Og nú skal Jens Guð þakkað.
27.6.2008 | 14:01
Nú er ég stödd á Arnastapa í sól og blíðu.
Ég varð fyrir því óhappi í gærkvöldi að brenna mig þegar ég var að hella upp á kaffi. Kaffikorkurinn og sjóðandi heitt kaffið helltist yfir mig, mikið svakalega var það vont. 'Eg kældi brunasvæðið og allt horfði í vont sár. En þá mundi ég eftir Alovera geli sem hann Jens gaf mér og viti menn, ég bar það nokkrum sinnum á mig og nú er bara smá roði eftir þetta óhapp.
ps. Mamma þarna er Ísbjörn fyrir framan kirkjuna. Nei Gulla mín þetta er hún Hanna frænka þín. Hún er að fara gifta sig.
Athugasemdir
Já kaffið er best innvortis...
Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2008 kl. 16:43
Biddu nu við hvaða Hanna, ekki er það sú eina og sanna
Brynja (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 17:10
& Jens Guð gaf, & Jens Guð tók..
Nei, nei, segji bara svona, megi máttur jökulsins hellast yfir þig í heilnæmum smáskömmtum, kveðja til Hellna.
Steingrímur Helgason, 28.6.2008 kl. 00:47
Ekki gott að brenna sig gott að það endaði vel.
Skattborgari, 28.6.2008 kl. 05:18
Vonandi ert þú orðin góð ef ekki stingdu bara hendinni undir jökulinn
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.7.2008 kl. 14:35
Gott að Banana Boat gelið kom til góða - en vont að þú skulir hafa brennt þig.
Jens Guð, 1.7.2008 kl. 20:27
Takk fyrir innlitið öll,það er lítil roði eftir af brunanum svo ég er í góðum málum
Brynja við eigum bara eina Hönnu frænku
Rannveig H, 2.7.2008 kl. 16:59
Hahahaha Rannveig, góð. Gott að þú fékkst viðeigandi meðhöndlun hjá honum Jens okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.