Ég mótmælti ekki vegna aldurs!

Ég lái ekki þessu unga fólki sem voru í þessum mótmælum. Þetta er fólkið sem stjórnvöld eru búin að veðsetja upp í topp. Fólkið sem ekki hefur notið góðæris. Þetta er líka þjóðin.

Mér hentar betur að sitja inni í Háskólabíó eða  standa á Austurvelli og hlusta á ræður.Það er vegna aldurs. Ég skil ekki alveg vandlætinguna um þessi mótmæli sem ég les víða. Þarna var ekki ofbeldi en það var verið að mótmæla því ofbeldi sem stjórnvöld eru að sýna þjóðinni.


mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Nei kæra Lady.  Við verðum að draga mörkin einhverstaðar.  Mótmæli mega ekki trufla störf lýðræðislega kjörinna fulltrúa.  Það nutu allir góðs af því góðæri sem hefur verið undanfarin ár. T.d. hafði ríkissjóður greitt niður erlendar skuldir og það var búið að fjárfesta gífurlega í innviðum samfélagsins.

Þorsteinn Sverrisson, 8.12.2008 kl. 19:18

2 identicon

Þetta er fólkið EKKI sem stjórnvöld eru búin að veðsetja upp í topp, það fólk var að vinna fyrir skuldunum á uppsagnafrestinum.  Þetta voru 101 rottur sem aldrei hafa þurft að vinna fyrir öðru en kaffibollanum og stöku bjórglasi og ekki farið út fyrir 101 nema í halarófu til kárahnjúka,  þetta er fólkið sem við hin eigum eftir að halda uppi samhliða því að borga niður skuldirnar.

Kiddi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Skattborgari

Rannveig þú ert nú ekki svo gömul þó að hann sé aðeins farinn að sjást en þú ert enn ungleg gamla.

Kiddi ég held að þeir sem mómæla hæst hafi aldrei unnið neitt að viti og séu bara í háskólanum til að læra til að geta fengið gott djopp á kostnað skattgreiðenda.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 8.12.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þekkjum við þetta fólk ?

Ekki tel ég mig vita neitt um það.

Greinilega margir sem vita margt vont um þetta fólk, við verðum að varast að dæma.

Ég veit nefnilega um eina á sextugsaldri sem mótmælti. Ekki sáuð þið hana.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.12.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Aldur? Áttir þú göngugrindina sem löggan á Akureyri var að auglýsa eftir í svæðisútvarpinu í kvöld?

Víðir Benediktsson, 8.12.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Rannveig H

Þorsteinn: Mín mörk þoldu alveg þessa uppákomu eins og þú seigir var þetta truflun á vinnufrið alþingismanna og ráðherra. En verðum við ekki að horfa til þess hvernig ráðherrar hafa verið að standa sig í vinnunni sinni.

kiddi Ég sé að þú ert kunnugur.

Guðrún: Nei ég þekki þetta fólk ekki baun, en samkvæmt því sem ég les á blogginu og af orðum kidda þá var þetta allt óþverrapakk.

Rannveig H, 9.12.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Rannveig H

Skatti Takk unginn minn.

Víðir: Þökk sé útvarpstjóra að leggja ekki niður svæðisútvarp Annars væri grindin mér glötuð.

Rannveig H, 9.12.2008 kl. 00:25

8 Smámynd: Yngvi Högnason

Gúmoren LR. Þú veist að það er munur á mótmælum og uppþotum. Ekki hef ég séð að þetta sé stóreignafólk sem að hægt er að veðsetja upp í topp.Það þarf ekkert að vorkenna þessu fólki.Það var enginn búinn að lofa þessu fólki að lífið yrði því auðvelt fremur en það hefur verið þér og mér.Ef það var hér góðæri þá missti ég af því.Og í lagi finnst mér að mótmælt sé en mér finnst ekki í lagi þegar einhverjir mótmæla,þá segist þeir vera að tala fyrir mig.Eða þjóðina.Það var illa mætt á laugardaginn niður frá en mannmargt var í verslunum.Kuldinn,jólin eða er fólk orðið leitt á mötun elítunnar sem velur að vanda "þverskurð þjóðarinnar"? Sem er;rithöfundur,námsmaður og leikari eða verkakona-maður. Sérhver er nú "þverskurðurinn". En það er ekki þér að kenna.

Yngvi Högnason, 9.12.2008 kl. 00:29

9 Smámynd: Skattborgari

Það var ekkert Rannveig.

Ég held að þessir einstaklingar sem hafi verið teknir í Alþingishúsinu núna séu mest megnist skólafólk eða einstaklingar sem búa enn hjá pabba og mömmu og hafa gert alla sína ævi.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.12.2008 kl. 00:35

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er það ekki nokkuð mikill tepruskapur að vera að gagnrýna nokkur ungmenni fyrir að segja það sem aðrir hugsa og trufla alþingi sem hefur ekki lengur umboð þjóðarinnar.

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda þessum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.

Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið.

Þetta sem gerðist í þinginu er smámál.

Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni.

Einhverjir verða jú að borga veisluna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:37

11 Smámynd: Rannveig H

Yngvi: Er þetta ekki full dramatíst að kalla þetta uppþot. Ég held því fram að það sé búið að veðsetja fólk þegar það þarf að borga annarra skuldir (útrásavíkinga). Þegar ég geng til kosninga þá kýs ég fólk sem er búið að lofa mér þeirri fjárhagsstefnu og þeim aðstæðum sem ég er sátt við. Það eru loforð sem stjórnmálamenn gáfu mér. Það eru loforð sem þeir þverbrutu. Það eru loforð sem engin vill taka ábyrgð á í dag.Yngvi við verðum seint sammála um þessi mál,og það er líka í lagi. Það er það besta við lýðræðið að fólk má að hafa skoðanir.Ég hef verið mjög ánægð með það ræðufólk sem ég hef hlustað á og það hefur allavega túlkað mín viðhorf og þúsundir annarra.

PS.Fyrrverandi formaður Dúllara var á fundinum í kvöld og fór mikinn.

Rannveig H, 9.12.2008 kl. 01:15

12 Smámynd: Skattborgari

Það er fullt af fólki í stór vandræðum og mjög margir sem vilja fara að heiman en geta ekki fjárfest í íbúð þó þeir vilji það því að ástandið og verðbólgan mun éta allt eigið fé þeirra upp á næstu 1-2árum.

En ég vil benda þeim sem eru að fara að kaupa sína fyrstu íbúð á að lækkun húsnæðisverðs mun koma því vel en kemur aftur á móti öllum sem eiga húsnæði illa og ég er í þeim hópi. 

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.12.2008 kl. 01:21

13 Smámynd: Rannveig H

Skatti: Það getur alveg verið að þetta séu alt skólakrakkar en mér finnst það ekki breyta neinu.

Jakobína: Þú seigir allt sem seiga þarf eins og endranær.

Og einhver verður að borga veisluna það er aðalmálið. Og hver á að borga hana þegar við verðum búin að missa fjölda fólks úr landi vegna þeirra aðstæðna sem er búið að skapa fólkinu hér.

Rannveig H, 9.12.2008 kl. 01:28

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Getið þið ímyndað ykkur hvernig þessu unga fólki líður, ætli það fái vinni á Íslandi þegar það líkur námi?  Þarf það að leita annað til þess verða ekki ómagar í gjaldþrota þjóðfélagi.  Ég skil vel reiði þessara ungu mótmælenda.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:33

15 Smámynd: Skattborgari

Rétt er það en fólk sem er alltaf í skóla er naut heimskt á mörgum sviðum oft á tíðum.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.12.2008 kl. 01:34

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skatti vertu ekki með þessar alhæfingar. Ég hef migið í saltan sjó og flakað fisk. Ég er líka ágætlega menntuð og ef ég fynn göngugrindina mína þá þramma ég kannski bara líka þarna upp á pallana og öskra á þingmenn. Þeir vakna kannski við það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 02:10

17 Smámynd: Skattborgari

 Jakobína. Flestir þeir sem eru að mótmæla og beita svona aðferðum falla í þennan flokk því að yngra fólk er líklegra til að beita svona aðgerðum alveg eins og þú ert líklegri til að finna gamalt fólk á elliheimili.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 9.12.2008 kl. 02:16

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skatti skrepptu til Frakklands næst þegar þar eru mótmæli og þá muntu sjá kenningar þínar um þátttakendur í mótmælum bresta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 02:32

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ætli skaðinn hafi verið mikill á Alþingi í dag?

í það minnsta minni en Alþingi hefur valdið með sofandahætti sínumþ

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 02:58

20 Smámynd: Skattborgari

Jakobína. í Frakkklandi er allt önnur menning í mótmælum sem við þekkjum ekki hér svipað og bera saman kína og Ísland.

Skattborgari, 9.12.2008 kl. 07:44

21 identicon

 Þú segir "vegna aldurs" Aftur á móti óðu þau í þetta ungmennin "vegna aldurs" Við erum á hverjum einasta tíma að skilgreina hvað er við hæfi og getur vegna aldurs. Nema Helgi Hóseason hann hefur aldrei nefnt aldur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:08

22 Smámynd: Yngvi Högnason

Fyrst um fundinn LR ,sumir klikka aldrei. Mér sýnist á máli þínu að þú hafir kosið Samfylkinguna síðast og sért óánægð með rofin kosnongaloforð. Við erum eldri en tvævetur og ekki ætlarðu að segja mér og öðrum að þú hafir í gegnum tíðina trúað á kosningaloforð. Þau hafa síðan ég man eftir mér verið einskis virði,hvorki frá hægri eða vinstri.Og ekki koma þau til með að skána hér eftir eða trúir þú því? Að einhverjir "Messíasar" séu að rísa upp, sem ætla að standa við gefin kosningaloforð? Ekki á meðan við lifum.
  En að öðru,gleymdi ég nokkuð gleraugunum á náttborðinu hjá þér um daginn?

Yngvi Högnason, 9.12.2008 kl. 08:35

23 Smámynd: Rannveig H

Jóna: Mikið af því námsfólki sem er að útskrifast núna með námslán á bakinu og hefur enga von um vinnu. Ég skil þau fullkomlega að vera fokreið.

Hólmdís: Sofandaháttur og/eða spillingaröfl. Burtu með þetta lið.

Rannveig H, 9.12.2008 kl. 10:24

24 Smámynd: Rannveig H

Hallgerður Er ekki alltaf verið að miða við aldur svo er líka vinsælt að miða við konur. Konur á þinum aldri hef ég margheyrt þegar ég hjóla um á mótorhjólinu mínu.

Yngvi:Hvert var aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins "Traust og örugg efnahagsstjórn" Þverbrotið í bak og fyrir.

Áttir þú þessi gleraugu! Dem afhverju alltaf svona gamlingjar í mínu svefnherbergi. Yngvi ég hélt að hinn hefði átt þau.

Rannveig H, 9.12.2008 kl. 10:36

25 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég hef ekki hugmynd um aðalsmerki og upphrópanir í kosningum og held að fáir kjósi eftir því. Man reyndar eftir einu gömlu frá Jóni Baldvin; Rallhálfur á rauðu eða eitthvað á þann veg. En enn vantar mig svar um hvort þú trúir kosningaloforðum.

Gamlingjar? Sá engan og hélt að ég hefði verið einn hjá þarna.Sæki þau seinna.

Yngvi Högnason, 9.12.2008 kl. 11:16

26 Smámynd: Rannveig H

Yngvi: Bara einn í einu

Ég trúi ekki blint,en kýs þá stefnu sem mér líkar og líka út á loforð. Ég geri/gerði ráð fyrir einhverjum heiðarleika. Og ég trúi enn að það sé hægt að gera stjórnmál heiðarleg. Ég krefst þess að þau verði heiðarleg.

Rannveig H, 9.12.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband