Helvítis hrokinn!

Hrokinn er heimska eða hvað finnst ykkur?

Ég hef verið í félagasamtökum þar sem hrokinn hefur tekið öll völd en ég hef líka verið í félagskap þar sem tókst að koma í veg fyrir hrokann og fylgifiska hans.

Mér finnst vont að vera í félagsskap sem kemur illa fram við sitt fólk, ræðir ekki ágreining eða skoðanaskipti, heldur mærir bara forystuna. Þannig félagsskapur kemst aldrei langt hann verður sjúkur. Það er þá sem ferlið byrjar, paranojan, stjórnleysið, meðvirknin og svo baktalar fólk endalaust.

Margir vilja raða sér á jötuna og hafa einhver völd þá er kanski ekki spurning hvað viðkomandi hefur til málanna að leggja.

Vinur minn sagði mér sögu af hrokanum sem mér finnst góð!

Djöfullinn var í göngutúr á Laugaveginum þegar Sissi mætti honum.

Sissi: Þú ert aldeilis flottur í dag er allt á uppleið hjá þér?

Djöfsi: Já nú er ég búinn að taka upp nútímamarkaðsfræði og er í bullandi gróða.

Djöfullin bauð Sissa með sér heim, þar sást öll velgengnin, hann fór með hann í herbergi þar sem syndirnar voru allar samankomnar.

Sissi: Bendir á körfu á gólfinu. Afhverju er þessi á tilboði 99,90kr?

Djöfsi: Jú sjáðu til ef þessi gengur út koma hinar á eftir þó þær séu dýru verði keyptar.

Og tilboðið var helvítis hrokinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hátt hreykir heimskur sér Rannveig mín!

Heimir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:04

2 identicon

já  þá dettur mér í hug vísan góða:

Heimskingjar margir hópast saman

hafa hver af öðrum gaman

eftir því sem þeir verða fleiri

verður heimskan meiri.

Heimir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Jens Guð

  Hehehe!  Skemmtileg færsla.

Jens Guð, 21.7.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Nú? Virkar þetta svona?Þarf að spá aðeins í þetta.

Yngvi Högnason, 21.7.2008 kl. 20:48

5 Smámynd: Halla Rut

Þetta er flott hjá þér. Bara spurning hvað sé hroki og hvað er hrein fáviska?

Oft er sagt; "Róm var ekki byggð á einum degi"  en kannski væri heldur að segja "Róm var ekki byggð með einum manni".

Halla Rut , 21.7.2008 kl. 23:24

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Flott hugleiðíng, en góðann hroka með innistæðu má nú heldur ekki hleypidómazt um.

Steingrímur Helgason, 22.7.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Halla Rut

Það eru nú margir blankir á því, minn kæri Steingrímur. En þó skal meta það þegar svo er. Oftast er það þeir sem fara mikið, og hafa hátt, sem uppskera.

Halla Rut , 22.7.2008 kl. 00:42

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Góð Rannveig, sagan passar vel á marga.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.7.2008 kl. 00:50

9 Smámynd: Skattborgari

Vel skrifuð grein mikið til í henni. Maður á að forðast félagskap þar sem að hrokin og baktal stjórnar öllu.

Nýja myndin er flott hjá þér. 

Skattborgari, 22.7.2008 kl. 00:55

10 Smámynd: Rannveig H

Heimir góð vísa.

Jens ég verð alltaf skemmtilega pirruð

Yngvi huu þú vissir þetta víst ,ert sko engin Lærlingur

Það er satt hjá þér Halla, það þarf nokkuð marga til að byggja Róm og samvinnu líka.

Rannveig H, 22.7.2008 kl. 00:59

11 Smámynd: Rannveig H

Steingrímur minn hvenær er innistæða fyrir hroka,smá (karla)grobb er kannski í lagi.

Takk Guðrún,við þekkjum það að hún passar hér og þar.

Sammála Skattborgari og takk fyrir þetta með myndina.

Rannveig H, 22.7.2008 kl. 01:06

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Rannveig. Hrokinn á sér yfirleitt upptök úr vanmáttarkenndinni. Þú hittir nánast aldrei toppfólk, á hvaða sviði sem er, sem er hrokafullt. Okkar er að veita þessu fólki aðhald, og ef það er í stjórn, leysa það úr ánauðinni, og kjósa nýtt.

Sigurður Þorsteinsson, 22.7.2008 kl. 07:50

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott færsla hjá þér Rannveig. Ég tek líka undir með síðasta ræðumanni.

Sigurður Þórðarson, 22.7.2008 kl. 16:04

14 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nefnilega svo nákvæmlega rétt hjá Sigurði Þorsteinssyni.

Halla Rut , 22.7.2008 kl. 19:18

15 Smámynd: Rannveig H

Halla og Siggi ! Sigurður Þ hittir á naglann.

Rannveig H, 23.7.2008 kl. 00:02

16 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hárrétt hjá þér Rannveig. Hroki er einn versti löstur í fari nokkurs manns. Eins gott að passa sig.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.7.2008 kl. 11:29

17 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Gæti trúað því að hroki sé komin af lélegu sjálfsmati.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 23.7.2008 kl. 16:52

18 Smámynd: Bumba

Flott færsla bloggvikona, og velkomin í hóp bloggvina minna. Ég er nú frekar latur að blogga og allt það. Hef verið hérna á Íslandi nú undanfarin 7 ár og upplifi hroka á hverjum degi. Óþolandi. Og nú er ég að fara út aftur og hlakka til að hverfa frá öllum þessum hrokagikkum. Það er alveg sama hvert maður snýr sér, þessi hrokalegi múr, hann er allsstaðar því miður í hvaða stétt sem er hérna á Fróni. Kannski var ég þannig líka. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.7.2008 kl. 22:35

19 Smámynd: Rannveig H

Þóra mín við pössum okkur,ég er einhvað nett pirruð á þessu núna

Það er satt Anna, kannski ætti fólk að taka til hjá sér og endurmeta sig svo

Rannveig H, 24.7.2008 kl. 00:12

20 Smámynd: Rannveig H

Bumba! Takk sömuleiðis gaman að hafa þig hér. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur hér í denn þegar þú komst í kaffi til hennar Önnu Rögnu á Grensás

Rannveig H, 24.7.2008 kl. 00:16

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fínt, ég fékk viðbrögð, við smákarla grobbinu, ósögðu & ómeintu.

Steingrímur Helgason, 24.7.2008 kl. 01:46

22 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Góð og skemmtileg grein hjá þér.  Hrokinn er einkenni alltof margra.  En Halla Rut þú varst að tala um tvær útgáfur um byggingu Rómar.  Sumir segja líka Róm var ekki byggð úr deigi einu saman.

Jakob Falur Kristinsson, 24.7.2008 kl. 16:15

23 Smámynd: Rannveig H

Steingrímur þú ert

Jakob takk fyrir og velkomin í bloggvinahópinn

Rannveig H, 24.7.2008 kl. 17:01

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski er samhentur hópur liðsmanna sterkari þegar á hólminn er komið en fámenn herstjórn í einangraðri fylkingu.

Árni Gunnarsson, 26.7.2008 kl. 00:03

25 Smámynd: Bumba

Takk fyrir elskan, ég sakna ykkar allra ómælt. En nú er nóg komið, ég held heim til Hollands á ný þó með töluverðum trega Rannveig mín, ég trega það sem var sem mér fannst gott og gilt í mannlegum samskiftum. En það er horfið því miður. Með beztu kveðju.

Bumba, 29.7.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband