Súpa og brauð.

Veitingastaðurinn Basil og Lime Klapparstíg 38 ætlar að bjóða vegferendum upp á súpu og brauð í hádeginu á laugardögum fram að jólum. Súpan verður seld í tjaldi við veitingastaðinn og kostar 500 krónur  Öll vinna og hráefni í súpuna eru gefin og rennur andvirðið  í neyðarjóð ABC barnahjálparstarfs.

Frábært framtak! Ég hvet alla sem eru á ferðinni í bænum að staldra við og fá sér heita súpu. Vegna gengislækkunar krónurnar er þörfin fyrir aðstoð mikil.

Ég hef ákveðið að bjóða 10 manns í í heita súpu, eiga góða stund með vinum og styrkja gott málefni (þetta er neyð). Södd og sæl með góðu fólki og hafandi gert einhvað gagn ætla ég að fara til friðsamra mótmæla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott framtak á meðan maður nýtur veitinga er verið að gera börnum til góða. Það er til urmull af góðu fólk við þurfum að tala um það..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Frábært framtak. Nú verðum við bara að standa saman um að koma spillingarliðinu frá, bendi á góðan pistil á Deiglunni. Þar er talað um að nú séum við að súpa seiðið af klíkuskap og fjölskyldutengslum við ráðningar í mikilvæg störf  í stað þess að ráða ávallt hæfasta fólkið sem völ er á.

Þóra Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Við Rannveig könnumst við þannig fjölskyldu- og vinaráðningar

Þóra Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 19:31

4 Smámynd: Rannveig H

Stelpur þetta er ömurleg þróun, mest blöskraði mér þegar Þorgerður Katrín gat látið það út úr sér á miðstjórnarfundi flokksins að það væru skemmtilegir og spennandi tímar framundan. Að vísu var hún að tala við sitt fólk skyldi það vera í öðrum málum en við.

Rannveig H, 14.11.2008 kl. 21:30

5 Smámynd: Skattborgari

Þetta er gott framtak hjá þeim og kannski maður skelli sér á morgun.

Mitt álit á henni Þorgerði og öllum hinum ráðherrunum fer sífellt minnkandi.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 14.11.2008 kl. 21:41

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta kalla ég góðar fréttir, frábært framtak. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2008 kl. 11:56

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Gott að heyra góðar fréttur frá Íslandi.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 15.11.2008 kl. 21:30

8 Smámynd:

Notalegar svona fréttir.

, 15.11.2008 kl. 21:49

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Skemmtilegir tímar já. Það er greinilega misjafnt hvað fólki finnst skemmtilegt. Sumir eru að missa aleiguna, það er kannski mjög spennandi.

Víðir Benediktsson, 16.11.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband