Nostalgía og fordómar.

Ég er algjörlega háð blogginu hennar Ásthildar Cesil. Ég fer í í létta fortíðarsveiflu og að skoða myndirnar sem hún er óspör á og er bara dásemd. Ég veit að Þetta á við fleiri brottflutta ísfirðinga en mig.

Þegar ég var gelgja og Ásthildur og hennar vinkonur orðnar skvísur voru þær mestu fyrirmyndirnar. Það rifjaðist upp fyrir mér að einhvertíma þegar Þær vinkonurnar voru að fara einhvað flott og við Daddi bróðir hennar horfðum á eftir henni, hún var algjör glæsipía.

Ég: svona ætla ég að vera.

Daddi: huu þú getur það aldrei.

Áshildur skrifaði blogg í gær um að hún hafi hlustað á pasturinn í Krossinum og kom með magnaða hugvekju út frá því en sjálf hlusta ég aldrei á Gunnar þrátt fyrir að vera mjög trúuð.

Gunnar í Krossinum telur sig getað afhommað og aflessað, hann túlkar biblíuna á allt annan hátt en prestar yfirhöfuð, hann telur sig vera að túlka orð guðs og hans heilaga sannleika sem er svo bara mistúlkun hjá honum "falsspámaður".

Jóhanna Magnúsar og Völudóttir orðaði mína líðan svo vel þegar ég hef hlustað á karlinn hér áður fyrr.  "þetta er eins og að verða fyrir andlegri nauðgun."

Fordómarnir þrífast nógu vel án þess að svona menn fái að komast í fjölmiðla til að kasta óhróðri yfir fólk. Ég hvet ykkur til að lesa hugvekjuna hennar Ásthildar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ásthildur er gimsteinn í bloggzorpinu, óumdeilt.

Að þinni spurn á rúgbrauðsbloggerí mínu þá var amma mín Lára Helga í Odda.

Steingrímur Helgason, 25.7.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Rannveig H

Sammála þér með Ásthildi. Ég man vel eftir Láru í Odda ,hún var svo vinaleg kona.

Rannveig H, 25.7.2008 kl. 01:31

3 identicon

Sæl og blessuð systa góð.

Það er alveg ótrúlegt hvað margir hafa fordóma gagnvart hommum og lesbíum, og hvað margir viðurkenna ekki að þeir hafi fordóma en hafa þá samt.

En þeir verða bara að hafa það fyrir sig, svona er þetta bara og svona verður þetta, þeirra missir

Annars er allt gott hér hjá okkur, sól og blíða alla daga hitastigið frá 28 til 30 gráður.

Nú fer að stittast í að dóttir og tengdadóttir komi til Ísland í sumarfrí og eru þær farnar að telja niður dagana.

Ég kem til íslands fyrstu helgina í sept og vonandi sjáumst við á Ljósanótt hjá litlu systur.

Kveðja Danaveldi

Brynja og co.

Brynja (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 04:30

4 Smámynd: Jens Guð

  Maður þarf ekki að vera brottfluttur Ísfirðingur til að vera háður blogginu hennar Ásthildar og frábæru myndasyrpunum hennar.

Jens Guð, 27.7.2008 kl. 16:59

5 Smámynd: Rannveig H

Já Brynja mín það er svo sannarlega þeirra missir, koma þær ekki um miðjan águst. Við skulum gera einhvað skemmtilegt á Ljósanótt með litlu sys  Mig hlakkar til.

Rannveig H, 28.7.2008 kl. 12:12

6 Smámynd: Rannveig H

Jensin minn þú gætir sko alveg verið Ísfirðingur. Þú ert sko þannig.

Rannveig H, 28.7.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband