Ólafur farin og ég komin.

Ég er komin úr yndislegu fríi sem stóð yfir í 2 mánuði og ferðaðist næstum allan tíman en meira af því síðar.

Nú er búið að senda Ólaf í frí  og hann er bæði hissa og reiður! Vinirnir eru orðnir að óvinum! Vissulega eru borgamálin orðin tómt rugl fyrir löngu og allir búnir að fá nóg. En minn kæri Ólafur F þú tókst þátt í þessu og ekki bætir það að "fíflunum" fjölgi hjá þér. Svo er heiðursfólkið farið að ljúga sem þú gerðir samkomulag við. Ólafur er það ekki svo að þið hafið öll logið og plottað? 

Núna viltu ganga í FF fá bakland hjá fólkinu sem vann fyrir þig í síðustu kosningum, fólkinu sem þú yfirgafst að því að það hentaði þér ekki, en greinilega hentar þér núna. Ólafur er ekki heiðarlegra að þú stofnir bara nýjan flokk? Þá veistu pottþétt hvað þú átt persónulega mikið fylki.

Er ekki heiðarlegra að þú hættir að nota fólk bæði út og suður til að komast áfram í pólitík miðað við það sem á undan er gengið? Meðvirknin gerir fólk svo mannlegt, það er örugglega þannig fólk sem vill halda í höndina á þér í gegnum framboð.

Því svona þér að segja Ólafur F þá held ég að þú eigir svaka lítinn stuðning í FF ... það er allavega mín skoðun.

 


mbl.is Sakar Hönnu Birnu um ósannindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Óvinurinn ann svikunum en fyrirlítur svikarann...

Haraldur Davíðsson, 20.8.2008 kl. 19:20

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það segir sig nú sjálft að það er ekki hægt að koma og fara úr neinum stjórnmálaflokki. Sá sem gengur úr flokki og svíkur kjósendur sína, hlýtur að eiga erfitt með að vinna traustið aftur. Stundum er það meira að segja ekki hægt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.8.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Rannveig H

Haraldur: Vel orðað.

Hippo:Það er það sama með mig, Tækifærissinnar heilla mig ekki..

Guðrún Ef þetta á eftir að ganga upp hjá Ólafi F þá er einhvað meira en lítið að,kannski er bara einhvað meira en lítið að.

Rannveig H, 21.8.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Halla Rut

Því ákvað hann að koma fyrst til baka einmitt nú? Það er einmitt stóra spurningin í þessu öllu núna. Svarið við þessu er einmitt svarið við öllu.

Halla Rut , 21.8.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Halla Rut

Ps: Velkomin heim.

Halla Rut , 21.8.2008 kl. 21:03

6 Smámynd: Rannveig H

Halla! Það væri mjög svo forvitnilegt að vita afhverju hann kom til baka,þó svo ég gefi mér þær forsendur að nú vantar hann bakland.En staðreyndin situr eftir afhverju yfirgaf hann sitt bakland,og gerir hann það aftur.

ps takk eskan.

Rannveig H, 22.8.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Rannveig, tek heilshugar undir hvert orð í pistli þínum.

Hafðu góða helgi,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 22.8.2008 kl. 14:58

8 Smámynd: Rannveig H

Takk fyrir Ásgerður,og eigðu sömuleiðis góða helgi.

Rannveig H, 22.8.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband