Banaslys ! Erfið minning.
1.9.2008 | 22:21
Ungur maður lést í bílslysi í Mjóafirði en sem betur fer slapp unnustan lítið meidd. Ég votta unnustunni og fjölskyldu samúð mína.
Mér finnst það óhugnanlegt að tveir bílar skulu hafa keyrt framhjá án þess að sinna stúlkunni og hjálpa til á slysstað. Mér er sagt að þetta hafi gerst við Botn í Mjóafirði og að aðstæður hafi verið þannig að þetta hefði ekki átt að fara framhjá neinum.
Þetta slys vekur upp sára minningu hjá mér, þar sem dætur mínar og dóttursonur lentu í bílslysi á leið sinni frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá var lítil umferð langt á milli bæja og gerðist kl 2 eftir miðnætti. Guðlaug reyndi að ná í hjálp. Fyrsti bíll sem kom að stoppaði, ég veit alveg hvernig mér og henni hefði liðið hefði hann keyrt framhjá, þar sem hún vissi ekki hvort systir hennar var lífs eða liðin. Hrafnhildur Brynja lifði ekki þetta slys. Eitt er að missa ástvin en mikið ömurleg lífsreynsla að vera afskiptur, einn og yfirgefinn í svona hremmingum.
Ég vona að þessi stúlka eigi góða að til að styðja hana í gegnum þessa sorg. það er ekki bara borgaraleg skylda okkar að hjálpa til á slysstað heldur það er algjör skortur á öllu mannlegu að gera það ekki.
Guðlaug
Athugasemdir
Slys vekur upp sára minningu. Votta aðstandendum mína dýpstu samúð . Það er ekkert eins sárt að missa börnin sín elsku Rannveig mín veit að þú þekkir það af eigin raun.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 22:34
Þetta er hörmuleg þróun. Ætli fólk sé hrætt við að stoppa og sinna fólki.
Sendi þér ljós elsku Rannveig mín.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.9.2008 kl. 22:41
Samhryggist þér og er þér algjörlega sammála.
Haraldur Davíðsson, 1.9.2008 kl. 23:25
Þú veist minn hug til þín vegna dóttur þinnar Rannveig mín.
Ég er einmitt að hlusta núna á Vilhjálm Vilhjálmsson og gömlu lögin hans. Það snýst í mér hjartað við að sjá myndina af dóttur þinni og heyra um leið rödd hans í þeim tilfinningalegu söngvum sem aldrei gleymast. Ekkert frekar en minningin um fallegu dóttur þína.
Mínar bestu kveðjur.
Halla Rut
Halla Rut , 2.9.2008 kl. 00:13
Það hlýtur að vera eitt það versta sem getur hent móður að missa barnið sitt í slysi.
Samhryggist þér innilega.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.9.2008 kl. 00:41
Orð ná ekki að lýsa svona sorgum.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.9.2008 kl. 01:39
Til hamingju með afmælið í dag mamma.
Fyrirgefðu að ég gat ekki reddað þessu með myndina. Elska þig :*
Gulla (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 08:44
i dag er det Rannveig fødselsdag hurra hurra hurra
hun sikker sig en gave som hun har ønsket sig i år
med dejlig chocolade og kager til.
Vona svo sannarlega ad tu eigir godan dag.
Veit ad hun Hrafnhildur er med ter i dag eins og alla adra daga
Sjaumst um helgina Brynja systir Dk
brynja (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 11:19
...Til hamingju með daginn...
...loks ertu sextán, eftir langa bið..
Haraldur Davíðsson, 2.9.2008 kl. 11:24
Anna Ragna : Ég hef alltaf verið heppin að eiga þig sem vinkonu
Guðrún: Takk fyrir ljósið Ég vona að það sé frekar hræðsla hjá fólki við að stoppa heldur en einhvað annað.
Haraldur: Takk stráksi minn,hum þú ert ekki með þetta alveg á hreinu ,Eg er á seinni gelgjunni 18 ára að ég held.
Rannveig H, 2.9.2008 kl. 11:59
Elsku Rannveig það er skrítið að senda þér afmæliskveðju (sem ég geri hér með )- um leið og ég finn þennan klump í hjartanu vegna dóttur þinnar. Fallegar dæturnar báðar.
Knús og krams yfir gleði þinni og sorgum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.9.2008 kl. 12:02
Skatti minn! Takk minn kæri,Allir foreldrar vilja ekki þurfa lifa börnin sín.
Helga Guðrún.Knús á þig stelpa.
Gulla: Takk elsku stelpan mín.
Brynja:Takk og þú trúir ekki hvað mig hlakkar til að hitta þig um helgina
Rannveig H, 2.9.2008 kl. 12:07
Halla Rut Við höfum svo oft rætt þessi mál,og höfum vonandi haft gott af því báðar,allavega ég. Oft finn ég hana Hrafnhildi mína í þér
Jóhanna: Takk fyrir afmæliskveðjuna Tímin vinnur með mér og hjálpar og svo hvað ég á yndislega fjölskyldu.
Hann Hippokrates bloggvinur minn sendi mér einkaskilaboð í eymdinni minni í gærkvöldi sem glöddu mig alveg sérlega,þar kom upp skemmtileg tilviljun sem ég ætla honum að setja hér inn ef hann vill. Hippo!minn takk fyrir minn kæri.
Rannveig H, 2.9.2008 kl. 12:32
Til hamingju með afmælið Rannveig...
Halla Rut , 2.9.2008 kl. 13:33
Til hamingju með daginn stóra systir. Fínn dagur, sól og gleði. Alveg að koma helgi, við mamma byrjaðar að versla, ekki veitir af fyrir alla þessa munna sem koma Elsku frænka er með okkur þennan dag sem alla daga.
Með kærri afmæliskveðju Hrefna og mamma.
Hrefna (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 14:20
Takk elsku Hrefna sys og mamma. Mig hlakkar svooo til og er byrjuð að undirbúa kjötsúpuna Fleiri tuga lítra.
Rannveig H, 2.9.2008 kl. 18:35
elsku Rannveig mín, ég gleymi aldrei þessu slysi. Ég man það vel, vegna þess að þið voruð einmitt hér í næsta húsi, það er sárt að missa, og ég skil að svona slys ryfji upp það erfiða. Knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2008 kl. 18:41
Til hamingju með daginn skvísa , um leið sendi ég þér mínar innilegustu samúðarkveðjur .
Þóra Guðmundsdóttir, 2.9.2008 kl. 18:49
Til hamingju með afmælið Rannveig. Eigðu gott kvöld og góða viku.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 2.9.2008 kl. 19:17
Áshildur: Það var einmitt ferming á Engi við hliðina á yndislega kúluhúsinu þínu. Ég vona að það verði haldið vel utan um þessa stúlku sem lenti í þessum hremmingum. Knúsa þig líka fyrir allan þinn glaðning sem bloggið þitt er.
Þóra og Skatti þið eruð endalaust góð við mig Takk takk
Rannveig H, 2.9.2008 kl. 21:00
Allt er fertugum fært.Til hamingju með daginn.
Yngvi Högnason, 2.9.2008 kl. 21:25
Til hamingju með daginn!
Það er erfitt að átta sig á hvað veldur því að bílstjórar stoppuðu ekki hjá stúlkunni á slysstað. Ég hef grun um að þetta sé nútímavandamál. Það er að segja að fólki sé orðið meira sama um annað fólk og reyni að láta sér vandamál annarra ekki koma sér við.
Við heyrum ítrekað frá því þegar margir ráðast á einn innan um fjölmenni úti á götu og enginn grípur inn í.
Jens Guð, 3.9.2008 kl. 00:05
Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 02:29
Yngvi: Takk .Allt er fertugum fært Góður Lærlingur.
Jens:Takk Jensin minn. Jens ef þetta er orðið eða að verða vandamál,þá verðum við að fara taka til hendinni held ég. Það er óásættanlegt ef við erum orðin svo firrt að við hjálpum ekki fólki í neyð
Hólmdís: á þig.
Rannveig H, 3.9.2008 kl. 11:18
Knús á þig!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 3.9.2008 kl. 14:46
Ái, von að þetta komi við kvikuna þína, en sterk ertu að geta skrifað um þetta á þennann fallega hátt.
Steingrímur Helgason, 3.9.2008 kl. 22:27
Berglind: knús á þig til baka.
Steingrímur:Takk. Veit ekki hvernig ég á að svara þessu nema .Hjartans þakkir.
Rannveig H, 4.9.2008 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.