Háttvirtir! Við mótmælum.

Ég er mjög ánægð og þakklát Herði Torfasyni og hans fólki að gefa okkur tækifæri að sýna óánægju okkar. Ég fer til mótmæla til að sýna samstöðu og knýja fram breytingar. Ég mótmæli líka til að sýna andúð mína á hvernig komið er fyrir þjóðinni. Ég vil að það fólk sem bar ábyrgðina fari. Ég vill líka að útrásarvikinnar verði látnir borga, þeir eiga pening.

Vinur minn sagði áðan "ég ætla ekki að láta leiða mig í einhverja hjörð á Austurvelli til að kasta eggjum og að vera með ólæti". En góði minn það eru 1% sem kasta eggjum. Vinur minn segir að við getum ekkert gert sjálf, sættum okkur við þetta og gerum það besta úr þessu. Hann er enn að horfa til stöðuleika Geirs Hilmars sem felst í hafa gert lítið sem ekkert. Ef þetta er ekki meðvirkni dauðans hvað er það þá?

Það nýjasta í helví.. spillingunni er í boði RUV allra landsmanna. Svæðisútvarp lokuð, uppsagnir, en Páll er enn á ofurlaunum og hans einkavinir. Páll veit ekki einu sinni hvað VIÐ erum að borga af jeppanum hans á mánuði sem er á rekstraleigu! Efalaust heldur hann skrautþáttum eins og Gott kvöld á laugardagskvöldum eða Evrópusöngvakeppni upp tugi miljóna áfram. Það væri eftir öllu og í okkar boði.

Ég ætla klæða mig vel og arka til mótmæla. Ég er löngu búin að fá nóg á meðan vinur minn situr sæll og glaður með sinn stöðuleika hjá sér.


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl "Amma" Rannveig.

Ég stend 100% með þér í dag og aðra daga í þessum mótmælum.Kemst því miður ekki  sjálfur út af lasleika.

Þú ert ótrúleg Rannveig mín og sem meira er ,þú bara ekki hugsar og segir, nei þú klárar málið og mætir.

Kæddu þig vel í dag.

Ég er stoltur af þér .

Þói.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:58

2 identicon

Hæ, þetta átti að vera KLÆDDU þig vel í dag.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:59

3 identicon

Þorgerður Katrín ráðherra menntamála sagði í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi, eftir að skírt hafði verið frá niðurskurði í rekstri RÚV, uppsögnum og endalokum landsbyggðarstöðva útvarpsins, að ekki mætti hún til þess hugsa að tónlistarhúsið í Reykjavík,yrði ekki klárað sem fyrst, "það yrði að finna leiðir til þess, annað yrði óbætanlegt áfall fyrir menninguna í landinu". Já skítt með að tugir þúsunda fólks missi atvinnuna og horfi örvæntingarfullt í ráðleysi á heimilin sín hrynja og eignir sínar tapast. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur mesta vandann að snobbhöllin í höfninni tefst. Þetta er forgangsröðun ríkisstjórnar í hnotskurn og gróf móðgun við almenning sem nú er sviptur þeim möguleika að sjá sér og sínum farborða. Engar úrbætur í sjónmáli. Þetta fólk ætti að mæta á Austurvöll í dag í nepjunni og reyna að skilja hvaða erindi almenningur á þarna, viku eftir viku. Brauð eða leikar er sitthvað þegar neyðin bankar á dyrnar! Hér er rammasta alvara á ferðum!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:35

4 Smámynd: Rannveig H

Takk Þói minn! Það var rosa kalt.

Stefán: Kjarnyrt innlegg og ég tek undir hvert orð. Því er við að bæta t,d að þó Páll útvarpsstjóri lækki í launum um 11% þá er hann með um 1,6 miljónir á mánuði. Menntamalaráðherra hefur ekki alveg verið með á nótunum,enda sagði hún þessi fleygu orð "það eru skemmtilegir tímar framundan hjá okkur sjálfstæðisfólki"

Verst þykir mér að formaður Jafnaðarflokksins SF er ekki að standa sig neitt betur.

Rannveig H, 29.11.2008 kl. 16:33

5 Smámynd: Skattborgari

Þegar fólk er búið að vera í valdastöðum og lengi þá missir það tengslin við allmenning og það á við ISG og Geir og marga aðra sem eru háttsettir í dag.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 29.11.2008 kl. 16:53

6 Smámynd: Jens Guð

  Orð Þorgerðar Katrínar um að það séu skemmtilegir tímar framundan eiga líka við um tilhlökkun hennar að velta sér upp úr sviðsljósinu við opnun tónlistarhússins. - Eftir að 17 milljarðar hafa verið settir í þá snobbhöll.

Jens Guð, 29.11.2008 kl. 20:55

7 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

það væri vel við hæfi að breyta snobbhöllinni í fangelsi fyrir snobbistana

Sigmar Ægir Björgvinsson, 29.11.2008 kl. 21:12

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ingibjörg gapir út um gluggan og hugsar með sér. Þetta eru ekki fulltrúar þjóðarinnar.

Víðir Benediktsson, 30.11.2008 kl. 09:18

9 identicon

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 11:59

10 Smámynd: Rannveig H

Skatti: 8 ár ætti að vera hámarksseta á þingi.

Jens: "Það má bara ekki gerast að ekki verði haldið áfram með Tónlistahús," Hún ætlar að leita allra leiða með vinkonu sinni borgarstjóranum til að máið verði klárað. að er ennþá gaman hjá sjöllum og verður þar til kosið er næst.

Rannveig H, 30.11.2008 kl. 12:01

11 Smámynd: Rannveig H

Sigmar: Það voru nokkrir bændur frétti ég, sem ætluðu að lána fjárhúsin sín undir fangelsi fyrir snobbarana. Mér finnst það fullgott fyrir þá.

Víðir: ISG er alveg gáttuð á hvaða fólk þetta er skilur ekki þeirra tungumál.

Hallgerður:

Rannveig H, 30.11.2008 kl. 12:07

12 Smámynd: Skattborgari

Rannveig forseti Bandaríkjanna má ekki vera lengur en 2 kjörtímabil og það sama ætti að gilda um ráðherra hér á Íslandi.

Ef við settum svipaðar reglur hér þá myndi það leysa mörg vandamál sem tengjast spillingu því að fámenn valdaklíka gæti ekki haldið völdum lengi.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 30.11.2008 kl. 14:12

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Með því að hætta svæðisútseningum verða fréttirnar einsleitari. Þótt RÚV menn segi að fréttamenn landsbyggðarinnar eigi nú að koma með meira inn á landsrásirnar þá verður það ekki svipur hjá sjón því með því vinna í svæðisutsendignar þá eru þeir í stöðugu sambandi við íbúa landsbyggðarinna. Þannig skapast tengsl og ómetanleg sambönd. Svo hafa starfsmenn svæðisstöðvanna alltaf lagt mikið landsrásanna, Rásar eitt og Rásar tvö auk frétta í sjónvarp og útvarp. Þetta er misáðin ákvörðun. Það hefði örugglega verið hægt að spara meira með þokkalegri tiltekt í Efstaleitinu. Meðal annars með því að Palla nota eigin bíl til að komast til og frá vinnu. Það þurfa aðrir stafsmenn að gera.

Haraldur Bjarnason, 30.11.2008 kl. 17:21

14 Smámynd: Rannveig H

Skatti: 2 ár finnst mér lámark,mætti vera aðeins lengra.

Haraldur: Eins og þú orðar svo vel að þarf þokkalega hreinsun í Efstaleitinu og það hlýtur að verða krafan þar sem RUV er fyrir alla landsmenn en skerðist samt mest fyrir landsbygðina.

Rannveig H, 30.11.2008 kl. 20:08

15 Smámynd: Skattborgari

Rannveig ég sagði 2 kjörtímabil eða 8ár eins og með forseta USA.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 30.11.2008 kl. 20:18

16 Smámynd: Rannveig H

Ace: Ég skil Hörð vel það er ekki gott ef það á að nota mótmælin pólitískt við sáum það best þegar Jón Baldvin og Kolfinna fóru á stað þá voru það ekta framboðsræður og það verður alltaf misnotkun á mótmælum. Ég persónulega færi t,d ekki á mótmæli þar sem Ástþór Magnússon væri með ræðu.

Nú sjá alltíeinu allir hvað kvótakerfið er arfavitlaust það er það sem FF er búið að vera benda á í mörg ár. En FF eru líka búnir að benda á lausn út úr því máli og það er lag fyrir FF að láta heyra meira í sér. Egill Helgason er búin að bjóða Sigurjóni Þórðar í næsta þátt til að kynna þessar lausnir og það er gott því það eru fáir sem hafa kynnt sé þau mál jafn vel og Sigurjón og það er líka hlustað á hann.

Rannveig H, 30.11.2008 kl. 20:22

17 Smámynd: Rannveig H

Ace: Ég tek undir það! Fjölbreytni er að hinu góða í ræðumönnum. Það hefur alveg tekist þokkalega vel til en það hlýtur að koma að því ef hann heldur áfram með laugardagfundina að t,d komi ræðumenn af landsbyggðinni og svo beit úr atvinnulífinu..

Rannveig H, 30.11.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband