Hvað skal gera til að veita samstöðu og létta lund?

Ég finn hvernig svartsýnin hellist yfir mig, þó svo ég reyni að halda haus. Ég er samt með fulla vinnu skulda hóflega eða ekkert sem ég ræð ekki við ennþá allavega. Ef að ég væri ekki fullfrísk eða nýbúin að kaupa íbúð,  með börn á framfæri þá veit ég hreint ekki hvort ég væri þess megnug að takast á við svona ósköp.

Mig langar að gera eitthvað! Ég talaði við vinkonu mína sem er fótaaðgerðarkona og svo aðra sem er hárgreiðslukona, hvort ekki væri hægt að fá húsnæði eins og eitt kvöld í viku, bjóða upp á fría þjónustu jafnvel koma með föt og eða bækur eða sem flestir gætu lagt eitthvað af mörkum.

Þetta yrði svona gefa-þiggja samvera.  Endilega komið með hugmyndir og eða segið mér hvort þetta er raunhæft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Rannveig langflestir eiga nóg með sjálfa sig í dag og eru í bullandi vandræðum en þetta er góð hugmynd ef nógu margir koma að henni.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 27.11.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Í Dagskránni sem gefin er út á Akureyri auglýsti tannlæknir  fríar tannlækningar fyrir  grunnskólabörn næstu þrjá föstudaga.

Víðir Benediktsson, 27.11.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Rannveig H

Víði Það er kannski hugmynd að safna fyrirtækjum til að þjónusta börn og öryrkja einu sinni í viku.

Rannveig H, 28.11.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góð hugmynd.....flottur tannlæknir á Akureyri

Hólmdís Hjartardóttir, 28.11.2008 kl. 13:05

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er snilldar hugmynd og tannsi á Akureyri er til fyrirmyndar.

Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband