Svanasöngurinn.
18.11.2008 | 18:53
Davíð rotar mann og annan! Ég spurði Gylfa M. hagfræðing ertu búin að lesa ræðuna hans? Já ég var að lesa hana. Og hvað fannst þér? Gjörsamlega galin ræða. Er hann að hætta? Held ekki sjalfviljugur en ef hann hættir tekur hann marga með sér.
Vígreifur var hann enda veit maðurinn ekki hvað varkárni er og þaðan að síður auðmýkt. Hrokinn á sér marga fylgikvilla og þeim gerir ekki annað en að fjölga hjá Davíð. Geir Hilmar! meðvirknin er skaðleg og hún á eftir að koma þér í koll núna, ég held að Davíð (ó) vinur þinn eigi ekki eftir að launa þér.
Nú er talað um að Samfylking sé að fá stjórnarandstöðu í partýið, en ég trúi ekki að það verði. Það erum við kjósendur sem eigum að ráða hver tekur við ósómanum og það þarf algjöra hreinsun.
Utanþingsstjórn og stjórnsýslubreytingar er það sem við þurfum núna. Rannsókn óháðra aðila. Tölum svo um pólitík þegar allir flokkar eru búnir að taka til hjá sér.
Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er málið, tekur marga með sér. Það skýrir þaulsetu hans.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 19:13
Jónína karlinn er með þumalskrúfu á mörgum hann er ekki að byrja í bransanum í dag. Spillingin leynist víða.
Rannveig H, 18.11.2008 kl. 19:25
Ég er löngu hættur að sjá mun á Samfylkingunni og Sjálfsstæðisflokknum. Hvert sinn sem ég sé Ingibjörgu Sólrúnu dettur mér í hug Davíð Oddsson.
Víðir Benediktsson, 18.11.2008 kl. 23:03
Víðir ég er sama sinnis,enda held ég við séum ekki farin að sjá fyrir endann á valdahrokanum hennar.
Rannveig H, 18.11.2008 kl. 23:28
Það sem Davíð var að sýna fram á með ræðunni var að ef það væri farið í hann þá hefði sá hinn sami verra af. Hann var að hugsa um að losa hitann af sér og koma honum annað sem er það sama og allir aðrir eru að gera en hann sem gamall reyndur pólitíkus kann að gera það. XS er valdaflokkur sem hugsar um eigið rassgat alveg eins og XD.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 18.11.2008 kl. 23:39
Davíð tekur maraga með sér.........en ég held að þetta hafi verið kveðjuræða
Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 00:01
Skatti: Góður
Hólmdís: Já sumir seiga að þetta hafi verið Svanasöngurinn,en þetta er ekki hans síðasta orð það er sko næsta víst.
Rannveig H, 19.11.2008 kl. 11:20
Davíð er dyntóttur skratti og lumar sjálfsagt á skít á marga í pokahorninu þess vegna þora sjálfstæðismenn ekki að hrófla við honum.
Ég held að það sé sama hversu mörg skammarstrik Dabbi gerir hann kemur til með að sitja eins lengi og honum sjálfum þóknast enda leitun að veruleikafirrtari mannskepnu.
Róbert Tómasson, 19.11.2008 kl. 18:05
Rannveig verður eitthvað eftir þegar allir eru búnir að taka til hjá sér. Hrædd er ég um að "skíturinn" nái djúpt.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.11.2008 kl. 23:54
Sæl Rannveig.
"Tekur marga með sér". Það er skýringin á HÆGÐATREGÐUNNI.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 04:44
það eina góða við það að Davíð fari ekki sjálfviljugur er að hann býr yfir vitneskju og hann verðu tilbúin að seigja allan ósóman í reiði sinni.
Rannveig H, 20.11.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.