Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hverjum getur liðið vel í dag?

Nú er búið að skuldsetja hvern einasta Íslending upp á 5 miljónir!

Davíð og ríkistjórn fá að halda áfram.  Hvað verður næst? Ég treysti ekki þessu fólki fyrir horn. Og það er eins og að hafa Drakúla yfir Blóðbankanum að hafa Davíð áfram í Seðlabankanum.

Ég sárbæni stjórnarandstöðu að lýsa vantrausti á ríkisstjórn; bið líka Ólaf Ragnar að rjúfa þing og mynda utanþingsstjórn. Ég ákalla allt það flotta fólk sem hefur staðið fyrir mótmælum að koma okkur til hjálpar.

Er ekki komin tími til að að dusta rykið af frumvarpi Vilmundar heitins Gylfasonar, "Flokkabáknið burt"? Kjósum um fólk, kjósum fagmennsku.  Við viljum ekki meira af gjörspilltum flokksklíkum.

En munum fyrst og fremst ábyrgð okkar.  Þetta fólk er í vinnu hjá okkur og það brást alveg hrapalega.  Veitum þeim ekki áframhaldandi vinnu.

 


mbl.is Hollendingar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannveig spyr, Jens Guð svarar

  Þetta er nýtt form á blogginu.  Ég varpa fram spurningu og Jens Guð svarar.  Á morgun varpar hann fram spurningu til mín á sínu bloggi,  www.jensgud.blog.is,  og ég svara í sömu bloggfærslu.

  Spurningin til Jens er þessi: 

  ISG var að að skera niður útgjöld um 20%.  Finnst þér að hún hefði getað gert betur og ef svo er í hverju helst?  Bendi á að mest af þessum sparnaði var ekki komið til framkvæmda heldur var á fjárlögum næsta árs. Einnig skipaði ISG samstarfskonu sína til margra ára sendiherra í dag.

  Jens svarar: 

  Ég hef aldrei verið sérlegur aðdáandi ISG.  Þó hélt ég hana vera mun merkilegri pólitíkus en stutt vera hennar í starfi utanríkisráðherra hefur leitt í ljós.  Hún hefur valið sér hlutverk þess sem bugtar sig og beygir og gengur með betlistaf á milli þjóða að snapa atkvæði fyrir vonlausa baráttu fyrir sæti í Öryggisráði SÞ.  Svo bláeyg og ólæs á diplómatísk samskipti að hún hélt sig vera með sætið nokkuð víst í hendi og gífurleg afföll loforða komu henni í opna skjöldu.  Hlutverk Íslands í þetta vonlausa sæti var aldrei skilgreint.  Þetta var löngun í sæti án markmiðs og gerði Ísland bara kjánalegt.  Hvort að kosningabaráttan kostaði mörg hundruð milljónir eða yfir 1000 milljónir er ekki heila málið.  Góð landkynning er afsökunin í dag.  Það var þá landkynning!

  Niðurskurður á útgjöldum utanríkisráðuneytisins eru lítið meira en sýndarmennska.  Þar þarf róttækan niðurskurð.  Það er algjörlega ástæðulaust að halda úti öllum þessa fjölda sendiráða þvers og kruss um heiminn.  Það er bara flottræfilsháttur.  Tölvusamskipti á milli landa og heimsálfa eru orðin svo einföld og auðveld í dag að hlutverk sendiráða eru að mestu óþörf.  Ekki síst þegar horft er til þess gífurlega fjármagns sem þau soga í sig í formi húsnæðiskostnaðar,  launakostnaðar og þess sem íslensk sendiráð snúast um í dag:  Kokkteilboð í útlöndum fyrir íslenska embættismenn og einskonar félagsmiðstöðvar fyrir afdankaða stjórnmálamenn.

  Fátt jákvætt get ég sagt um Valgerði Sverrisdóttur.  Hún má þó eiga það að hafa staðið gegn öflugum þrýstingi um að fjölga íslenskum sendiherrum.  Það eru vonbrigði að ISG skuli nú bæta í sendiherrastóðið með því að "aðla" vinkonu sína í þannig embætti.  Svei!

  Ég verð að bæta við að ISG er á jaðri þess að fremja landráð með því að fá Breta nú til landrýmiseftirlits í landhelgi þjóðar sem þeir hafa skilgreint sem óvinveitta hryðjuverkaþjóð.  Með tilheyrandi kostnaði og ölmusubeiðni um að Bretar taki þátt í þeim kostnaði.  Svei!    


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband