á fundum að mínu mati, þá spyr ég um ábyrgð þess að breiða út illdeilur sem slíkar ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2008 kl. 01:29

24 identicon

Sæl Rannveig mín.

Lítið veit ég um þennan fund annað en það sem hér er sagt en, ekki var logninu fyrir að fara.

Stattu á þinni sannfæringu, þá er allt í lagi!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 04:38

25 Smámynd: Rannveig H

Guðrún María! Ég er gáttuð. Ég er að seigja frá því að ég hafi farið til Helga til að tala við hann og þvi ofbeldi sem ég varð fyrir. Ég er ekki að breiða út illdeilur Það sá Helgi alfarið um. Er heimasíða flokksins ekki obinber vettvangur? Hefur þú beitt þér í Því að Helgi áreiti ekki fólk í níðskrifum? Guðrún María! ég hef hingað til getað borið ábyrgð á því sem ég seigi og ætla að gera það líka núna, og bið þig endilega að tala við þá sem deilunum hafa valdið.

Rannveig H, 22.9.2008 kl. 07:54

26 Smámynd: Rannveig H

Þói minn það  var okkur kennt á bryggjupollanum þetta með samfæringuna.

Rannveig H, 22.9.2008 kl. 07:57

27 identicon

Í raun þarf þetta upphlaup varla að koma á óvart.  Flokkurinn hefur með markvissum hætti haldið uppi tilhæfulausum hræðsluáróðri geng því fólki sem hvað mest á undir högg að sækja í íslensku þjóðfélagi.  Talað um að lífsgildi væru í hættu og mesta ógn sem Íslendingar og íslensk menning hefur staðið frammi fyrir sé núna.  Auðvitað hlýtur sæmilega gert fólk, eins og Kristinn virðist vera, að tala gegn svona málflutningi.

Frjálslyndi flokkurinn ákvað að gera út á þessa öfgafullu þjóðernishyggju með áróðri sem oftar en ekki er ekki nokkur fótur fyrir.  Það hlaut að koma að því að þetta hitti flokkinn sjálfan fyrir.  Ekki síst í ljósi þess að þessi málflutningur er í raun í andstöðu við samþykkta stefnu flokksins.

Jón Kr. Arnarson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:30

28 Smámynd: Rannveig H

Steingrímur minn,ég veit vel að þú lærðir örugglega góðan sóma hjá þínum. Það blundar í mér jafnaðarmennska og mér finnst ástæðulaust fyrir samflokksfólk að rangfæra og níða. Eitt er að skiptast á skoðunum,annað að fara fram með þessum hætti. Ég get ekki liðið ofbeldi og tel enga ástæðu til að þegja yfir því. Ég seigi það satt að ég bíð öllum forustumönnum þessa flokks svo og starfsmönnum að borga fyrir þá námskeið sem varða OFBELDI EINELTI OG LÝÐRÆÐI ef þessir þættir eru ekki á hreinu hjá fólki þá á það ekki að vera í pólitík. Því enn og aftur þá snýst þetta allt um fólk.

Rannveig H, 22.9.2008 kl. 09:51

29 Smámynd: AK-72

Ég verð nú að segja að frá mínum sjónarhóli séð kemur úlfúð og vandamál flokksins annars staðar frá. Allt frá því að Jón Magnússon og hans gengi úr Nýju afli, gengu í flokkinn hafa staðið yfir illdeilur og úlfúð. Þeir gerðu aðför að Margréti Sverris sem endaði með því að hún fór úr flokknum og nákvæmlega sama aðferðarfræði og sést hefur.

Svo má benda á það að allt frá því að eftir kosningar á síðasta ári hafa Viðar o.fl. staðið í persónulegu skítkasti og einelti í garð Kristinns á bloggsíðum og annars staðar, og ég get vel ímyndað mér hvað Eiríkur Stefánsson hefur veirð að segja um hann á Útvarpi Sögu, miðað við hverskonar strigakjaftur hann er.

Það er nú þannig að sjaldan veldur einn þegar tveir deila, en eins og dæmið liggur fyrir mér þá hafa félagarnir sem komu úr Nýju afli staðið fyrir kerfisbundnu einelti og skipulögðum árásum í garð Kristinns og í þeim tilgangi að ná völdum í flokknum. Ég ætla að spá því að þegar þeim hefur tekist að bola Kristni frá, þá muni Jón ráðast til atlögu gegn Guðjóni og hrekja hann í burtu með ofbeldi.

Hættið að kóa með ofbeldisgengi Jóns. Þið lítið út eins og fólk sem er orðið meðvirkt í heimilisofbeldi. Ég ætla svo að giska á að þið farið að níða næst niður skóinn af Björgvin E. Vídalin Arngrímssyni sem segir það sama og Helgi, um hvað er í gangi.

AK-72, 22.9.2008 kl. 10:17

30 Smámynd: Rannveig H

Jón Kr: Þetta upphlaup hefur ekkert með útlendingastefnu flokksins að gera. Ég get tekið undir það að oft finnst mér málflutningurinn hafa farið úr böndunum. En við skulum ekki gleyma því að,að það er þörf á umræðunni,og andstæðingar hafa verið duglegir að hrópa úlfur,úlfur gjörsamlega að ástæðulausu.

Rannveig H, 22.9.2008 kl. 10:17

31 Smámynd: Rannveig H

AK-72 Úlfur Úlfur.

Rannveig H, 22.9.2008 kl. 10:21

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er alltaf slæmt þegar fólk talar niður til annars fólks - og notar gífuryrði, hver sem í hlut á.

Það er líka slæmt ef að flokksmenn þurfa (næstum) á áfallahjálp að halda eftir yfirhalningar sinna eigin félaga.

Tek undir það með þér Rannveig, að pólitík snýst um fólk.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.9.2008 kl. 10:31

33 identicon

Rannveig, eins og þetta lítur út fyrir okkur sem horfum á þetta utanfrá, þá snýst þetta fyrst og fremst um innflytjendamálin.  Kristinn H. hefur skrifað greinar um þau mál og hlotið mikla og harða gagnrýni fyrir.  Ungir FF hafa nú ályktað gegn Kristni og þar er augljóst að innflytjendamálin eru í forgrunni.

Í raun er ekkert undarlegt að Kristinn hafi verið harkalega gagnrýndur fyrir þessar greinar sínar og eflaust er það rétt að í þeim hefur falist ádeila á málflutning flokksmanna í þeim efnum.  Hitt er svo einnig augljóst að sú gagnrýni eða ádeila hefur átt fullan rétt á sér og er því miður langt frá því að vera tilefnislaus.

Frjálslyndi flokkurinn hefur skapað sér ímynd sem öfgafullur þjóðernisflokkur.  Verið með málflutning þar sem alið er á fordómum gegn innflytjendum og verið með endalausan hræðsluáróður og lýðskrum í þeim efnum.  Er það þessi ímynd sem þið vilja halda í eða viljið þið breyta þessari ímynd og snúa af þessari braut?  Það er sú spurning sem brennur á ykkur í þessu fjaðrafoki sem er í kringum flokkinn nú.  Kristinn hefur fyrst og fremst verið gagnrýndur fyrir þessi greinarskrif um málefni innflytjenda og því er eðlilega horft til þeirra mála nú.

Jón Kr. (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:54

34 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég skil ekki hvað Helga gengur til með þessum skrifum sínum en formaður flokksins hlýtur að bregðast við með einhverjum hætti.

Þetta gengur ekki.

Sigurjón Þórðarson, 22.9.2008 kl. 12:06

35 Smámynd: Jens Guð

  Ak-72,  það er alrangt hjá þér að Nýtt afl hafi gert aðför að Margréti Sverrisdóttur.  Þetta er mikilvægt að leiðrétta

  Margrét leit á FF sem sitt erfðagóss.  Hún kannaði möguleika á að bjóða sig fram til formanns.  Að betur athuguðu máli lagði hún fyrst til atlögu gegn sitjandi varaformanni.  Í þessari atburðarrás voru félagar úr Nýju afli ekki komnir til liðs við okkur í FF.

  Tilraun Margrétar til að fella sitjandi varaformann mistókst.  Þar skiptu örfá atkvæði fólks úr Nýju afli ekki máli.  Ætli hafi ekki 600 - 700 manns sótt landsþingið.  Sigur sitjandi varaformanns var afgerandi og svipaður og tveimur árum áður er Gunnar Örlygsson gerði samskonar aðför að varaformanninum.  Atkvæði frá fólki úr Nýju afli skiptu í allra hæsta lagi örfáum tugum og breyttu engu um niðurstöðuna.

  Það er sögufölsun að halda því fram að Nýtt afl hafi hrakið Margréti úr FF.  Hún stökk frá borði á nákvæmlega sömu forsendum og Gunnar Örlygsson tveimur árum áður:  Með því að gera misheppnaða aðför að varaformanni flokksins. 

Jens Guð, 22.9.2008 kl. 12:12

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Okkur þykir nú undur vænt um þig líka Þorsteinn Haukur.

Árni Gunnarsson, 22.9.2008 kl. 18:21

37 Smámynd: Jens Guð

  Jón Kr.,  þetta snýst ekki um innflytjendamál.  Alls ekki.  KHG hefur reynt að láta það líta þannig út.  Honum hefur tekist það að einhverju marki gagnvart þeim sem þekkja ekki samskiptatakta KHG.

  Ég leyfi mér að vitna í sveitunga KHG að vestan,  Bárð G.  Halldórsson,  í Morgunblaðinu í dag:

  "Undanfarið hálft annað ár hef ég mátt fylgjast náið með aðförum Kristins í framkvæmdarstjórn.  Hann hefur þar lagt hvern mann á fætur öðrum í einelti."

  Svo vitnar Bárður í dæmisögu Esóps þar sem sporðdreki stakk þann sem hafði ferjað hann yfir fljót.  Sporðdrekinn sagði:  "Ég get ekki annað.  Þetta er eðli mitt."

  Það er eðli KHG að ráðast á samferðamenn sína.  Það þekkja þeir sem voru honum samferða í Framsóknarflokknum.

  Samskiptavanhæfni KHG einkenndi sömuleiðis veru hans í Alþýðubandalaginu.  Er hann hrökklaðist þaðan yfir í Framsókn varð Svavari Gests að orði að þar með væri Ólafs Ragnars að fullu hefnt (ÓR kom í Alþ.bandalagið úr Framsókn og þótti vond sending). 

  Hvorki í Alþ.bandalagi né Framsókn voru mál innflytjenda til umræðu.  Í FF eru margir efnislega sammála KHG,  þar á meðal ég.  En þó að einhver blæbrigðamunur sé á skoðunum og áherslum í tilteknum málaflokkum tekst öðrum en KHG að ræða þau mál án fúkyrðaflaums,  hroka og fádæma dónaskapar.    

Jens Guð, 22.9.2008 kl. 18:55

38 Smámynd: AK-72

Ég er ekki sammála þessari sýn þinni Jens á málunum. Ég sá og varð var við það í fjölmiðlum hvernig skórinn var níddur af mönnum úr Nýju afli og þótti þeir haga sér eins og verstu hýenur í garð hennar. Þó að þeir hafi kannski veirð fáir, þá tel ég það allavega að þeir hafi náð að sveigja fylgið í þá átt að einhverju leyti ásamt því að ormstunga Jóns hvíslaði vel völdum og smeðjulegum orðum í eyra Guðjóns um að reka Margréti sem framkvæmdastjóra.

En annars er áhugavert að sjá eitt, það er greinlega farinn af stað ritskoðun hjá ykkur á heimasíðunni. Hin ansi hvassa gagnrýni  Björgvin E. Vídalin Arngrímssonar, á framferði miðstjórnarmanna og ungliðana, hefur verið fjarlægð afheimasíðu Frjálslnyda flokksins. Mega bara skoðanir Jóns-manna birtast þar?

AK-72, 22.9.2008 kl. 19:24

39 Smámynd: Yngvi Högnason

Veit einhver hvar maður fær góða lopapeysu?

Yngvi Högnason, 22.9.2008 kl. 20:40

40 identicon

Jens, opinberar árásir á Kristinn hafa verið vegna skrifa hans um innflytjendamál.  Til dæmis hefur formaður FUF notað öll hin verstu orð yfir þær greinar sem Kristinn hefur skrifað gegn fordómum í garð innflytjenda.

Yngvi, ertu að spá í íslensku lífsgildin (sem eru í stórri hættu vegna innflytjenda að mati FF)?

Jón Kr. (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:22

41 Smámynd: Jens Guð

  Ak-27,  heimasíðan er ritskoðuð.  Það er rétt.  KHG réði Helga Helgason til þess.  Hann stendur sig,  strákurinn.  Hann passar upp á það - á fullum launum - að þar birtist bara það sem KHG er þóknanlegt. 

  Getur þú vísað í einhver dæmi um að Nýtt afl hafi nítt niður skó af einhverjum eða beitt sér á annan hátt í kosningu um varaformann á landsþinginu?  Ég starfaði í flokknum og varð ekki var við slíkt.  Ég varð lítið var við fólkið úr Nýju afli fyrr en á landsþinginu og eftir landsþingið.

  Jú,  ég varð var við Jón Magnússon og Eirík Stefánsson fyrir landsþingið.  Jón vegna þess að hann hefur alltaf verið duglegur að skrifa í blöð og Eirík sá ég á fundi Reykjavíkurfélagsins.  Þeir voru ekkert að beita sér gegn framboði Margrétar - þó ég reikni með að þeir hafi kosið Magnús Þór.  Rétt eins og þorri félaga í FF gerði og hafði áður gert.

  Guðjón Arnar tók aftur á móti opinbera afstöðu með Magnúsi Þór og studdi hann.  Sömuleiðis var það að frumkvæði Guðjóns Arnars sem Margrét var leyst frá störfum framkvæmdastjóra.  Sú ákvörðun var rétt og sanngjörn til að báðir frambjóðendur hefðu jafna stöðu.  Nýtt afl blandaðist ekkert inn í þetta. 

  Þú ert að gera lítið úr Guðjóni Arnari með getgátu um að hann hafi látið Jón Magnússon etja sér út í að leysa Margréti frá störfum.  Sú gjörð var svo sjálfsögð að hana þurfti ekki að ræða.

  Yngvi,  viltu ekki frekar gúmmískó?  Þeir fást í KS á Sauðárkróki.

Jens Guð, 22.9.2008 kl. 22:00

42 Smámynd: Jens Guð

  Jón Kr.,  ef þú rifjar upp atburðarásina þá tjáði formaður FUF,  Viðar Helgi,  sig ekkert um KHG fyrr en eftir að KHG hafði tekið hann fyrir og hellt sér í geðvonskukasti yfir hann.  Þá svaraði Viðar Helgi fyrir sig,  eins og sumir aðrir sem einnig hafa orðið fyrir fúkyrðaflaumi KHG. 

  KHG er í öllum tilfellum upphafsmaður árekstra.  Hann er í hlutverki hrekkjusvínsins í bekknum.  Aðrir eru í hlutverki fórnarlamba.

Jens Guð, 22.9.2008 kl. 22:07

43 Smámynd: Rannveig H

Jens minn  takk fyrir að taka umræðuna fyrir mig,það er ekki í fyrsta skipti sem ég á þig að.

Jóhanna: Við tölum sama tungumál.

Yngvi: þú átt  flotta rauða lopapeisu þarft ekki aðra

Rannveig H, 22.9.2008 kl. 22:29

44 identicon

Jens, Kristinn skrifaði grein sem hann kallaði "Alið á fordómum".  Greinin var afskaplega hófsöm en þó um leið augljós gagnrýni á þá sem höfðu alið á fordómum gegn útlendingum.  Margir innan FF réðust harkalega að Kristni fyrir þessa greinarskrif en þó sérstaklega Viðar sem taldi greinina svik við kjósendur Frjálslynda flokkinn.

En skoðum bara þá staðreynd að Frjálslyndi flokkurinn hefur þá ímynd að vera öfgasinnaður þjóðernishyggjuflokkur eða það sem sumir kalla (með réttu eða röngu) rasistaflokkur.  Það skal heldur engan furða að flokkurinn hafi fengið þessa ásýnd.  Margt það sem sem flokksmenn hafa sent frá sér er mjög í þeim anda sem aðrir flokkar í nágrannalöndunum, með svipaða stimpla, hafa látið frá sér.  Ég held að þetta uppgjör verði til að styrkja þessa ímynd flokksins nema að í leiðinni verði gerð einhverskonar herör gegn þeim sem mest og verst hafa alið á fordómum gegn innflytjendum. 

Jón Kr. (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:23

45 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta er ljóta vitleysan að verða í þessum flokki.

Þessi flokkur hverfur í næstu kosningum ef ekki fer að hægjast á þessum

endalausum skítköstum.

Ég vissi að þetta endaði í bulli þegar að Jón og félagar komu inn í flokkinn.

Og það er komið á daginn.

Jens Sigurjónsson, 22.9.2008 kl. 23:33

46 Smámynd: Skattborgari

Kristinn hefur aldrei getað spilað með þeim flokki sem hann hefur verið í. Taktu sem dæmi þegar hann var í Framsókn hann var oft með vandamál þar.

Sumum aðilum er ekki hægt að vinna með og kristin er gott dæmi um þannig mann. Hann mun skapa vandamál hvar sem hann er eins og krabbamein.

Kveðja Skattborgari

Skattborgari, 22.9.2008 kl. 23:42

47 Smámynd: Jens Guð

  Rannveig mín,  ekkert að þakka.  Mér er það ljúft og skylt. 

  Jón Kr.,  það fyrsta sem ég varð var við á samskiptum KHG og Viðars Helga var að KHG skrifaði honum hrokafullt skammarbréf.  Mér og mörgum var við brugðið.  Við sem erum komin á efri ár vorum stolt og ánægð yfir því að ungliðastarf var hafið í FF fyrir alvöru af áhugasömu og "óhörðnuðu" fólki.  Svo sannarlega vorum við glöð og reiðubúin að styðja þetta unga fólk fyrstu skrefin (og áfram) inn í hinn harða pólitíska heim.  Það tekur mörg ár fyrir ungt fólk að öðlast harðan skráp og átta sig á því hvernig best er að fóta sig á þessu hála svelli.

  Þá fékk Viðar Helgi óvænt þessa ruddalegu gusu frá KHG sem var algjörlega úr takti við þann stuðning sem nýstofnuð ungliðahreyfing þurfti á að halda.  Við erum að tala um formann þingflokks FF sem taldi sig vera að taka í hnakkadrambið á ungum nýliða í flokknum.

  Ég hef margoft átt orðastað við Viðar Helga og hvergi leynt því að ég er ósammála áherslum hans í innflytjendamálum.  Og reyndar fleiri málum.  En ég hef komið mínum sjónarmiðum á framfæri af virðingu við Viðar Helga og jafnframt stutt hann í starfi.  Ég hef sömuleiðis kunnað vel að meta hreinskiptin samskipti hans við mig þar sem hann hefur gert athugasemdir við sitthvað er ég hef haldið á lofti.  Þannig á gott flokksstarf að vera.  KHG fer aðra leið sem gengur út á að "tuddast";  yfirgang,  hroka og frekju. 

Jens Guð, 23.9.2008 kl. 00:19

48 Smámynd: Jens Guð

  Nafni minn Sigurjónsson,  þetta er kannski spurning um það hvað KHG tekst að hrekja marga virka félaga úr flokknum áður en fleiri en miðstjórnarmenn segja:  "Nú er komið nóg."

  Það er hinsvegar ekki rétt að tala um "Jón Magnússon og félaga".  Það orðalag gefur til kynna að fólkið sem kom í FF úr Nýju afli sé taglhnýtingar JM.  Svo er ekki.  Þetta fólk hefur blandast afskaplega vel inn í hóp okkar sem fyrir vorum.  Ekki síst JM sem vex að verðleikum við nánari kynni.  Þau sem fylgdu JM úr Nýju afli eru ekki einangraður "hallelújakór" JM.  Ég persónulega ætla JM stóran hlut sem einn af okkar frambærilegustu framtíðarleiðtogum flokksins.  Hann hefur þó - vel að merkja - tekið fram að hann stefni ekki á formennsku í FF en ég vil samt endilega hafa hann í forystusveit okkar.

  Skattborgari,  ég kvitta undir orð þín.    

  Hippókrates,  ég vísa á bug kenningum um að FF sé rasistaflokkur.  Sjálfur tel ég mig vera einarðan anti-rasista og mun aldrei styðja rasistaflokk.  Var giftur hálf-bandarískri indíánakonu í næstum aldarfjórðung,  synir mínir sem og ég sjálfur er stoltur og áhugasamur um kynþátt þeirra sem Cherokee indíána og kýs að meta fólk sem einstaklinga burt séð frá kynþætti,  húðlit eða öðru sem snýr að uppruna.  Nema þá sem jákvæðan eiginleika.

Jens Guð, 23.9.2008 kl. 00:46

49 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Í morgun var frétt í blöðunum þess efnis að hingað kæmu flokkar manna í þeim tilgangi einum að brjótast inn í hús, ræna og rupla. Að setja upp hindranir gegn svona gengjum er úthrópað "útlendingahatur" ....

Forvarnir er orðið sem hér skal halda á lofti. Við Íslendingar höfum verið meistarar í því að hafa óbyrgða brunna og síðan hlaupið til handa og fóta og ætlað að bjarga börnunum þaðan þegar þau hafa fallið í brunnana.

Margrét Sverrisdóttir skrifar skemmtilega dæmisögu í 24stundir í morgun um Biedermann og brennuvarga og heimfærir þá Biedermann upp á Guðjón Arnar og brennuvarga upp á Nýtt afl.

Þar sé Nýtt afl glæpagengi eða brennuvargar sem ætli að brenna húsið ofan af Biedermann/Guðjóni Arnari (og þá frjálslynda flokknum). Síðan endar sagan á því að spurt er hvort að Biedermann þessi muni rétta brennivörgunum eldspíturnar. Þetta virkaði snjallt til að byrja með ...

En sagan gengur ekki upp, þar sem Nýtt afl (fyrrverandi) getur engan hag haft af því að brenna húsið ofan af sjálfum sér. Félagar í Nýju afli gengu til liðs við Frjálslynda flokkinn í þeim tilgangi að styrkja andstæðingamátt kvótakerfisins fyrst og fremst og til að styrkja og stækka Frjálslynda flokkinn.

Sagan um Biedermann og brennuvargana gengur aftur á móti upp ef hún er sögð í öðru samhengi, þar sem "bláeygir" einstaklingar telja að allir sem hingað koma til landsins komi í friðelskandi tilgangi. Mikið vildi ég óska að svo væri.

Því miður eru "ljótir kallar" inni á milli - Það eru ekki meiri fordómar að setja niður fótinn gegn því að hafa óheft flæði inn í landið heldur en það eru fordómar að segja börnunum okkar að fara ekki upp í bíl hjá ókunnugu fólki. En hjá mörgum aðilanum væri það eflaust - kallað að "hata ókunnuga" ... 

Til að forðast misskilning og hártoganir, er ég ekki að setja flóttafólk og almenna innflytjendur undir sama hatt. Við þekkjum forsendur flóttafólks, en forsendur hinna þurfum við af illri nauðsyn að rannsaka ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.9.2008 kl. 09:14

50 Smámynd: Jón Magnússon

Rannveig ég hef ekki haft tíma til að kynna mér athugasemdirnar en þessi færsla þín og skoðanirnar sem koma fram er mjög góð.  Það getur verið eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir í stjórnmálaflokki til manna og málefna. En það verður að umgangast af kurteisi annars gengur samstarfið ekki upp.

Ég fæ raunar nokkuð yfirborðslegar fréttir núna vegna þess að ég er staddur í Brussel. Hlakka til að koma heim og vonandi getum við búið til kærleiksheimili í Frjálslynda flokknum en sé það ekki hægt þá er illt í efni.

Jón Magnússon, 23.9.2008 kl. 09:33

51 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhanna: Ég þakka þér fyrir þessa athugasemd. Af henni mættu margir læra hvernig ber að nálgast umræðuefnin án þess að missa stjórn á jafnvægi og dómgreind. Eftir lesturinn finnst mér að mörg okkar hafi eytt óþarflega mikilli orku í allan gusuganginn sem ég hef ekki séð skila svo miklu. Óvinir flokkins verða aldrei vinir okkar. Sú viðtekna skoðun þeirra að við séum illþýði er auðvitað ekkert sem við berum ábyrgð á. Heilkenni verða ekki lamin niður með rökum. Og hvað Kristin H. Gunnarsson varðar þá hefði ég heldur kosið samvinnu við hann en andstöðu. Honum hugnaðist ekki sú leið að vinna með fólkinu í flokknum. Það olli mörgum okkar sárindum og því fór sem fór. Ég tel að það hafi verið mikið slys, bæði fyrir liðsheildina og öll þau verðugu verkefni sem við ætluðum að koma í höfn. Ég leyfi mér ennþá að vona að formaður flokksins og framkvæmdastjóri nái áttum og fari að vinna með okkur í stað þess að standa álengdar og sjúga þumalinn.

Kveðja.  

Árni Gunnarsson, 23.9.2008 kl. 10:37

52 Smámynd: Rannveig H

Jóhanna enn erum við að tala sama tungumál. Það er bara mannlegt að snúa málum sér í hag og ég ætla að virða það við Margréti. En eins og búið er að koma hér fram hjá Jens Guð sem þekkir söguna og er búin að rekja hana og rökstyðja vel að mínu mati þá kýs ég að trúa hans rökum sem stemmir við marga aðra. Vil líka benda á mjög góða grein grein eftir Bárð Halldórsson sveitunga minn. Greinin er í MBL í gær. Sagan um Biedermann og brennuvargana finnst mér frábær samlíking í útlendingaumræðunni. Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir að viðhorf og skoðanir eru ekki í svart-hvítu heldur lit þeim mun betra.

Rannveig H, 23.9.2008 kl. 10:38

53 Smámynd: Rannveig H

Tek undir hvert orð Árna eins og sem oftast áður.

Rannveig H, 23.9.2008 kl. 10:41

54 Smámynd: Rannveig H

Jón:Takk fyrir það. Þú skoðar athugasemdir þegar tími gefst til margar fróðlegar. Virðing er málið,en þegar komið er fram við fólk af algjöru virðingaleysi,hroka,og ókurteisi það er það orðið ofbeldi. Hlakka til að hitta þig til skrafs og ráðagerða.

Rannveig H, 23.9.2008 kl. 10:55

55 Smámynd: Rannveig H

Hippó og Skatti ég sá ykkur ekki,takk fyrir innlitið.

Rannveig H, 23.9.2008 kl. 12:29

56 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakka ykkur fyrir Rannveig og Árni, það rofar vonandi til á kærleiksheimilinu, allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.9.2008 kl. 15:28

57 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Rannveig, fyrst menn eru að nota þennan vettvang til auglýsinga (auglýsa eftir lopapeysum)  má ég þá ekki auglýsa eftir bláberjum ?

Þóra Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 15:39

58 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Og mig vantar bókahillur.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.9.2008 kl. 15:44

59 Smámynd: Rannveig H

Ace:Velkomin á síðuna mína.

Stelpur er ekki málið að fara með kærleiksheimilið í berjamó 

Ég og Yngvi erum bæði mótorhjólatöffarar og Ísfirðingar svo er hann stríðin líka Yngvi er líka femínisti fer bara leynt með það stráksinn (Yngvi þessi yfirlýsing var í boði Lady R)

Rannveig H, 23.9.2008 kl. 17:44

60 Smámynd: Rannveig H

Kristinn: Er þetta ekki spurning um að fara hittast.

Rannveig H, 23.9.2008 kl. 17:46

61 Smámynd: Rannveig H

Það var Yngva sem vantaði lopapeisu!

Rannveig H, 23.9.2008 kl. 17:48

62 Smámynd: Steingrímur Helgason

Tannréttíng Kristins Hauks Guðnasonar hefur vonandi náð aftur upp hans fallega brozi.  Fólk sem að ástundar slíka rökræðulist sem hann hér gerir, þarf líklega virkilega á því að halda að hafa 'fallegt broz'.

Vinur minn einn, reyndar sérmenntaður heimilislæknir, var nú sá sem að sannfærði mig um að kjósa Frjálslynt í fyrzta sinn, enda 'rottuðumzt' við saman af Valhallar-galeiðunni snarsökkvandi ásamt öðrum.

Það að fá alltaf 'razistarauðkortið' í framan sig, fyrir það eitt að vilja taka upp vitræna umræðu um innflytjendur velkomna, & einhverja meinta haftastefnu Frjálslyndra í því er alveg svaravert. með skelli á bumbuna & segja sem svo, ~drengur, hefur þú hvergi verið & ekkert farið~.

Kiddi, þúert fíbblur, hafðu vit á að að vera ekki s+ifellt að sanna það endilega.

Steingrímur Helgason, 24.9.2008 kl. 00:04

63 identicon

Rökþrota fólk hrópar, sumir öskra og enn aðrir lengra gegnir ráðast á menn og konur það köllum við handrukkara í dag..Sem allir mæra. Steingrímur þú ert flottur..Rannveig takk fyrir málefnaleg skrif..

hrokur (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 07:31

64 Smámynd: Rannveig H

Kristinn Haukur Guðnason: Ég eyddi síðustu athugasemd þinni sem var mjög ósmekkleg, þar sem þú dróst dæmda barnahnýðinga inn í umræðuna.

Hér er fólk að skiptast á skoðunum , málefnalega og með rökum, á meðan þú getur ekki haldið þig við það og ert með níð,þá gerðu svo vel að vera úti.

Rannveig H, 24.9.2008 kl. 09:55

65 Smámynd: Rannveig H

hrokur: Mér finnst Steingrímur líka flottur og takk sömuleiðis.

Jóhann Örn: Það má til sannsvegar færa að við hjá FF séum að skemmta skrattanum. Gott að þú ert að skemmta þér líka.

Rannveig H, 24.9.2008 kl. 10:07

66 Smámynd: Rannveig H

Hippó, Ace, og Steingrímur.Takk fyrir.

Rannveig H, 24.9.2008 kl. 10:11

67 identicon

Finnst ykkur í FF það virkilega vera að tilefnislausu þó þið fáið einstakasinnum rasistakortið framan í ykkur?  Þið hafið verið með endalausan hræðsluáróður gegn innflytjendum og útlendingum.  Hræðsluáróður sem oftar en ekki á sér ekki nokkra stoð í raunveruleikanum.

Það er ekki verið að kaffæra þjóðina, íslensk menning og lífsgildi eru ekki stórri hættu, útlendingum er ekkert að fjölga hér út í hið óendanlega þannig að eftir fáein ár tali ekki stór hluti þjóðarinnar íslensku eða þekki ekki sögu lands og þjóðar.  Þvert á móti er útlendingum hér að fækka.  Útlendingar eru ekki að taka vinnu af Íslendingum heldur þvert á móti  kom aukinn fjöldi útlendinga í veg fyrir atvinnuleysi með því að jafna sveiflur á vinnumarkaði.  Útlendingar eru ekki að setjast upp á velferðakerfið.  Mikill meirihluti útlendinga hér á landi hefur mestu skömm á glæpum og er hið heiðarlegasta fólk.

Lítið nú aðeins í eigin barm eða hvað viljið þið kalla þá flokka sem afla sér fylgist með því að ráðast að minnihlutahópum?  Hvaða nafngift á við þegar reynt er að sá fræjum tortryggni og ótta milli Íslendinga og útlendinga?  Hvað er réttnefni yfir það fólk sem vill mismuna eftir trúarskoðunum og þjóðernisuppruna (en þessir þættir réðu miklu um afstöðu flokksins til flóttafólks á Akranesi)?

Hafi einhver misst orðið rasismi út úr sér í tengslum við þessa umræðu þá er það svo sannarlega ekki af tilefnislausu.

Jón Kr. (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 14:36

68 identicon

Það sem ég tiltók þarna er beint úr málflutningi Frjálslyndra.  Ég hef lesið málefnahandbókina og veit vel að sú stefna er miklu meira í anda Kristins H. en þeirra úr flokknum sem mest hafa alið á fordómum gegn innflytjendum.

En gættu að einu Ási, að það að hingað komi glæpamenn hefur afsaplega lítið með frjálsa flæðið að gera. 

Jón Kr. (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:28

69 Smámynd: Halla Rut

Kvitt.

Halla Rut , 27.9.2008 kl. 15:49

70 identicon

Rannveig! Þú sæmir þér vel í þessum hóp. Ég held ég sé ekkert að leggja neitt hér til málana annað en að þú lítur greinilega mikið upp til Jens Guð. Þið hafið kannske verið saman á Vogi? og gist í gamla herberginu mínu? Með kveðju: Halli og Laddi.

Stebbi Stefáns (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:17

71 Smámynd: Rannveig H

Ace.Takk fyrir að svara fyrir mig,ég hefði ekki gert það betur.

Rannveig H, 28.9.2008 kl. 19:30

72 Smámynd: Rannveig H

Helgi Helgason (Stebbi Stefáns)Satt hjá þér ég sæmi mér vel í þessum hóp. Við Jens Guð erum vinir,og vonandi verðum áfram. Við höfum ekki verið á Vogi saman, mér finnist ekki skömm af því ef svo væri.

Rannveig H, 28.9.2008 kl. 19:39

73 Smámynd: Jens Guð

  Það er nokkuð merkilegt innleggið frá þér Stebbi Stefáns (Helga Helgasyni,  Jónasi og Baldvini).  Ég á við þessa kenningu um að við Rannveig höfum verið í gamla herberginu þínu á Vogi.

  Við Rannveig erum góðir vinir og mér vitanlega drekkur hún ekki áfengi og hefur því síður farið í meðferð á Vogi.  Mér þykir bjór góður en hef aldrei séð ástæðu til að fara á Vog.  Drekk ekki vín en,  já,  drekk bjór.  Eðaldrykkur fyrir minn smekk.

  Þér að segja erum við Rannveig ósammála um margt sem snýr að FF.  Hún skammar mig eins og hund fyrir ýmislegt sem ég tjái mig um varðandi FF.  En við erum svo góðir vinir að við ræðum ágreiningsmál á þeim nótum að ekkert skyggir á okkar vináttu.  Við getum rifist upp að því marki sem hægt er að skilgreina sem rifrildi.  Ég skilgreini það þó frekar sem þref vegna þess að ágreiningsmálin afgreiðum við í vinsemd og allt okkar spjall og öll okkar símtöl enda ætíð á góðum nótum.

Jens Guð, 2.10.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband