Vert á Skagaströnd.
13.7.2008 | 21:43
Það er ég.
Nú er ég búin að þvælast um landið þvert og endilangt þó það mikilvægasta sé eftir. Ég á eftir að fara norður á strandir og vestur á firði.
Í þessum skrifuðu orðum er ég vert á Skagaströnd á kaffihúsi sem heitir Bjarmanes fallegt og notalegt kaffihús við sjóinn. Tíu og hálft skref í fjöruna það er næstum eins og að vera heima í Hnífsdal.
Hún Steinunn Ósk vinkona mín rekur þennan stað. Steinunn skrapp til Vestmannaeyja í brúðkaup yfir helgina. Bjarmanes var einu sinni skóli hér á Skagaströnd húsið er byggt held ég árið 1912 húsið hefur allt verið tekið í gegn og er það núna í sinni upprunalegri mynd.
Kántrýbær er svo beint á móti Bjarmanesi og ég er ekki að ýkja það en útvarpið hans Hallbjarnar hljómar hér allan sólahringinn. Það er ekki hægt að ná í aðrar stöðvar og mér finnst Skagstrendingar umburðarlyndir að þola þetta.
Ég fór á tónleika með stóru ástinni í lífi mínu honum Magga Eiríks (stór og mikill og ég elska lögin hans) Maggi og KK voru flottir en á miðjum tónleikum fór fólk að syngja með þeim (aðkomufólk). Mér finnst það fúlt þegar ég er búin að borga mig inn á tónleika með flottum söngvurum að fólk geti ekki þagað og hlustað. Í restina var þetta orðið eins og í brekkusöng hjá ónefndum alþingismanni.
Á morgun verður skroppið til Reykjavíkur stoppað í nokkra daga og svo hefst gamanið aftur...
Athugasemdir
Tók fyrsta bekkinn í barnaskóla í Bjarmanesi. Húsið er fallegt í dag en ekki er það nú í upprunalegri mynd, ekki alveg.
kv.
Bergur Thorberg, 13.7.2008 kl. 22:04
Bergur það er líka svo vandað og vel gert við það,einhver sagði mér að það væri friðað. Það hefur verið bæði gaman og gott að vera hér og umhverfið alveg sérstakt
Rannveig H, 13.7.2008 kl. 22:23
Fæddur og uppalinn á Skagaströnd. Flutti burt þegar ég fór í menntaskóla. Kemst ekki lengra heim en þangað. Fjaran! Vá!!!!!
Bergur Thorberg, 13.7.2008 kl. 22:43
Er vært að vera vert undir 'Spákonuhöfðanum' ?
Steingrímur Helgason, 14.7.2008 kl. 00:49
Hafðu það bara gott á ferðum þínum um landið.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 14.7.2008 kl. 01:08
Bergur fjaran er það besta hér.
Steingrímur það er vært ef ég losnaði við kántrýið.
Takk Skattborgari.
Rannveig H, 14.7.2008 kl. 10:12
Sæl, ég vildi að ég gæti kíkt í kaffi til þín en, ég er bara hérna í Reykjavík. Bestu kveðjur til þín og viltu gjöra svo vel að fara varlega á þessu apparati þínu
Þóra Guðmundsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:28
Jemin Jemin
Bara orðin vert á kaffihúsi. Það er ég viss um að þér hefur tekist vel að selja vel um helgina, þú ert svo góð að kjafta alla til
Já það var gott að búa nálægt sjónum í Hnífsdal, sérstaklega að heyra í sjónum þegar lagst var í rúmið á kvöldin.
Ég heyrði í mömmu um helgina og sagði hún mér að þú værir væntanleg. Keyrðu bara varlega og knúsaðu alla frá mér.
Bestu kveðjur Brynja systir
Brynja (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 20:38
Þóra við drekkum saman kaffi fljótlega þurfum svo margt að spjalla.Ég fer alltaf (oftast) varlega
Brynja mín sys,það var gott að vera í Dalnum okkar.Það gekk vel að vera Vert, vanar konur vinna verkið. Ég knúsa alla frá þér
Rannveig H, 14.7.2008 kl. 23:20
Takk fyrir innlitið um daginn! Það var gaman að hitta þig bara leiðinlegt hvað ég hafði lítinn tíma
Huld S. Ringsted, 14.7.2008 kl. 23:56
Hvað er flottara en Maggi Eiríks og KK með spilerí á Skagaströnd?
Jens Guð, 15.7.2008 kl. 01:54
Rannveig, þetta hafa verið vörusvik hjá vini þínum Magnúsi, þú verður að tala við Neytendatalsmanninn og vita hvort þú fáir ekki annan miða... Hlakka til að sjá þig í borginni.
Ég er búin að heimsækja Hnífsdal og Strandirnar, það var bara gaman.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.7.2008 kl. 09:05
Huld ég á eftir að koma aftur hitti vonandi betur á hjá þér
Jens þeir eru flottir karlar Maggi og KK ekki spurning.
Neytendatalsmanninn þessi var góður .Hlakka líka til að hitta þig Guðrún.
Rannveig H, 16.7.2008 kl. 00:39
Sæl Rannveig,
Selur kaffi á Skagaströnd,ekki verra en hvað annað. Hvað kostar kaffikannan ? Hjartanlega er ég sammála með tónleikana sem þú fórst á .
Hafðu það sem best.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 05:49
Þói minn það var voða gott og gaman að vera á Skagaströnd næstum eins og að vera fyrir vestan.
Rannveig H, 18.7.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.