Afhverju VG ?

Ég held það sé af því að VG talar einum rómi. Það hefur háð Framsókn og Frjálslyndum að að þeir eru ekki á eitt sáttir og það er akkúrat það sem fólk þarf ekki á að halda núna.

Að vera í ESB eða án ESB virðist taka hug stjórnmálaflokkanna alveg, en að taka til í eigin ranni eða hreinsa upp spillingu bæði í stjórnsýslu og í flokkakerfinu er ekki á dagkrá, frekar en að víkja eða taka ábyrgð.

Upplýsingar um ESB aðild er mjög misvísandi, það fer eftir hver túlkar hana. Afhverju ekki að leggja það hreint og beint á borðið hvað felst í pakkanum. Það er sagt ef hægt sé að semja um einhver sérákvæði fyrir Ísland eins og t.d um fiskimiðin þá verði sá samningur bara til fárra ára. Ætli það sé svo með allar okkar auðlindir?

Það hlýtur að vera krafa okkar í lýðræðisþjóðfélagi að hver og einn fái að kjósa hvort hann vill aðild að ESB eður ei. það er ekki flokkanna að ráða því. Upplýsið þjóðina hvað felst í þessum ESP pakka. Ekkert laumuspil, enga díla. Svo tekur fólkið ákvörðun.

 


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Góð tilvitnum Viðar, Svíar sögðu líka nei við þjóðaratkvæðagreiðslu þó kannanir hefðu vísað á annað.

En þegar þjóð er örvingluð eins og staðan er í dag og á eftir að versna þá er hægt að selja henni allt. Svo ég seigi upp á borðið með þetta strax og leifið þjóðinni að kjósa.

Rannveig H, 1.12.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Skattborgari

Það er ekki hægt að taka upplýsta ákvörðun í dag alltof mikið af vafaatriðum. Rétt hjá ykkur að það þarf að fá þetta allt saman upp á borðið og þá er hægt að sjá alla kostina og alla gallana.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 1.12.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hörðustu ESB sinnar vilja bara ganga í sambandið burtséð frá því hvort það er skynsamlegt eða ekki. Þetta eru trúarbrögð en ekki pólitík. Samfylkingin forðast eins og heitan eld að tala um auðlindir í sömu svipan og ESB Hún veit að hún hefur vondan málstað að verja.

Víðir Benediktsson, 1.12.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála þér með flokkana. 

Ég held að við þurfum að sækja um aðild, með fyrirvara um samþykki þjóðar, til að fá það upp á borðið hvað er í þessum "pakka".  Annars verður þetta eilífur sandkassaleikur pólitíkusa sem eru í "með" eða "á móti" liðunum.

Ég treysti hvorugum hópnum eins og sakir standa.

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er öllum ljóst og meðal annars Ögmundi Jónassyni, eins og hann sagði í dag, að fyrst þarf samningaviðræður við ESB og síðan þarf þjóðin að kjósa um það hvort það sem kemur út úr viðræðunum er þessi virði að ræða aðild.

Haraldur Bjarnason, 1.12.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það á að vera fólkinu í landinu sem kís um það

Hvaða auðlindir er verið að tala um ekki veit ég betur en að nokkrir útvaldir hafa fengið úthlutað kvóta þessa lands. Ekki var ég spurð.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 23:38

7 Smámynd: Rannveig H

Skatti maður vill vita hvað er verið að rétta manni.

Víðir: Það er satt þetta á ekkert orðið skylt við pólitík svo eru dulin skilaboð frá SF það hljómar einhvernvegin svona í mínum eyrum.

Ef þú ert á móti ESB þá ertu lopapeisupakk,þjóðernissinni,illa upplýstur og þröngsýnn. Meðmæltur ESB víðsýnn ,vel menntaður,og veist betur.

Rannveig H, 1.12.2008 kl. 23:41

8 Smámynd: Rannveig H

Sigrún: Ég treysti heldur ekki hvorugum aðilum í dag, en vill ekki heldur láta ráða fyrir mig allt upp á borðið.

Viðar: Held að stjórnarskrárbinding sé ekki í umræðunni þegar ESB er annarsvegar.

Rannveig H, 1.12.2008 kl. 23:49

9 Smámynd: Rannveig H

Haraldur Bæði í Noregi og Svíþjóð fékk fólk að kjósa, veit ekki hvort það var fyrir eða eftir aðildarviðræður. Mér finnst mest um vert að vita hvort þeir sérsamningar sem gerðir yrðu vegna sérstöðu okkar séu einhvað sem ESB geta svo sagt upp einhliða þegar þeim hentar.

Anna: þessi ósköp byrjuðu öll með kvótasukkinu, og það er satt við vorum ekki spurð. Og enn eru enn að verja þetta óréttláta kerfi.

Rannveig H, 2.12.2008 kl. 00:09

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við hugzum líkt um þetta vinkona, það er klárt.

Þjóðernizsinnanum mér fer enda lopapeyza sín vel.

Íslandi allt !

Steingrímur Helgason, 2.12.2008 kl. 00:13

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við getum ekki tekið afstöðu fyrr en við vitum nákvæmlega hvað er í pakkanum.  Svo við þurfum að fara í viðræður og góða kynningu.  Síðan á þjóðin að kjósa.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 00:15

12 Smámynd: Rannveig H

Steingrímur það er alveg á tæru við látum ekki glepjast.

Hólmfríður: Mér finnst athyglisvert þar sem Viðar vitnaði í Styrmi hér að ofan þetta er allt svo óljóst ef einhvað er þá hef ég pata af þessu öllu.

Mér finnst fyrst og fremst að við eigum að snúa okkur að því að hreinsa til hjá okkur, Spillinguna burtu!

Rannveig H, 2.12.2008 kl. 00:30

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rannveig, ég er alveg sammála þér í því að það hjálpar Vinstri grænum að þeir tala einum rómi.  Ég hef reynt að kynna mér þetta bæði með því að lesa Rómarsáttmálann og með því að spyrja Jón Kristjánsson sem þekkir sjávarútvegsstefnuna betur en nokkur annar hér á landi. Þú spyrð að því hvort það sé sama með fiskveiðiauðlindina og aðrar auðlindir? Svarið er nei.   Það gilda sérstakar reglur um fiskveiðar og veiðiheimildum er úthlutað í Brussel. Allar undanþágur frá þessu eru bara tímabundnar.   

Mér finnst nógu slæmt að steypa okkur í risa skuldir svo ekki sé verið að gefa auðlindir okkar fyrir ekki neitt. Hvernig eiga blessuð börnin okkar þá að borga skuldirnar?

Þar fyrir utan töpum við öllum fríverslunarsamningum sem við höfum gert í Asíu t.d. Kína og Kóreu.

Sigurður Þórðarson, 2.12.2008 kl. 00:38

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Enn og aftur Rannveig

Samfylkingin er að ljúga að það sé hægt að fá varanlega undanþágu varðandi fiskimiðin. Þetta ákvæði er í stjórnarskrá ESB og er óumsemjanlegt, það hefur margkomið fram.  

Samfylkinngin er líka að skrökva að fólki þegar hún segir að hægt sé að taka upp evru rétt sé svona.  Við gætum gengið í ESB með hraðasta móti á 3-4 árum en við munum ekki uppfylla Mastrich sáttmálann næstu 15 árin vegna skulda.  Svo er líka spurning hvernig á að grynna á skuldum ef mjólkurkýrinnri ef fórnað fyrir baunadisk?

Sigurður Þórðarson, 2.12.2008 kl. 00:45

15 Smámynd: Rannveig H

Gott innlegg Siggi ég er alltaf að gera mér meira og meira grein fyrir því í hverslags skítamál við erum komin í. Við eigum ekki eftir að sjá til lands á næstunni, ég vil fara að sjá einhverjar lausnir.

Ég held að gróðinn hjá VG geti legið í þessu að tala skýrt og taka afstöðu.

Rannveig H, 2.12.2008 kl. 00:58

16 Smámynd: Jens Guð

  Umræðan um ESB er eitt af þeim málum sem dregist hefur að gera upp í FF.  Reyndar er skoðanakönnun um ESB meðal félaga í gangi núna þannig að vonandi förum við að taka á þessu máli. 

Jens Guð, 2.12.2008 kl. 01:05

17 Smámynd: Villi Asgeirsson

Vandinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að fylkingarnar tvær munu fara af stað með auglýsingaherferð og sannleikurinn verður fyrsta fórnarlambið.

Það sem við þurfum er listi yfir þau mál sem skipta máli og 100% rétt svör. Ég byrjaði núna á lista, til að sýna hvað ég á við:

Höldum við stjórn yfir auðlindum okkar?

- Vatnsföllum.

- Gufuafli.

- Sjávarfangi.

Sé svarið já, er það til frambúðar eða tímabundið?

Höldum við fríverslunarsamningum sem við höfum gert við önnur lönd, svo sem Kína og Kóreu?

Mun íslenska stjórnarskráin vega þyngra en sú evrópska?

Villi Asgeirsson, 2.12.2008 kl. 09:16

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held ajð flestir innan raða Frjálslyndra vilji fara varlega í umsóknaraðild að ESB.  Það er sjálfsagt að skoða hvað er í pakkanum, en ég segi eins og Viðar, og Styrmir að mínu mati erum við að framselja sjálfstæði okkar til Brussel, og það finnst mér ekki koma til greina.  En ég er líka sammála því að við séum ekki í standi til að taka svoleiðis ákvörðun í dag.  Mér sýnist þeir líka vera gráðugir að ná okkur undir sinn hatt, tala um flýtimeðferð og alles.  Nei ég vil það ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2008 kl. 09:41

19 Smámynd: Rannveig H

Jens: Þú seigir mér fréttir þetta vissi ég ekki.

Villi: Það er þetta sem verður að vera á borðinu öll grundvallaratriðin. Mér finnst þessi spurning með íslensku stjórnarskránna og þá evrópsku líka vera stórt mál sem ég hef aldrei heyrt neitt svar við.

Ásthildur: Þessar ESB umræður eru að orðnar eins og trúboð, Það væri gott ef stjórnmalamenn yfir höfuð leggðu eins mikla áherslu að hreinsa til eftir, sig viðurkenna mistök, og skapa einhvera trúverðuglega framtíðarsýn. Afhverju ekki að taka upp norsku krónuna og verða svo samferða í samningum með Noregi ef þeir ætla sér í ESB. Ég veit í sjálfum sér ekki hvaða sjálfstæði við eigum eftir nú þegar stjórnaflokkar og framsókn eru búin að svipta okkur öllu fjárhagslegu frelsi plús að taka af okkur ærunna.

En eitt er víst að ég teysti ekki þessari trúboðsferð og foræðishyggju sama fólks sem hingað til hefur leitt okkur í mestu afglöp sögunar.

Rannveig H, 2.12.2008 kl. 10:48

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér sýnist öll ESBaðildarumræðan þessa dagana koma frá ESBsinnum sem ýmist vilja nýta sér fjármálaóstandið til þess að þrýsta þjóðinni inn í sambandið eða trúa því að ESBaðild muni viðhalda hinu ljúfa lífi undanfarinna ára.
Tímasetningin nú er afleit, menn hafa önnur þarfari verk að vinna sem stendur.  Í næstu kosningum, hvenær sem þær verða, á aðaláherslan að vera á tiltekt innan stjórnmála- og embættisgeirans. 
Þar næst má taka fyrir ESB málin. 

Kolbrún Hilmars, 2.12.2008 kl. 12:10

21 Smámynd: Rannveig H

Kolla mín þú talar sama mál og ég.

Rannveig H, 2.12.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband