Á Píkunni með punginn í fríið.

Þetta er ekki klámfærsla.

 

Nú er komið að því ég er að flytja að heiman, fara í fríið. Hér í háskólasamfélaginu er allt að lognast útaf svona yfir sumarið svo að ég byrja ekki aftur fyrr en upp úr miðjum ágúst og ætla sko að nota tíman vel.

Ég fékk mér húsbíl í fyrra (þegar allt var hægt að kaupa)og nú verður hann heimili mitt næstu 2 mán. Og skrifandi um húsbílinn þá voru margir sem spurðu hvað á hann að heita en mér finnst ekkert eins hællærislegt eins og að nefna bíla einhvað t.d Krúttmoli, Gullmoli eða Blátindur. Það kom ekki til mála neitt af þessu. En minnug þess þegar ég fór á Píkusögur, þar sem alþingiskonur fóru með hlutverkin,   þær voru mjög flottar og soldið ýktar,  spíttu út úr sér orðinu PÍKAN með miklu k hljóði, og  þá fæddist nafnið.

Bíllinn skyldi heita Píkan en þá var komin annar vandi.  T.d  ef dóttir mín er spurð „ Hvar er mamma þín?“ Svarið yrði „Hún er á Píkunni norður á Akureyri“ eða þegar ömmubörnin tala um að fara eitthvað með ömmu á Píkunni. Nei ég er tepra og finnst þetta ekki alveg vera að gera sig. Jenný vinkona mín kom þá með snildarlausn PICAN þá hefur þú val.

Það er tvennt sem ég á erfitt með að vera án í þessari útlegð minni. Nýja lappan minn (dóttirin og tengdasonurinn gáfu mér) og mótórhjólið mitt. En ég lifi í lausninni. Ég fékk mér pung frá Nova og svo er yndislegur maður fyrir norðan að smíða kerru undir hjólið mitt. Draumurinn er svona apparat eins og er á myndinni.

 hjól eða ?

Svo kæru vinir ef þú er á ferðinni um landið og finnur grill-lykt og sérð Pí(c)una þá endilega heilsaðu upp á mig. Rannveig á Píkunni með pung og yamma 1100cc í ....

Ég er farin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Góða ferð. Þú veist að pike er stelpa á norsku.

Kanóinn okkar hét annars Haugtussa.

Heidi Strand, 12.6.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eigðu gott frí vinkona og komdu spræk og endurnærð aftur.

Sigurður Þórðarson, 12.6.2008 kl. 23:25

3 identicon

Já píkur eru til margs brúklegar! Ég man eftir einni gamalli kerlingu frá Skaganum sem talaði alltaf um gimbrapíkur þegar hún bauð upp´á kleynur!

Heimir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Rannveig H

Takk fyrir Heidi og Siggi.

Heidi ég vissi þetta með pike en ekki með haugtussa

Siggi við eigum nú eftir að sjást á næstunni trúi ég.

Rannveig H, 12.6.2008 kl. 23:41

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Læt ekki bjóða mér þetta oftar en einu sinni, ef ég rekst á píkuna og Rannveiguna, þá kem ég við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2008 kl. 00:54

6 Smámynd: Jens Guð

  Það er skammt stórra högga á milli.  Slærð í gegn á Landsráðstefnu FF einn daginn og leggur land undir fót á Píkunni næsta dag.

  Í Fjáreyjum berst harðsnúinn hópur gegn píkum.  Það er að segja gegn nagladekkjum.  Þeir eru með límmiða í bílrúðum:  "Herferð gegn píkum". 

  Færeyska orðið píka nær yfir oddhvassan hlut.  Það stendur nær íslenska orðinu brodd fremur en nagla.   

Jens Guð, 13.6.2008 kl. 01:13

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Góða ferð !

Haraldur Davíðsson, 13.6.2008 kl. 01:50

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tú ert bara töffari skoEigdu gott sumarfríá píkunni.Og hver veit nema tú komir til danaveldis á píkunni...

kv.úr danmörkinni

Gudrún Hauksdótttir, 13.6.2008 kl. 05:06

9 Smámynd: Rannveig H

Íja mín Píkan verður á ferðinni fyrir vestan "klárt mál"

Jens veit sko ekki með að slá í gegn.En maður á alltaf að seigja eins og manni finnst ,það var sagt í einhverri auglýsingu.

Takk Halli

Danadrottning.það er klárt mál að ég á eftir að koma á Píkunni til DK hef komið þangað á hjólinu  ég soltið af minni fjölskyldu í DK sem ég heimsæki reglulega.

Rannveig H, 13.6.2008 kl. 10:54

10 Smámynd: Rannveig H

Heimir! og þú sem átt tengdamömmu (ég) sem nennir ekki að baka gimbrapíkur,kaupi þær bara í kaupfélaginu

Rannveig H, 13.6.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband