Gæinn sem geymir aurinn minn
28.10.2008 | 18:17
Þessi kom i pósti til mín,mér finnst hún góð.
Gæinn sem geymir aurinn minn
Ég finn það gegnum netið að ég kemst ekki inn
á bankareikninginn.
En ég veit að það er gæi sem geymir aurinn minn
sem gætir alls míns fjár
og er svo fjandi klár,
kann fjármál upp á hár,
býður hæstu vextina og jólagjöf hvert ár.
Ég veit hann axlar ábyrgð, en vælir ekki neitt,
fær þess vegna vel greitt.
Hendur hans svo hvítþvegnar og hárið aftursleikt.
Þó seg´í blöðunum
frá bankagjaldþrotum
hann fullvissar mig um:
Það er engin áhætta í markaðssjóðunum.
Ég veit að þessi gæi er vel að sér og vís;
í skattaparadís
á hann eflaust fúlgur fjár ef hann kemst á hálan ís.
Því að oftast er það sá,
sem minnstan pening á,
sem skuldin endar hjá.
Fáir slökkva eldana sem fyrstir kveikja þá.
Finnur Vilhjálmsson 2008
Pirringurinn er alsráðandi núna eftir síðustu aðgerðir Seðlabanka. Ég vil flytja til Færeyja, svei mér ef ég læt ekki verða af því.
Athugasemdir
Rannveig, á nú að fara að græta karlpening landsins með því að hóta brottför? Er ekki nóg á okkur lagt?
Yngvi Högnason, 28.10.2008 kl. 19:17
Þetta er skemmtileg lesning og alveg hárétt.
Færeyjar eru ekki nógu langt í burtu ég er búinn að sækja um vinnu hjá öryggisþjónustu í Írak.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 28.10.2008 kl. 19:32
Ja hérna Yngvi bentu mér á einhvern sem myndi sakna mín.
Skatti minn þú varst að spyrja hvort þú værir karlremba,nei en það eru öfgar í þér strákur Írak er ekki lagi með bara.
Rannveig H, 28.10.2008 kl. 19:36
Rannveig. Finnst þér það of mikill áhætta að fara til Íraks?
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 28.10.2008 kl. 19:55
Hæ systa.
Ekki er gott útlitið hjá ykkur, en vonandi byrtir upp og lífið kemst í sinn vanagang.
Ég kem í heimsókn til Færeyja
Annars finnst Írisi að þú ættir að athuga Austuríki, þá getur hún komið í heimsókn og verið á skíðum
Annars allt gott hér eins og vera ber.
Kveðja frá DK
Brynja systir
Brynja (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 20:42
Skatti minn þú hefur ekkert til Íraks að gera, ef þú sækir í áhættu þá er nóg af henni hér. En ég má engan tíma missa í að láta mér líða vel svo ég ætla til Færeyja
Rannveig H, 28.10.2008 kl. 20:58
Halló elsku systa: Þó ég vilji allt fyrir hana Íris mína gera þá verður það ekki Austurríki. hún vil eiga ættingjana í öllum heimsálfum Við Hrefna sys erum komnar með Facebook þú verður að koma þér upp einni svoleiðis. Það brytir upp um síðir,bara spurning hvenær þetta síðir kemur.
Rannveig H, 28.10.2008 kl. 21:06
En ég fæ ekki jafn vel borgað hér og í Írak sem er það sem er að draga mig út.
Skemmtu þér vel í Færeyjum.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 28.10.2008 kl. 22:10
Kósí hugmynd að flytja bara til Færeyja. Þeir komust líka yfir sína kreppu.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 00:13
Skerpikjöt og grindhvalur í öll mál, ekki ónýtt.
Víðir Benediktsson, 29.10.2008 kl. 00:20
Það er bara þetta með 'ræstisteikina' sem að ég öngvann veginn næ því blæti að ná að fella mig við. Skerpuketið & hvalinn, júbb.
Færeyjíngar eru fínt fólk, ólánað sem lánað.
Steingrímur Helgason, 29.10.2008 kl. 00:33
Hildur: Og það var ekkert fár á þeim bara unnu út úr þessu, en breyttu hjá sér fiskveiðikerfinu það munaði öllu.
Hvalurinn er fínn en Skerpikjötið sendi ég þér Víðir minn.
Steingrímur varstu í Reykjanesinu í den ?
Rannveig H, 29.10.2008 kl. 00:51
Þreytt.
Dreymi þig Ísland
Anna Ragna Alexandersdóttir, 29.10.2008 kl. 01:48
Ég vona svo sannarleg að þjóðin fái ekki hann Jón Baldvin inn í pólitík aftur.Hvernig var það var það ekki hann sem kom matarskattinum á ? Nei ekki aftur mosagrænan pólitíkus. Lífið er breytingum háð ekki aftur til fortíðar.Góðan dag Rannveig mín.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 29.10.2008 kl. 12:21
Rannveig, við förum ekki fet! Auðlindir landsins er okkar fæðingarréttur og eina silfurskeiðin sem við gætum gert tilkall til.
Það væri auðvitað í góðu lagi að sameinast Færeyingum og "ættleiða" þá að aðgangi að okkar náttúrugæðum í stað bírókrataaðdáenda sem afsala sér fæðingarréttinum og flýja á forsjárnáðir ESB í Brussel
Kolbrún Hilmars, 29.10.2008 kl. 16:57
Góðan daginn Anna mín
Kolbrún: þetta er sú besta og snjallasta uppástunga sem ég hef heyrt. 'Ég ætla að fá að nýta mér hana í næstu færslu.
Rannveig H, 29.10.2008 kl. 17:24
Hjartanlega velkomið, Rannveig mín
Kolbrún Hilmars, 29.10.2008 kl. 17:52
Ekki hrifin af þessu yrkistiltæki, því þó innihaldið sé kaldhæðið og gott sem slíkt í tíðarandanum, þá er það ekki mjög sniðugt að fara svona með falleg og sígild ljóð. Ef einvher skildi ekki hafa áttað sig, þá er hérna verið að snúa nútímanum upp á ljóð Fagraskógarskáldsins Davíðs Stefánssonar, "Konan sem kyndir ofninn minn" upp í þennan tækifæriskveðskap.
Magnús Geir Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 04:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.