Afneitunarpakk.
25.6.2008 | 00:46
Það er ég og Geir forsætisraðherra.
Enn erum við Geir Harði í sömu krísunni bæði í bullandi afneitun. Ég held áfram að keyra um landið eins og það kosti lítið sem ekkert og skemmti mér konunglega. Nú er ég komin með vildarkort hjá Skeljungi, viðskiptakort hjá N1 svo fæ ég örugglega mega-vildarkort hjá Einari Ben í Olís. Gott ef ég geti ekki talið mér trú um að ég endi þetta í gróða.
Geir forsætis er eða var í London steig í pontu og sagði að ástandið væri bara nokkuð gott á Íslandi. Það kannski vottaði fyrir smá efnahagslegri lægð að utanaðkomandi ástæðum en það tæki mjög fljótt af.
Afneitun getur gert fólk kjánalegt og í versta falli heimskulegt.
Athugasemdir
Ég fer nú bara að afneita þér sem bloggvin ef þessu sukki þínu fer ekki að ljúka!
Himmalingur, 25.6.2008 kl. 01:17
Himmalingur! Þú bara rétt ræður,gamanið er bara rétt að byrja hjá mér.
Rannveig H, 25.6.2008 kl. 01:22
Er á meðan er! Vona bara að þetta taki enda hjá þér einhvern tíma! Dauðöfunda þig af þessu sukki! Hef ekki kjarkinn eða kjarkleysið, fer eftir því hvernig litið er á málið! Segi samt frá hjartanu: GÓÐA SKEMMTUN á krúsi um landið!
Himmalingur, 25.6.2008 kl. 01:29
Góðan daginn stóra systa.
Ef að ég þekkji þig rétt þá verður þú komin með ókeypis kort á einhverja bensinstöðina. En passaðu bara að velja þá réttu
Kveðja frá baunalandi Brynja og co
Brynja (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 07:48
Hope for the best exspect the worst. Vonaðu það besta vertu búinn undir það versta þetta er mitt mottó í lífinu. Vonandi lagast ástandið.
Vertu alltaf búinn undir það versta hefur bjargað mér oft.
Skattborgari, 25.6.2008 kl. 10:13
Já svei mér þá Rannveig ég held ég leggi bara bílnum mínum og lappi upp á reiðhjólið, það kostar orðið yfir 3000 kr. að fylla tankinn á mótorhjólinu mínu sem tekur bara nokkra lítra. En það er líka möguleiki að láta breyta jeppanum mínum þannig að hann gangi fyrir metangasi og kostar um 250.000 og samkvæmt því myndi það taka 9 mánuði að borga upp breytinguna sem vissulega myndi borga sig því verðið að metangasinu er um 84% af verði bensínlítrans. Þetta er miðað við verðlag á lítranum í dag sem á eftir að hækka töluvert næstu 9 mánuði. Ég veit ekki hver þessi Geir er sem þú ert að tala um, hvar vinnur hann??????
Heimir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:12
Skattborgari.Þú ert skynsamur,ég sofna alltaf á verðinum
Heimir gas gas gas ekki svo vitlaus hugmynd. Við Geir erum krísu-systkin eyðum um efni fram, ég á minn kostnað hann á okkar kostnað
Rannveig H, 25.6.2008 kl. 18:09
Hann hefur ekki miklar áhyggjur, leiðtoginn okkar.
Halla Rut , 25.6.2008 kl. 20:05
Enda eru íslendinga það mikill fífl að hann fær kosningu sama hvað hann gerir líka Ingibjörg. Af hverja að vinna vinnuna þega maður þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu né taka ábyrgð á nokkrum hlut.
Við eigum að skipta um flokka reglulega vald spillir.
Skattborgari, 25.6.2008 kl. 20:23
Ég hélt að Geir væri í Sýrlandi með Ingibjörgu vinkonu sinni á leiðinni til Írans og síðan ætluðu þau að loka hringnum í Norður Kóreu.
Sigurjón Þórðarson, 25.6.2008 kl. 20:52
Já kannski er það afneitun að vera með öll heimsins afsláttarkort. En það er bara svo auðvelt að gabba allann fjandan inn á fólk í fjárhagslegri sjálfheldu, sem er hlutskipti flestra Íslendinga í dag (allavega hins sauðsvarta almennings)
En ég er sammála, afneitum afneitun
Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2008 kl. 22:20
Sigurjón það skilur þarna einkvað smotterí á milli ferðalaga hjá mér og stjórnarparinu,ég er bara happý að komast hringinn á þjóðvegi 1é
Alla nú seigir sagan að Einar Ben og Gísli Baldur stjórni þessum netpósti sem allir eru að fá um að útiloka hin olíufélögin.Ljótt ef satt er
Skattborgari við breytum þessu við næstu kosningar.
Rannveig H, 26.6.2008 kl. 00:03
Halla hann ætti nú að hafa áhyggjur því alltaf saxast á fylgið hjá Sjöllum.
Brynja systa mín ætli ég endi ekki í baunalandi hjá þér.
Rannveig H, 26.6.2008 kl. 00:10
Vertu bara velkomin
Kveðja frá Baunalandinu góða
Brynja (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 07:36
Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.7.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.