Hr Forseti! Tala minna og segja meira.
6.12.2008 | 22:28
Rúmar 200 milljónir í kostnað við forsetaembættið er kannski ekki mikið. Við erum vön að tala í milljörðum þessa dagana, en margt smátt gerir eitt stórt.
Hr. Forseti! Okkur dettur það ekki í hug eina einustu mínútu að þú berir ábyrgð á símakostaði embættisins og/eða öðrum kostnaði hjá ykkur á Bessastöðum. Það er búið að ala okkur það vel upp að við erum ekki að draga ráðamenn til ábyrgðar fyrir svona smámunum.
Persónulega hefði ég viljað leggja þetta embætti niður. Ég í minni aðhaldssemi held að þessir peningar séu betur komnir t,d í félags og velferðarmálum. Það kreppir að í dag!
Forsetaembættið mótmælir frétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Ranva mín sammála þér
Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.12.2008 kl. 22:45
Gerum kröfu um ríkisráð , og veljum hæft fólk í það. Engan pólitískan lappadrátt lengur!!!!
gunna (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:49
Ríkisráð losar okkur við forsetaembættið. Aðminnsta kosti
l (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:59
Er forsetaembættið dýrara í rekstri en ein þyrla Landhelgisgæslunnar eða einn leikskóli, ein hæð á meðalstóru elliheimili eða geðdeild?
Öfugt við þessi dæmi aflar Forsetaembættið peninga fyrir þig og mig þótt það sé erfiðara að telja það.
Hvað eruð þið konurnar að bulla?
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 6.12.2008 kl. 23:03
Jafnvel ekki ég get talað í síma fyrir 19 þúsund kr. á dag !
Sé hins vegar ekki ástæðu til að leggja forsetaembættið niður.
Hvað haldið þið að komi í staðinn ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 23:10
Mín vegna má leggja þetta embætti niður.
En ef við höldum því ætti að banna pólitíkusum að fara í framboð.
Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2008 kl. 23:11
Það væri nú gott ef þessi bulleyðsla væri komin í eitthvað af þessum þarfamálum sem þú nefndir. P/s ég er karl
lelli (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:13
Anna Ragna Við tölum í takt
Gunna Ríkisráð er ein leiðin , lappadráttur flott nýyrði.
Rannveig H, 6.12.2008 kl. 23:15
19 þúsund krónur á dag er ekki mikið fyrir forsetann og starfsfólk hans. Á uppfærðu gengi sem á einnig við um forsetaembættið var þetta minn meðalsímakostnaður á mánuði fyrstu fjóra mánuðina sem ég dvaldi erlendis í fyrra. Við erum hér að tala um þjóðhöfðingja sem gegnir starfi farandssendiherra og hans átta starfsmanna.
Ég tek fram að ég var bæði með Vodafone Passport þjónustuleiðina og hringdi aðeins frá ódýrustu löndunum til Íslands.
Forsetaembættið þarf hins vegar að hringja hvert sem er í veröldinni og það getur orðið ansi dýrt.
T.d. kostaði í lok mars meira en 300 kr. mínútan milli Rússlands og íslands hjá Vodafone og um 60 kr. hina leiðina, líka hjá Vodafone sem er í rauninni hagstæðasta símafyrirtækið þegar kemur að útlandasímtölum.
Ég vona að fólk hætti núna þessu nöldri.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 6.12.2008 kl. 23:19
Árni góður húmor haltu áfram!!
lelli (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:25
Árni Við bullum ekki! Skoðanir okkar eru að þyrlan elliheimilið,geðdeildin séu mikilvægari
Ég get alveg trúað því að þér finnist erfitt að telja að hvað embættið aflar af peningum.
Hildur: Embættið eins og það er í dag finnst mér ekki skila okkur sem við þurfum. Ég er á því að við höfum ekki efni á valdalausu embætti,ég er líka á því að við verðum að stokka allt okkar embættis og lögjafakerfi upp.
Mig langar að dusta rykið af tillögum Vilmundar heitins Gylfasonar kannski þarfnast þær einhverja breytinga sem má skoða.
Rannveig H, 6.12.2008 kl. 23:29
Ég hef útskýrt mitt mál málefnalega og gert grein fyrir því að þeir smáaurar sem ríkið greiðir í þetta embætti skila sér betur til baka í samanburði við eina hæð á geðdeild þar sem starfsfólkið er klikkaðra en sjúklingarnir og peningarnir frá ríkinu fara fremur í að auka á vanda súklinganna en hitt.
Ég tala ekki meira við þessar kerlingar með enga gagnrýna hugsun sem finna má á síðunni, hvort sem þær eru karl- eða kvenkyns.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 6.12.2008 kl. 23:33
Hólmdís: Við þurfum að breyta þessu eitthvað,þjóðin verður ekki sátt fyrr.
Lelli Sammála það r margt í þessu sem er bulleyðsla
Rannveig H, 6.12.2008 kl. 23:34
Hvernig væri að forsetaembættið skilaði starfsskýrslu með sundurliðuðum kostnaði ársfjórðungslega?
Árni Gunnarsson, 6.12.2008 kl. 23:40
Árni: Þjóðhöfðingi sem gegnir starfi farandsendiherra. Þú ert greinilega búin að skilgreina embættið upp á nýtt. Það væri kannski ráð að þú létir ISG vita svo hún þyrfti ekki á öllum þessum sendiherrum að halda.
Árni: Takk fyrir þitt"málefnalega innlegg" þú þarft ekkert að eyða meiri orku í útskýringar.
Rannveig H, 6.12.2008 kl. 23:44
Sæll Árni G alltaf gott að sjá þig. Starfskýrsla segði okkur hvað forseti er að gera og hvort ekki væri hægt að koma þeim embættisverkum á önnur þau embætti sem fyrir eru. Eða hvort hægt sé að auka vægi forseta svo hann sé og hafi völd í löggjafasamkundunni og að við kjósum hann sem slíkan.
Rannveig H, 6.12.2008 kl. 23:51
frekar aulaleg færsla finnst mér.. þessi kostnaður er ekki við forsetann persónulega sko.. heldur forseta embættið sem slíkt..
19.000 kr á dag í símareikning er bara eins og hjá meðal útflutningsfyrirtæki á klakanum.. 200 milljónir er eins og velta á lítilli kjötvinnslu...
Hvað er málið hjá ykkur ?
Óskar Þorkelsson, 7.12.2008 kl. 00:37
Tek undir þetta þessu embætti er ofaukið. Það þarf að breyta allri stjórnsýslunni á þá lund að hún fari að þjóna almenningi en sé ekki einhvers konar lúxusfley fyrir útvalda.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:49
Það gleymist í þessari umræðu hjá ykkur að Forsetinn og frú hafa komið á viðskiptasamböndum fyrir hundruða fyrirtækja, smá og stór, ef ekki fyrir þau væru þessi fyrirtæki ekki til og þetta væru glötuð tækifæri, um þetta er aldrei talað, og má ekki tala um, ég tel að á móti þessum kostnaði komi inn til ríkisins í formi gjaldeyris milljarðar króna, þetta má ekki tala um heldur. Þessi frétt er illa unnin æsifrétt sem þjónar engum tilgangi. Aðeins til að beina vanda þjóðarinnar eitthvað annað, sennilega eru þetta fréttamenn sem eru Davíðs-elskendur, og auðvita Ólafs-hatarar
Sigurveig Eysteins, 7.12.2008 kl. 00:54
Já já Dorrit og herra hafa nú gert margt gott fyrir landann hyglað og lofað útrásarvíkingum! það má nú ekki leggja embættið niður en það gæti vel verið svona angi af forsætisráðuneytinu, bara sem deild innan þess og forsetinn mæti svo bara á sína skrifstofu eins og ráðerrarnir gera í sínum ráðuneytum. Já þá mætti kanski spara smá í símakostnaði og launakostnaði starfsmanna, vínkjallara, húsnæðisrekstur og veisluhöld já já spara.is
Heimir Jón, 7.12.2008 kl. 01:06
Ég hef alla tíð verið andvígur því að til sé embætti forseta. Það hefur ekkert að gera við ÓRG (sem ég hef aldrei kosið) né Vigdísi (sem ég kaus). Þetta embætti er óþarft með öllu. Ekki síst þegar tekið er með í reikning kostnað af því.
Ég ætla ekki að deila á neitt sem forsetaembættið hefur gert. Okkar litla samfélag hefur bara ekkert að gera við svona skraut. Allt sem forsetaembættið hefur gert geta annars alltof margir embættismenn utanríkisþjónustu afgreitt með mun lægri kostnaði. Þar má reyndar líka skera rækilega niður.
Jens Guð, 7.12.2008 kl. 01:48
Það er jafnvel spurning hvort Ísland eigi að vera með utanríkisráðuneyti. Flest sem utanríkisráðuneytið hefur staðið fyrir undanfarin ár er bara peningahít og rugl.
Jens Guð, 7.12.2008 kl. 02:03
Af hverju skráir kallinn sig ekki í Vodafone Gull? Þrjú þúsund og eitthvað á mánuði og þú mátt hringja eins og þú vilt úr heimasímanum. Hvað er kallinn að pæla?
Víðir Benediktsson, 7.12.2008 kl. 02:17
Bara hringja í 1414 núna og skrá sig.
Víðir Benediktsson, 7.12.2008 kl. 02:22
Skil þetta ekki 19 þúsund á dag er hlægilega lá upphæð fyrir forsetaembættið. Þar starfar fjöldi fólks. Forsetaembættið er þarft og margsýnt að þar er fólk sem er treyst. Held að við þurfum á því að halda í dag. Svona fréttir eru yfirborðskennt bull.
Haraldur Bjarnason, 7.12.2008 kl. 07:55
Rannveig mín, já þarna má spara alveg heilmikið ekki satt!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2008 kl. 10:43
Skari "Aulaleg" Mér finnst það ekki málið heldur hvað embættið er að eyða og hvað við erum að fá út úr því.
Jakobína: Við eigum allt undir því núna að almenningur geti lifað mannsæmandi lífi og þá verður að að velta upp hverjum steini.
Sigurveig Ég virði þína skoðun. Ég veit að forsetin hefur verið duglegur í útrásinni en ég veit ekki hvað stendur eftir af því. En verða ekki allir í opinberum störfum að draga í land núna. Faradssendiherra væri kannski það sem forseti ætti að taka að sér og það ætti ekki að vera eins kostnaðarsamt og núverandi embætti.
Rannveig H, 7.12.2008 kl. 11:38
Heimir: (tengdasonur) Ég kvitta undir þetta hjá þér,hann ynni landinu jafnvel sem sendiherra.
Jens. Við erum sömu skoðunar og mér finnst hlálegt að það sé alltaf hlaupið í endalausa vörn hjá leiðtogum okkar,nær væri að forseti sendi út yfirlýsingu um að miðað við það ástand sem væri í landinu myndi embættið bregðast við á allan hátt til að draga úr útgjöldum.
Rannveig H, 7.12.2008 kl. 11:45
Víðir: Þú getur drepið mann, Heldur þú að ÓRG vilji í ESB.
Haraldur: Allur kostaður þarfnast endurskoðunar í dag! Á meðan það er veri að skuldsetja þjóðina upp í rjáfur, og atvinuleysi eykst þá er það ekkert hlægilegt við þennan kostað sem upp var talin hjá embættinu.Um traustið ætla ég ekki að deila,e ég held samt að engin forseti hafi verið jafn gagnrýndur og ÓRG. Halli ég virði þina skoðun.
Ásthildur:Það þurfa allir að lýta sé nær núna. Ég vildi sjá útgjöld utanríkisráðuneytis t.d þar held ég að 10% hafi verið algjört lámark hefði viljað sjá 50% samdrátt.
Rannveig H, 7.12.2008 kl. 12:04
ég tel okkur fá meira virði út úr embættinu en það sem sett er í það Rannveig og mér finnst enn þessi færsla vera smáborgaralega aulaleg.
Ég útskýrði það að ofan að kostnaður við embættið er svipaður á hjá lítilli kjötvinnslu.. eigum við að spara kjötsmiðjuna td ?
Ég held að ísland þurfi alla þá fulltrúa sem völ er á til að tala máli okkar erlendis.. því ekki gera embættismenn eins og sendiherrar það.
Óskar Þorkelsson, 7.12.2008 kl. 12:11
Líklega má meta það í milljörðum króna þá jákvæðu umfjöllun sem forseti vor hefur skapað um Ísland út um allan heim. Ef það væri ekki fyrir forsetan og Björk að þá væri ímynd Íslands byggði i kringum bankastarfsemi, en það er ekki mikið eftir af henni í dag.
Annars finnst mér þetta hlægilega lág upphæð sem forestaembætið fær á hverju ári.
Bjöggi (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.