Er ekkert "andskotans" meðalhóf til?

Fyrirgefið orðbragðið! Ég hef ekkert bloggað undanfarið vegna mikillar vinnu og skemmtilegs félagslífs. En ég hef fylgst með blogginu það er allt að gerast og viðbrögðin annað hvort of eða van.

Fyrst var það hún Helga Guðrún sem var ritskoðuð af MBL. Helga er góður penni og kallar ekki allt ömmu sína nema þá ömmu sínaTounge  En stelpan sá við ritskoðurunum og heldur áfram að blogga og liggur ekki á skoðunum sínum. Það  gleður mig. Hún Helga er svoddan kjarnakona. Svo var það hann Stebbi F. Datt ekki einhverjum drullusokknum í hug að stofna facebook síðu til að ata hann aur, þvíumlíkt smekkleysi og sannarlega einelti. Það er ekki eins og skrifin hans Stebba séu meiðandi á nokkurn hátt. Nú er Stebbi orðin mest lesni bloggarin, skyldi ekki lýðnum svíða LoL

Ekki má gleyma öllu fárinu hjá hælisleitundum og fólk bloggar með og á mót, fasistar og ekki fasistar. Það hefur komið í ljós að það var víða pottur brotinn hjá hælisleitundum en að allir væru settir undir sömu sök er afleitt. Það hlýtur að vera til önnur aðferð en svona aðgerðir þær eru full harðar að mínum smekk. Svo eru kallaðir til atvinnumótmælendur. Eiga ekki hælisleitendur rétt á lögmanni við svona aðstæður? Hvernig er framkvæmdin með hælisleitendur t.d í Danmörku eða Noregi? Ég held að BB veri að koma betri skikk á þessi mál eins og að bæta Útlendingastofnun sem er virkilega steinrunnin.

Mestu vonbrigði mín í öllu því sem gerst hefur undanfarið er afstaða Ingibjargar Sólrúnar til ljósmæðra. Hún er konan sem er höfundur að því að afnema kynjabundin launamismun. Stjórnmálakonan sem hafði  hæsta hlutfall kvenna á bak við sig í síðustu kosningum. Hún neitar að svara formanni Ljósmæðrafélagsins, henni finnst þær ekki eiga að fá þá hækkun sem þær biðja um.

Var Ingibjörg Sólrún bara að plata konur fyrir síðustu kosningar? Nú segist hún ekkert geta gert. En Ingibjörg getur verið með einhver gæluverkefni á sínu ráðuneyti sem kosta okkur milljarða en koma okkur ekki að neinu gagni. Ég hef aldrei vænst neins af Árna Matt, hann kemur mér ekkert á óvart, honum virðist vera fyrirmunað að gera nokkuð rétt. Hvað ætli ég borgi öllu þessu liði kaup? og ekki dettur þeim í hug að spyrja um launahækkun bara framkvæma hana.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nei það er ekkert andskotans meðalhóf til.

Ingi björg S. er búin að svíkja tvö af sínum aðal-loforðum.

Bæta launakjör kvenna, og að taka okkur af listanum sem Dabbi og Dóri settu okkur á til stuðnings Bússa og hans félaga.....

....svikakvendi sem er orðin alveg jafn hrokafull og sjálfumglöð og þeir sem hún gagnrýndi mest....tsk tsk tsk...

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Rannveig H

Haraldur : Ég gleymdi nú þeim lista,en hún er ekki að höndla völdin það er hún búin að sýna okkur.

Rannveig H, 15.9.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ingibjörg hefur því miður ekki staðið sig. Hún er orðin valdasjúk hrokakelling. Því miður.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.9.2008 kl. 01:24

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Cats  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2008 kl. 08:28

5 identicon

Já Rannveig mín! lengi getur vont versnað hjá okkar stjórnmálamönnum. En er þetta ekki bara staðreyndin með okkur mannfólkið og þroska okkar, við beitum öllum brögðum og fögrum loforðum til að krækja í feitan bita. Og þegar það er í höfn þá eru hlutirnir breyttir og viðhorfin með!

Kv. Heimir

Ps. sjaldan launar kálfurinn ofeldið!

Heimir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:46

6 Smámynd: Rannveig H

Guðrún Þóra: Get ekki verið annað en sammála.

Helga: falleg kisa ég skýri hana Bonný.

Heimir besti minn ,vald spillir.

Rannveig H, 16.9.2008 kl. 16:44

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Ég er 100% sammála Guðrúnu Þóru.

Jens Sigurjónsson, 16.9.2008 kl. 20:53

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hún er búin að svíkja miklu meira en þetta tvennt. Það  átti að fresta öllum stóriðjuframkvæmdum þ.e. Bakka og Helguvík. Það átti að taka eftirlaunafrumvarpið fyrir og gera ráðherra jafnari öðrum í samfélaginu o.s.frv. Ætli sé ekki fljótlegra að telja upp það sem ekki var svikið.

Víðir Benediktsson, 16.9.2008 kl. 22:02

9 Smámynd: Rannveig H

Jens: Ég líka og velkomin

Víðir: Ég verð að örva þetta gullfiskaminni mitt,en eitt er víst það stendur ekki steinn yfir steini hjá henni blessaðri.

Rannveig H, 17.9.2008 kl. 00:25

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Langt síðan ég sá að hún er sami spillingurinn og restin af þessu ótrúlega pakki. Samt kemur hún alltaf fram eins og hún sé vammlaus drottning. Þvílík sjálfsblekking!

En knús á þig, ofurkrúttan mín.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.9.2008 kl. 16:05

11 identicon

Sæl Rannveig mín.

Ég velti því alvarlega fyrir mér hvort að það sé ekki kominn tími á að rannsaka, atferli,hugsun og almenna skynsemi hjá Ingibjörgu Sólrúnu jafnvel þó af miklu meiru sé af að taka,til að rannsaka!.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:01

12 Smámynd: Rannveig H

Helga Guðrún: Þú átt sko orðin yfir þetta. Knúsa þig líka.

Þói: það væru næg rannsóknaverkefnin Ætli Kári viti af þessu ?

Rannveig H, 17.9.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband