Guðni er ekki hættur.
17.11.2008 | 16:15
Guðni er ekki hættur í pólitík! Það verður stofnaður þjóðernislokkur og það verður fólk úr öllum flokkum sem verður með Guðna í þeim flokki. Veit ekki alveg hvort Guðni leiðir hann en hann verður í forustunni. Hann hefur talið það best að hætta strax heldur en að eyða tíma í vonlaust þjark flokkssystkyna.
Það verður spennandi að fylgjast með hvað kemur út úr þessu hjá þeim félögum en það eru held ég allavega tveir MBL bloggarar sem eru í þessum hugleiðingum með Guðna.
Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti.
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guð hjálpi okkur ef satt reynist.
hilmar jónsson, 17.11.2008 kl. 16:20
Hvað hefur þú fyrir þér í þessari spá?
Vonandi ertu að grínast.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 17:17
Rannveig, sammála!
Þetta er vísir að því sem koma skal, stjórnmálaflokkar munu klofna eftir afstöðu þeirra til ESB aðildar, sem verður kosningamálið í næstu þingkosningum.
Guðni tekur með sér lungann af framsóknarfylginu sem er hvort sem er and-ESB en Valgerður situr uppi með restina.
Kolbrún Hilmars, 17.11.2008 kl. 18:18
Það verða örugglega stofnaðir 2-3 nýir flokkar sem hefur þann galla að þeir sem vilja breyta munu dreifa atkvæðum sínum víða í staðinn fyrir að setja öll atkvæðin á einn flokk.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 17.11.2008 kl. 19:18
snjólfur:Amen.
Hippo. og Greta: Alveg síðan Bjarni hætti hefur verið leitað stíft til Guðna.Hann á mikið persónufylki sem elítan í flokknum á ekki Á miðstjórnarfundi var gerð atlaga að honum svo það var ekki vært fyrir hann.En á móti kemur að fylgið hrinur af Framsókn og fólk bæði í Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum sem ekki vill ESB leita af nýjum flokki.
Ég veit að það fara fram viðræður.
Rannveig H, 17.11.2008 kl. 19:37
Kolbrún: Það er nákvæmlega málið, Þeir sem ekki vilja ESB funda stíft hér og þar hvort sem einhver útkoma verður úr því.
Skatti: Ef þessir aðilar fara á stað held ég að það eigi eftir að koma einhvað sterkt út úr því.
Rannveig H, 17.11.2008 kl. 19:44
Rannveig, það getur ekkert annað en breiðfylking komið út úr því Skiptir ef til vill ekki svo miklu máli hvort hún verður að varanlegu stjórmálaafli eða ekki; mestu máli skiptir samstaðan um að bjarga því sem bjargað verður. Mér þykir þó slæmt að enn heyrist ekki múkk frá FF - hvað eru menn að hugsa á bænum þeim???
Kolbrún Hilmars, 17.11.2008 kl. 20:37
Ég vei hreint ekki hvað FF er að hugsa eða hvort þeir eru svona seinir að hugsa. En ég trúi nú að það komi einhver yfirlýsing grá þeim.
Rannveig H, 17.11.2008 kl. 21:20
þú mátt alveg hvísla að þeim að nú sé hver að verða síðastur...
Kolbrún Hilmars, 17.11.2008 kl. 21:29
Annað hvort gerir FF eitthvað strax eða flokkurinn mun stórtapa í næstu kosningum því að það er mikið af fólki í miklum vandræðum akkúrat núna.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 17.11.2008 kl. 21:54
Ég er sammála ykkur, það er mikilvægt fyrir FF að láta til sín taka.Það virðast allir flokkar vera að koma sér í startholurnar. Og allir flokkar gera sér grein fyrir því að fólk vill breytingar, og þá viljum við skýr svör. En eitt veit ég ef yrði farið óskum FF í kvótamálum og fiskveiðistjórnun þá myndum við komast mikið fyrr í betri mál en ella.
Þannig fóru Færeyingar að og björguðu sér.
Rannveig H, 17.11.2008 kl. 22:25
Uff Rannveig segi ekki meira.
Ég veit að Guðni og Bjarni hafa haldið mönnum í gíslingu eins og gerist í mörgum flokkum jafnvel öllum.
Flokkar í dag sitja uppi með fólk sem er útbrunnið og búið á tíma.
Það komast fá ný öfl til valda þar.
Guðni og Bjarni munu halda svipuðum aga í nýja flokknum sínum og það nenna ekki margir að starfa við slíkt lengi.
Það þarf nýtt fólk með opið hugarfar sem vill leyfa fólki að vinna að góðum málum.
hana nú. var að koma af fundi á NASA. fullt hús og mikil ólga.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.11.2008 kl. 22:47
Rannveig núna nenna ekki margir að hlusta á þorskgildi í sjónum, við verðum að tala til fólksins og starfa fyrir fólkið í landinu..hafða það nú kella mín.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.11.2008 kl. 22:48
Rannveig H, 17.11.2008 kl. 22:59
Hjálp okkur almættið ef satt reynist.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 17.11.2008 kl. 23:06
Það er allavega gott að einhver er að hugsa um heimahagana. Ríkisstjórnin eyddi hveitbrauðsdögunum í útlöndum og þegar hún kom heim var allt komið í kalda kol og allir voðalega hissa. "Ófyrirsjánlegt"
Víðir Benediktsson, 17.11.2008 kl. 23:39
Anna: Velkomin heim.
Víðir: Inn og út úr landi hefur verið kjörorð Ingibjargar. En loks er farið að fara um hrokagikkina í Sjálfstæðisflokknum þeir þora ekki í kosningar.
Rannveig H, 17.11.2008 kl. 23:54
Ég tel það nokkuð ljóst að Bjarni og Guðni eru með eitthvað upp í erminni. Þeir eru ekki hættir, fá sennilega Siv með í púkkið og ef til vill fleiri. Og þeir bændur sem ekki hafa farið annað munu fylgja þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.