Systurdóttir mín og kærastan hennar!

Þær eru að koma til Íslands eftir viku. Ég hlakka til. Þær eru búsettar á Spáni. Kærasta systurdóttur minnar er spænsk en þær kynntust þegar kærastan kom til Íslands fyrir einhverjum árum sem listaháskólanemi til að kynna sé allt um Björk.

Ég hef alltaf verið svo stolt af þessari systurdóttir minni að hafa staðið með sjálfri sér.  Og af foreldrum hennar og að engin sem ég veit um í hennar stóru fjölskyldu hafi verið svo skinheilagur eða fordómafullur að einhver hafi talið að það hefði þurft að frelsa hana frá samkynhneigð.

Ég man líka þegar fólk henni alls óviðkomandi var að seigja mér frá þessu sem stórfréttum og sumir jafnvel eins og andlátsfréttum. það hefur mikið breyst á síðustu árum til batnaðar sem betur fer.

En það eru enn til menn sem predika í nafni guðs sem ekki bara dæma heldur telja sig geta fordæmt samkynhneigða. Svei þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég hef oft hugsað til þess tíma þegar konur máttu ekki kjósa, eins fáránlegt það nú er,  það þótti bara sjálfsagt en þó ekki öllum sem betur fer. En núna þykir sjálfsagt og eðlilegt að leyfa það, annað kæmi aldrei til greina! 

Í dag er samskonar fordómabarátta í gangi varðandi samkynhneigða og rétt þeirra. Það fer halloka sem betur fer hjá andstæðingum samkynhneigðra. Innan fárra ára verður almennt talið að réttindi samkynhneigðra séu virt rétt eins og kosningaréttur kvenna.

Heimir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 12:56

2 identicon

Hæ hæ systa góð.

Svo þú hefur heyrt hvenær þær koma til Íslands.

Eru börnin okkar ekki það dýrmætasta það sem við eigum, hvort sem þau eru lesbíur eða hommar, skiptir ekki máli bara að þeim líði vel.

Ég er mjöggggggg stolt af minni dóttir og það veit guð að ég þakka fyrir að hún hafi ekki mætt fordómum í sinni fjölskyldu hún er og verður alltaf sama Hjördís okkar

Knús á þig og þín Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Rannveig H

Búkolla:Það er einmitt málið, að gleðjast með þeim sem líður vel.

Heimir: Sammála Heimir út í hafsauga með fordóma.

Brynja:Ég talaði við Hjördísi í dag  ég er stolt af ykkur öllum, en hugsa líka til þeirra sem ekki eiga svona gott bakland.

Rannveig H, 29.7.2008 kl. 17:11

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

   Takk fyrir kveðjuna Rannveig. Ég veit ekki hver þú ert en ég gladdist að uppgötva að einhver ókunnugur mér nennir að lesa síðuna mína .

   Kv. Iceberg

Þráinn Jökull Elísson, 29.7.2008 kl. 19:42

5 identicon

Það verður bara frábært að fá þær til Íslands, mér hefur eiginlega ekk fundist þess virði að rökræða við þröngsýnt fólk um kynhneigð, yfirleitt leiðir það bara til pirrings hjá mér, en það er þeirra missir því þetta fólk er þröngsýnt á mörg önnur málefni líka en sér svo ekkert að hjá sjálfu sér og tekur engum rökum um eitt né neitt, nenni ekki að pirra mig á þessu, meðan ég er meðvituð um eigin viðhorf og geng fram með opin huga að hverri umræðu og/eða verkefni þá er bara allt í lagi.  

Hún Hjördís er og verður alltaf Hjördísin mín, alveg sama hvern hún elskar, það eina sem skiptir máli er að hún sé hamingjusöm, ekki satt  og ekki er hinn helmingurinn af henni síðri, bara flottar stelpur (konur) sem ég er stolt af, elska ykkur stóru systur mínar

Litla systir

p.s. það verður svo gaman hjá okkur á Ljósanótt  

Hrefna ,,litla systir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Knús og kveðja inn í nóttina.

Heiða Þórðar, 29.7.2008 kl. 23:20

7 Smámynd: Skattborgari

Ég get ekki séð að kynhneigð skipti máli svo lengi sem að fólk er hamingjusamt. Það er til fullt af fólki sem er rosalega þröngsýnt og er ekki hægt að ræða við leyfa því bara að sýna sína eigin heimsku.

kveðja Skattborgari 

Skattborgari, 29.7.2008 kl. 23:24

8 identicon

Já kíktu svo á heimirjon.blog.is Rannveig mín þar er ferðasaga okkarí máli og u..engum myndum tókum samt fullt af myndum.

Kv. Heimir

Heimir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 01:03

9 Smámynd: Rannveig H

Þráinn

Hrefna sys. það ver verður gaman hjá okkur,það er sko næsta víst. Að rökræða við þröngsýnt fólk! Auðvita á ég ekki að leggja mig niður við það en lendi samt í því aftur og aftur,meiri þráhyggjan í manni.Það er líka svo satt hjá þér að þröngsýni og fordómarnir á eftir að kæfa þetta fólk.

Rannveig H, 30.7.2008 kl. 09:24

10 Smámynd: Rannveig H

Knús til baka Heiða flotta.

Skatti, sammála það á að vaða sína villu.

Heimir kíki á þig

Rannveig H, 30.7.2008 kl. 09:29

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Fordómar koma undarlega oft úr röðum fólks sem kennir sig við mann sem sagði; Hvað sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra gjörið þér og mér......

.....hmmm..

Haraldur Davíðsson, 31.7.2008 kl. 15:19

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Njótið. Ég bý erlendis og veit hvað það er gott að koma heim. Veit að vísu ekki hvað (og hvort) fólkinu heima þykir gott að fá mann. En eins og Haraldur sagði...

Villi Asgeirsson, 2.8.2008 kl. 12:14

13 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Innlitskvitt Rannveig mín, og auðvitað les ég með áfergju fyrri færslur og athugasemdir. Snilldarpistill hjá þér um hrokann!

Til hamingju með að vera að fá systurdótturina heim, njótið samverunnar út í ystu æsar. Fordómafulla pakkið getur setið heima í fýlu á meðan, ekki satt? Hef aldrei skilið afhverju fólk agnúast út í aðra fyrir kynhneigð. Mamma var nú déskoti góð um daginn, þar sem hún sat með vini sínum sem er hommi á kaffihúsi. Aðvífandi kom strákpjakkur um þrítugt og hreytti í vininn, Þú ert hommi, er það ekki? með lítilsvirðingartón. Mamma var eldsnögg upp á lagið og spurði hann um hæl: Já, hvaða stellingu finnst þér nú best að gera það í???? Þarf ekki að orðlengja að strákpjakkurinn snautaðist í burtu með skottið milli lappanna! Heyrumst fljótlega. Knús á þig!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 8.8.2008 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband