Sénsinn að þú komist upp með þetta heilbrigðisráðherra.

Hagræðing og þá meinar háttvirtur Guðlaugur Þór niðurskurður! Öll ráðuneyti meiga draga saman seglin meira og minna þó sérlega utanríkisráðuneyti og dóms og kirkjumálaráðuneyti. Látum félags og heilbrigðisráðuneyti vera.

Ég hlustaði á móður á stöð 2 í gær sem sagði frá sjálfsvígi sonar síns eftir að hafa verið vísað frá geðdeild LHS með svefnlyf. Konan grét, ég gerði það líka vitandi hver sársaukin er að missa barnið sitt. Það sefur engin svona veikindi úr sér. Hann þurfti hjálp!

Heilbrigðisráðherra var búin að lofa neyðarteymi á geðdeildir þegar kreppan skall á, er það ekki að virka. Það þarf hjálp núna sem aldrei fyrr fólk er í miklu áfalli. Ef veikindi hafa verið fyrir þá er ástandi núna bara til þess fallið að ýta fólki fram af brúninni. Það er lífsspursmál að hafa aðgang að geðlæknum á þessum tímum.

Hingað og ekki lengra þið komist ekki upp með þetta! Þess vegna mótmælum við á morgun kl 15.

 

 

 


mbl.is Heilbrigðisstofnanir hagræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef verið hjúkrunarfræðingur í 26 ár. Í öllu gróðærinu var kostnaðarhlutdeild sjúklinga stóraukin. Ríkisstjórnin  bauð upp á þjónustu við fórnarlömb Birgisins og Breiðavíkur.  Hver átti að sinna því? Ekki var lagt fé í þetta....mannskapur var ekki aukinn..........það er svo margt fallegt í orði en ekki á borði............

Hólmdís Hjartardóttir, 5.12.2008 kl. 18:00

2 identicon

Þetta er algjört hneyksli! Að reyna að telja manni trú um það að hagræðing eigi ekki eftir að bitna á sjúklingum! Einmitt!

Innantóm loforð um hitt og þetta þegar kreppan skall á.....

Þetta eru ekkert annað en lygarar upp til hópa!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 18:19

3 Smámynd:

Besta leiðin til að draga úr útgjöldum heilbrigðiskerfisins er að leggja silkihúfunum sem víðast (eða gera þær að ullarhúfum  ) og hætta að leika sér með gæluverkefni eins og milljarðasjúkrahús í miðbæ Reykjavíkur sem enginn vegur liggur til eða frá. Það er mun ódýrara og skilar að auki betri þjónustu að halda uppi öflugri almennri þjónustu úti um land.

, 5.12.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Rannveig H

Stelpur takk fyrir góð innlegg. Mér dettur í hug þegar ég las innlegg Dagnýar hvar ætli allir peningarnir séu sem komu úr sölu Landsímans og áttu að fara í Hátæknisjúkrahús.

Rannveig H, 5.12.2008 kl. 18:52

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rannveig, mér dettur helst í hug að Alfreð viti hvar þeir aurar eru niðurkomnir.  Var hann annars ekki keyptur út úr pólitíkinni einmitt með því verkefni?

En hefði Guðlaugur Þór bein í nefinu myndi hann auðvitað harðneita niðurskurði í sínu ráðuneyti en á móti lofa hagræðingu og bættri þjónustu við sjúka miðað við óbreytt framlög.   Til hvers var annars ráðinn nýr og hæfileikaríkur forstjóri ríkisspítalanna?  Varla til þess að skúra gólfin á Lansanum - eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 5.12.2008 kl. 19:15

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég varð hissa þegar Guðlaugur varð þingmaður og ég varð enn meira hissa þegar hann varð ráðherra. það eru engin takmörk fyrir hissunni.

Víðir Benediktsson, 5.12.2008 kl. 20:28

7 Smámynd: Rannveig H

Kolla Alfreð örugglega búin með þá í einhverja einkavinavæðinguna. Auðvita á Guðlaugur að neita því að skera niður það gerði Jóhanna. Við þurfum á þessari þjónustu að halda það getur skipt sköpum.

Víðir: Ég var hissust líka,hann er  Geirs klíkunni og átti góðan pening í prófkjörið það er málið. Hæfileikar er eitthvað sem skiptir minna máli,það sannar dýralæknirinn.

Rannveig H, 5.12.2008 kl. 20:49

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Víðir það er oft verið að ofreyna hissuna í manni. Ég sá fréttina með viðtali við móðurina og fann til með henni. Ég finn líka til með starfsfólki sjúkarahúsa sem tekur ábyrgð á mannslífum þegar það þarf að meta hverjir fái innlögn.

það er kominn tími til þess að auka jöfnuð í samfélaginu með stígandi hátekjuskatti á þá sem eru með umfram 500 þús og nota þá innheimtu í velferðarkerfið.

Ríkisstjórnin hunsar þennan möguleika (enda lendir það í eigin vasa) en er svo að lýsa eftir lausnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:51

9 Smámynd: Skattborgari

Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Sparnaður kemur alltaf niður á einhverjum og hann á að koma niður á silkihúfunum núna þó fyrr hefði verið.

Það er ein ástæða fyrir því að stjórnmálamenn vilja byggja hús og hún er að þau lifa eftir þeirra dag eins og Perlan. Það þýðir ekkert að byggja nýtt hús þegar ekki er til peningur til að reka þau sjúkrahús sem eru til fyrir og manna þau

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 5.12.2008 kl. 23:09

10 identicon

Sæl Rannveig.

Svo ég minni á yfirlýsingu Guðlaugs "áfram verður haldið með Hátæknisjúkrahús, sama hvað á gengur" Það skyldi þó ekki vera ?

Og talandi um þá talandi Ráðherra ,það geta þeir allir en misvel en fæstir staðið við orð sín. Og svo mörg eru þau orð.

Í heilbrigðisgeiranum og velferðarkerfinu er fólki vísað frá í tugum,það er bara staðreynd og byggi ég þetta á persónulegum samskiftum við fólk sem segir farir sínar ekki sléttar.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:54

11 Smámynd: Rannveig H

Jakobína: Það væri flott sem fyrsta skref þetta skattinn, svo má á ýmsu taka innan og utan stjórnsýslu. Það er jöfnuðurinn eins og þú bendir á sem gildir í dag. Þess vegna er ég enn svekktari en ella hvernig SF er að standa sig .Engin jöfnuður á þeim bænum.

Rannveig H, 6.12.2008 kl. 09:40

12 Smámynd: Rannveig H

Skatti: Heyr.  Nú skila silkihúfurnar til baka, þannig á það að virka.

Þói:Þú ert með þetta "talandi ráðherrar sem seigja ekkert og standa ekki við orð sín"

Rannveig H, 6.12.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband