Allt hefur sinn tíma flokkarnir líka.

Er ekki eðlilegt að flokkarnir hafi sinn líftíma eins og flest annað í þessari veröld?

Framsóknaflokkurinn orðin 90 ára nokkuð góður lífaldur það. Hann var alltaf bændaflokkur og örugglega þjónað sínu hlutverki þá og á hans fyrstu áratugum. Í dag er hann merki um spilltan flokk sem er komin langt frá sínu upphaflega markmiðum, þannig er það í augum flestra.

Amma mín var mikil sjálfstæðiskona en það var örugglega ekki sá sami flokkur í orði og æði sem hún kaus og er starfandi núna. Hann ber aðallega merki spillingu og græðgisvæðingu. Er bara ekki komin tími á þennan flokk ?

Mamma mín var svo eðalkrati á Ísafirði þar sem kratar blómstruðu. Ég sakna þeirra, mér finnst þeir ekkert eiga sameiginlegt með Samfylkingu nema Jóhanna sem hefur tekið með sér krataeðlið. Ég segi bara eins og amma mín hefði sagt. Ég forátta þetta og lýsi andstyggð á þessu.

Hvað með þig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Þetta er hárétt hjá þér allir hafa sinn vitjunartíma og flokkanir breytast með nýju fólki.

Það er fullt af fólki sem búið að kjósa sama flokkinn í áratugi og heldur að það sé að kjósa það sama og fyrir 30 árum. 

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 22.8.2008 kl. 19:14

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Gaman að sjá þig komna aftur á vaktina.
  Þú veist að kratarnir blómstruðu ekki fyrir vestan eftir að ég flutti þangað.Þá tókum við þetta í gegn og löguðum til þarna. Og var ekki vanþörf á.Þvílíkt og annað eins,aðra eins óreiðu í pólitík hafði ég aldrei séð. En þetta færðum við til betri vegar og átti ég stóran þátt í því.Kannski ekki rosastóran en allnokkurn þó,ég var sterkur í að bera út Vesturland.

Yngvi Högnason, 22.8.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Rannveig H

Skatti hjá sumum er þetta genatískur andskoti.

Sæll Lærlingur þú átt nú ekki langt að sækja þetta.Ég ætlaði einmitt að setja hér inn sögu af pabba þínum og Böðvari Sveinbjörns en kunni svo ekki við það en auðvita á ég að seigja sögur af ykkur íhaldsplotturum

Takk gaman að sjá þig líka,þarf að fara að sjá þig í raun mér er sagt að Hallinn sé orðin krómdolla.

Rannveig H, 22.8.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Rannveig,það mjög alvarlegt að segja svona, Hallinn getur aldrei orðið krómdolla.

Yngvi Högnason, 22.8.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Flokkarnir eru allir komnir langt fram yfir síðasta neysludag.

Haraldur Davíðsson, 22.8.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Amma mín var eðalkommi á Ísafirði, hún meira að segja neyddi Afa til að verða þingmaður fyrir bæði krata & komma þar, sjálfstæðisprestsoninn úr Bolungarvík.

Ég vil samt sjá áfram 'Guðnalegann' framsóknarflokk, bændur þurfa líka að lifa & hafa sinn talsmann.

Ég helblár, hef í mér genatíkzt alþýðukrata fólginn & tel Samfylkínguna vera böl & mein allz þess fólks sem að hún er hreint ekkert að gera fyrir.

Steingrímur Helgason, 22.8.2008 kl. 22:38

7 Smámynd: Rannveig H

Yngvi: króm króm hvað þá.

Haraldur þú ert alltaf jafn orðheppin.

Hippó.Hjartanlega sammála,SF er bara vanvirðing við jafnaðarstefnu algjör skrumskæling.

Rannveig H, 22.8.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Rannveig H

Steingrímur! 'Eg vissi þetta með hana ömmu þína,fyrrverandi tengdafaðir minn Jón Valdimarsson var eðalkommi og vinur þeirra Odda hjóna. Ég held að framsókn eigi aldrei eftir að verða Guðnalegur því er nú ver Framsóknaflokkurinn er barn síns tíma. Sammála með Sf.

Rannveig H, 22.8.2008 kl. 23:32

9 Smámynd: Rannveig H

Hippó! Enn og aftur sammála.Það sem mér finnst gera Jóhönnu virðingaverða,er að hún tala til fólks og þá meina ég hvorki niður til fólks eða lítur upp til þess . Enginn hroki þar á ferð,og mættu fleiri taka það til fyrirmyndar.

Rannveig H, 23.8.2008 kl. 12:47

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Öss! Sendi þér bara knús mín kæra

Heiða Þórðar, 23.8.2008 kl. 16:27

11 Smámynd: Halla Rut

Mikið rétt hjá þér Rannveig enda tel ég að í dag sé tækifæri fyrir góðan hægrisinnaðan en samt félagslega þenkjandi flokk að koma fram. Flokkur sem setur Íslendinga og aðra ábúendur á Íslandi númer eitt.

Það þarf nefnilega atvinnu og tækifæri í samfélaginu til að geta staðið undir góðri félags- og heilbrigðisþjónustu.

Halla Rut , 23.8.2008 kl. 19:32

12 Smámynd: Rannveig H

Heiða

Halla!Við gerum okkar,gerum okkar,gerum okkar besta,og betra ef það er hægt. Ekki að það hafi ekki verið nóg atvinna ,allavega sumstaðar á landinu. En hún þarf að vera það alstaðar og verður þegar þessir stjórnarherrar fara að vakna upp  og taka til hendinni í sjáfarútvegs-og kvótamálum.             En mikið vildi ég sjá alla þá peninga sem þessir herrar eru búnir að eyða og gefa frá okkur í græðisvæðinguna, þeim hefði verið betur komið í félags og heilbrigðismál.

Rannveig H, 24.8.2008 kl. 13:24

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vestfirðingar eru kjarnafólk, sem kallar hlutina sínum réttu nöfnum. Þeir eru stundum fljótir að reiðast en það er fljótt úr þeim aftur, því þeir eru með stórt hjarta, þannig hefur hún amma þín ábyggilega verið. Stundum er merkingamunur á orðum milli landshluta. Rannveig ég hef ekki heyrt orðið forátta notað í þessu samhengi  getur verið að hún hafi notað orðið "foragta" (foragt), sem er dönskusletta?

Sigurður Þórðarson, 26.8.2008 kl. 13:36

14 Smámynd: Rannveig H

Siggi minn!! Ég er alltaf blíð,og lognmolla Auðvita var það foragta sem hún amma mín sagði. Barnsmynnið svíkur mig þarna.

Rannveig H, 26.8.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband