Heitasta kreppuráðið!

Ég var í jólahlaðborði hjá vinkonu minni í gær, góður matur og skemmtilegt fólk. Ég og vinkona mín erum búnar að bralla margt saman, ferðast mikið og skemmta okkur vel. En nú er ég hálf munaðarlaus.

Vinkonan varð ástfangin og er eins og álfur út hól það er varla talandi við hana. Hún malar eins og norskur skógarköttur. Ég tala um kreppuna við hana og hún brosir bara hringinn "þetta reddast". Ég bendi á handónýta stjórnmálamenn og hún horfir á mig algjörlega bláeygð. Ég fordæmi útrásavikninga og hún spáir í jólagjöf fyrir hann Villa sinn.

Hjá vinkonu minni svínvirkar þetta kreppuráð að verða ástfangin. Spáið i þetta! Það ætla ég að gera.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ekki svo vitlaus hugmynd þegar maður pælir í því en ást er ákveðin gerð af geðveiki sem er ekki gott í núverandi ástandi.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 30.11.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fá þriðju vinkonuna til að 'lúllazt' hjá nýja kæraztanum & 'kjatta' svo frá því við þína á trúnó, er vízasta leiðin til að endurheimta góðann ferðafélaga.

Svona kortér í jól er betra að fá sér kött eða hreindýr, frekar en karluglu.

Steingrímur Helgason, 30.11.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég var að gifta mig fyrir stuttu eins og þú veist Rannveig mín það er ekki þar með sagt að ég blindist af ástandinu þó ég sé blind af ást.Og það er eitt sem þú mátt alltaf vita að þú verður alltaf vinkona mín.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Steingrímur er með lausnina

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:43

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Norskur skógarköttur??? Ekki líst mér á á standið á vinnkonu þinni.

Víðir Benediktsson, 1.12.2008 kl. 06:36

7 Smámynd: Rannveig H

Skatti minn það er nú svolítið geggjað að vera í svona ástandi.

Steingrímur: Þú getur drreepið mann stundum þér ratast svo skemmtilega á munn.

Jóna: Gaman að sjá þig hér

Rannveig H, 1.12.2008 kl. 07:44

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

....kannski maður drífi í því að verða ástfangin.......

en maður lifir samt ekki á ástinni einni saman.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 07:49

9 Smámynd: Rannveig H

Anna mín þú veist hvernig þetta er að svífa um á bleiku,  Takk besta mín.

Sigrún: Steingrímur er að vestan, hann ber þess merki alltaf góður.

Víðir: Norskir skóarkettir eru svo heillandi ,spurðu Davíð bara

Rannveig H, 1.12.2008 kl. 07:49

10 Smámynd: Rannveig H

Hólmdís: Ég seigi það satt hún vinkona mín þrífst vel allavega , svo er allt svo dúndrandi skemmtilegt hjá henni.

Rannveig H, 1.12.2008 kl. 07:53

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sætt að heyra að hún sé svona ástfangin. Hún á það svo skilið eftir frekar óskemmtilegan október. Svo er hún svo mikið krútt að ég skil hann vel að hafa fallið fyrir henni.

Villi Asgeirsson, 1.12.2008 kl. 09:45

12 Smámynd: Rannveig H

Villi hún frænka þín er megakrútt og voða happý. Og hann er kolfallinn

Rannveig H, 1.12.2008 kl. 11:25

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 12:25

14 Smámynd: Róbert Tómasson

Ást í kreppu er kannski lausnin, alla vega gera Bretar því nú skóna að þegar fólk hefur ekki lengur efni á  því að fara í bíó leggist það í neðan-nafla-glímutök og fjölga mannkyninu sem er gott því að þá verða jú fleiri persónur og leikendur í ICESAVE part 2 eftir svona 20 ár.

Róbert Tómasson, 1.12.2008 kl. 17:08

15 Smámynd: Skattborgari

Rannveig þegar maður er ástfangin þá missir maður rökhugsun og sér ekki ýmsa augljósa hluti alveg eins og margir sem eru geðveikir. Þess vegna er ást flokkuð sem ákveðin gerð af geðveiki. 

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 1.12.2008 kl. 21:15

16 Smámynd: Rannveig H

Róbert: Ég held þú sért að toppa þetta, neðan,nafla, glímutök.

Skatti Það er bara gott að vera ekki með of mikla rökhugsun í dag. Málið er að vera eins og Egils Malt og Appelsín.

Rannveig H, 1.12.2008 kl. 21:22

17 Smámynd: Skattborgari

Rannveig rökhugsun er góð og um leið og maður missir hluta af henni þá gerir maður mistök og þess vegna á maður aldrei að hlusta á tilfinningarnar að neinu leiti því að þá gerir maður mistök samkvæmt minni reynslu að minnsta kosti.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 1.12.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband