Forréttindapakk.
20.6.2008 | 00:41
ÞAÐ ER ÉG.......
Ég svo heppin að eiga tveggja mánaða sumarfrí og ég veit fátt skemmtilegra en að ferðast. Geir forsætis er líka fáréttindapakk og nú eyðum við og bruðlum bæði í bensín á minn kostað. Geir á flottum BMV og ég á Pík(c)unni (húsbílnum) og mótorhjólinu.
ForsætisGeir sagði í fyrra að ég mætti fjárfesta og allt væri í gúddí leiktu þér bara því allt gengur svo vel hjá okkur. Ég tók Geir á orðinu en OMG þau er sko dýr þessi orð. En ég læt mig hafa það, nenni ekki að dvelja í þessari eymd sem þessi stjórn er að skapa okkur, enda má ég engan tíma missa til að láta mér líða vel og hafa það gaman.
Ég kom heim í gær, var norður í landi, góð ferð og skemmtileg og morgun er það Snæfellsnesið.
Á Mánudagsmorgun kl 8 verð ég í spjalli já Markúsi á útvarp Sögu.
Athugasemdir
Þú ættir kannski að bjóða Geir far til að ná niður kostnaði.
Sigurjón Þórðarson, 20.6.2008 kl. 09:48
Gaman að fylgast með ykkur .Gott reyndu bara að eyða sem mestu áður en peningarnir þínir verða að engu.Stilli klukkuna á 8 á mánudag
Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.6.2008 kl. 10:10
Við Geir stefnum í sitt hvora áttina Sigurjón minn,eigum enga samleið svo ég held bara áfram að borga brúsann fyrir fyrir hann og ISG
Anna mín velkomin heim,kíki á þig eftir helgi ef þú verður ekki farin til Færeyja.
Rannveig H, 20.6.2008 kl. 12:11
Er Sigurjóni alvara með það að vilja að þú bjóðir Geirharði í pí(X)una þína ?
Ekki finnst mér það nú góðráðlegt.
Steingrímur Helgason, 20.6.2008 kl. 17:13
Hann hefði gott af að hætta aðeins að aka um á bara meiri vandræði sem bílinn hans er kallaður dags daglega og fá sér bara skoda þannig væri hægt að spara 1-2miljónir á ári.
Hann hefði gott af að fara aftan á mótorhjól.
Skattborgari, 20.6.2008 kl. 19:03
Steingrímur! Held að Sigurjóni sé ekki alvara,honum er vel við mig.
Skattborgari ég tæki karlinn sko ekki aftan ámitt hjól. Ertu búin að fá þér hjól
Rannveig H, 20.6.2008 kl. 22:37
Nei er að leggja fyrir til að geta keypt álvöru hippa Yamaha Warrrior eða kannski nýja Wmax hjólið.
Skattborgari, 20.6.2008 kl. 23:12
Á tjónað Racer hjól var alltaf kominn með verk í bakið eftir um 1,5 klukkutúma. Fæ mér þess vegna hippa eða sofasett næst,
Skattborgari, 20.6.2008 kl. 23:16
Hverskonar lúxus er þetta á þér? 2 mánuðir í frí! Mikið væri gaman að senda Geir og co í frí! Ekki sumar eða vetrarfrí, heldur eilífðarfrí!
Himmalingur, 20.6.2008 kl. 23:27
Himmalingur. Ég er lúxuskélla í kreppuafneitun
Skattborgari.Ég á þetta flotta hjól fyrir þig Honda VTX 1300 mikið króm flott verð góður hippi.
Rannveig H, 21.6.2008 kl. 12:23
Knús inn í helgina
Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.6.2008 kl. 13:12
Ég ætla sko að vera vel vöknuð og komin með kaffibollann á náttborðið á mánudagsmorguninn hérna í Bretaþorpinu mínu í jaðri skógarins. Mér varð það nú á að kalla Hannes Hólmstein grenjandi píku í beinni útsendingu í símaspjalli við Markús í gær.. En það er sko ekki ritskoðað á Sögu og þar talar fólk mannamál. Dauðhlakka til að heyra þig taka þá í hakkavélina, vinkona! Eigðu frábæra helgi!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 15:55
Flott hjól Rannveig takk fyrir gott boð var búinn að safna fyrir hjóli þegar það kom bílskúr fyrir utan blokkina á sölu einn daginn. Ég keypti hann til að hafa pláss fyrir hjól þannig að í dag hef ég pláss til að geyma mótohjól fyrir utan heima hjá mér en ekki pening strax.
Legg allt sem ég get fyrir og verð vonandi komin með nóg eftir eitt ár vil helst eiga það skuldlaust eins og bílinn.
með kverðju Skattborgari.
Skattborgari, 21.6.2008 kl. 21:36
Helga ertu að kidda mig stelpa Hannes þessi dúllurass sem átti að vera dósent,en þá kom Bláa höndin og greip föstu taki inn í atburðarásina svo dúllan varð prófisor
Rannveig H, 21.6.2008 kl. 22:48
Skattborgari þú ert rétti maðurinn í þessu,ég kaupi bara hjól og er svo alltaf að vandræðast með pláss fyrir þau.
Rannveig H, 21.6.2008 kl. 22:51
Það er lang best að vera með þau inanndyra þar sem er hægt að hlúa að þeim og verja þau fyrir snjónum og rigningunni þegar maður er ekki að nota þau. Svo er líka alltaf hætta á að börn séu að fikta í þeim og felli hjólið jafnvel á hliðina. Fúlt að vera ekki með geymslupláss.
Skattborgari, 22.6.2008 kl. 04:05
Anna mín!Það er nú bara horror að geta ekki látið karlangan á almennileg hjól,VESPU Anna komdu með mér út að hjóla og þú kallar Yamman minn sko ekki saumavél
Rannveig H, 22.6.2008 kl. 21:03
Af því að Geir Hahaharde hvetur fólk til að spara hlýtur hann að ganga á undan með gott fordæmi og taka í sína notkun farartæki sem nota ekki eldsneyti, til að mynda reiðhjól eða kassabíl.
Jens Guð, 22.6.2008 kl. 21:17
Nú fórst alveg með það Jens Þá er nú Anna rausnarlegri,alveg er ég vissum að þið lentuð bæði í úrtaki í síðustu skoðanakönnun og eruð að þurrka sjalla greyin út.
Rannveig H, 22.6.2008 kl. 21:26
Auðvelt fyrir þessa háu herra að koma með ábendingar til annara þegar þeir aka um á luxuskerrum á kostnað okkar.
ÞEir eiga að byrja á sjálvum sér svo að tala við okkur.
Jens góða hugmynd að láta Ráðherrana bara ganga þeir hafa gott af því.
Skattborgari, 22.6.2008 kl. 21:36
Ég býð mig fram til að kenna Geira að ganga, jafnvel nota strætó, ef ég fæ borgað í bensíni..
Haraldur Davíðsson, 23.6.2008 kl. 00:16
Held að honum veiti ekki af af því Haraldur.
Skattborgari, 23.6.2008 kl. 02:00
og nú sit ég og hlusta á viðtal!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.6.2008 kl. 08:24
Sæl Rannveig mín.
Verst að missa af þessum þætti á Sögu. Ég verð bara að reyna að hitta á endurflutninginn. Hafðu það sem allra best í fríinu.
Áttu ekki mynd af þessum dásamlega húsbíl þínum ?
Þóra Guðmundsdóttir, 23.6.2008 kl. 11:03
Þóra það var sko í lagi að missa af því,ég var ekkert nema stressið og sagði ekkert af viti
Guðrún ætla að vona að mér gangi betur næst.
Rannveig H, 23.6.2008 kl. 13:58
Hlustaði á hluta viðtalsins í morgun var ágætt viðtal reyni að ná endurflutninginn á eftir.
Skattborgari, 23.6.2008 kl. 19:14
Ég varð ekkert var við stress í viðtalinu. Þetta kom flott úr.
Jens Guð, 23.6.2008 kl. 20:42
Takk Jens og Skattborgari
Rannveig H, 24.6.2008 kl. 01:51
Hvaða hvaða það kom að því, ég á fræga stóra systur bara farin að blogga og viðtal i útvarpi hvað er hægt að hugsa sér betra
Þetta er flott blogg hjá þér og hér verð ég daglegur gestur.Annars er allt gott hér Íris er að fara til Spánar á föstudag og ætlar að vera í tvær vikur hjá stóru systur og mákonu. Ég vona að þú eigir gott sumar og skemmtir þér vel á rúntinum hvort sem það er á bíl eða hjóli. Kveja Brynja miðsystir DK
Brynja (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 17:45
Hæ elsku systir,þá er nú eins gott að vera duglegri að blogga ef þú verður hér daglega.Bið að heilsa öllum þínum
Rannveig H, 25.6.2008 kl. 00:04
Anna ég held að það sé búið að endurtaka hann það fá sem ég sagði af viti var að þú værir besti bloggarinn
Rannveig H, 25.6.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.